Blik - 01.06.1969, Blaðsíða 66
austurströnd Grænlands. Sökum hans
komumst við hvergi nær ströndinni
en svo sem 50 mílur. Loks komumst
við í gegnum ísinn 80 mílur suður
af suðurodda Grænlands. Eftir það
gekkk ferðin ágætlega norður með
Vesturströndinni. Við náðum til
Færeyingahafnar eftir 8 sólarhringa
siglingu.
A leiðinni til Grænlands reyndi
skipstjórinn okkar þrásinnis að ná
talsambandi við Artik en án árang-
urs. Hún svaraði aldrei. Við héldum
ástæðurnar þasr, að hún væri svo
langt á undan okkur, að hún heyrði
ekki til okkar.
Þegar við komum til Færeyinga-
hafnar, var Artik ókomin. Eftir tvo
sólarhringa heyrðist í henni, og var
hún þá 80 sjómílur suður af Færey-
ingahöfn. Hún kom til Færeyinga-
hafnar eftir tvo sólarhringa. Okkur
hafði flogið í hug, að hún hefði farið
í hafið, en sem betur fór kom hún í
höfn heilu og höldnu.
Einn íslendingur var á Artik, og
sagði hann okkur, að ferðalagið vest-
ur hefði verið dálítið sérlegt.
Þegar þeir fóru frá Keflavík, var
stefna tekin á Grænland, um það
bil 300 sjómílur norðan við suður-
odda landsins. Þar komu þeir að
feiknamiklum hafís. Þá var breytt um
stefnu og siglt í suðaustur alla leið-
ina 150 sjómílur suður fyrir suður-
odda landsins, og svo í 200 mílna
fjarlægð frá ströndinni norður með
Grænlandi vestanverðu. Skipstjórinn
á Artik var danskur, afar sérkenni-
legur og óviðfelldinn maður.
1 Færeyingahöfn var áður Eski-
móabyggð. En þegar Færeyingar
fengu höfnina, voru allir Eskimóarn-
ir fluttir þaðan. Eftir var aðeins
danski eftirlitsmaðurinn, sem bjó þar
í myndarlegu húsi ásamt fjölskyldu
sinni. Við höfnina var viðgerðar-
verkstæði, og unnu þar 3 Færeyingar
yfir sumarið, því að þarna var mikið
af færeyskum skútum. Inna þurfti
því af hendi þar ýmiskonar viögerðir
fyrir þær, og voru viðgerðarstrák-
arnir fjörmiklir og hjálplegir.
Tveim dögum eftir að Artik kom,
var farið út til veiða. Við notuðum
aðallega lúðulínu. Hún var lögð í
hallinu á veiðisvæðinu. Stanza varð
lögn öðru hvoru til þess að lóða,
kanna dýpið, með handlóði. Lúðan
reyndist afar treg. Víða var leitað
eftir henni, allt niður á 250 faðma
dýpi. Á sjálfum fiskibankanum virt-
ist vera feikimikið af þorski. Við
lögðum eitt sinn 6 bjóð af þorsk-
línu og ég hef aldrei séð aðra eins
ástöðu. Ég hygg, að fiskur hafi verið
á hverjum þeim krók, sem komst íil
botns með beitu. Við söltuðum þenn-
an afla og skipuðum honum síðar
upp í móöurskipið, sem hét Anana,
sem er grænlenzka og þýðir mamma.
Færeyingarnir tjáðu okkur, að
meiri lúðu væri að fá inni í fjörð-
unum, og þar héldu þeir Færeyingar
sig, sem stunduöu lúðuveiðarnar
þarna að sumrinu. En þau lúðumið
eru innan landhelgislínunnar og
varðskip var stöðugt á veröi. Færey-
ingarnir töldu það vandalaust að
fara í kringum þau. Ekki væri annað
64
BLIK