Blik - 01.06.1969, Blaðsíða 230
þá hefði ég aldrei svift hann þar
félagsskap timburkaupmanna og
annarra sálufélaga. Nei, aldrei. Það
vissi ég bezt af viðskiptunum við
hann og Fjárhagsráð, að það er
háskasamlegt að misnota vald sitt.
— Sjálfum mér til handa hefði ég
þá kosið að fylla flokk langskeggj-
anna til vinstri; þar eru eyru sæmst
sem uxu, stendur þar.
Valdníðsla er viðurstyggð, og
menn, sem neyta valds síns til þess
að níðast á samborgurum sínum
eða öðrum, eru mestu skaðræðis-
menn þjóðfélagsins.
Sumum til gamans langar mig til
þess að skrá hér orðrétta frásögn
mína upp úr dagbók minni 5. maí
1951. Hún sannar ráðríkið, ófrelsið
og smámunasemina á tímum Fjár-
hagsráðs, er framtak einstaklingsins,
a. m. kosti sumra einstaklinga, var
heft svo, að þeim var ætlað að standa
og sitja eftir vissum nótum skrif-
stofumanna í Reykjavík.
Eg er staddur í Reykjavík til þess
m. a. að sækja sementskaupaleyfi til
handa Gagnfræðaskólanum. Hér hefst
frásögnin:
„Ég kem fyrst inn í biðstofuna.
Þar er aðeins símastúlkan. Spyr
hana, hvar ég geti fengið vitneskju
um það, hvort leyft hafi verið að
steypa að fullu upp fimleikasal Gagn-
fræðaskólans í Vestmannaeyjum.
Stúlkan vísar mér til Asgeirs Torfa-
sonar, og ég því fram á gang og þar
inn um aðrar dyr .
Asgeir situr þar við borð gegnt
öðrum manni, og virtust þeir vera að
bera saman tölur. Ég spyr Ásgeir,
hvort við munum hafa fengið leyfi
til að steypa upp fimleikasalinn.
Hann kvaðst ekki muna það, en gæti
gáð að því. Þá gellur hinn maðurinn
við: „Þið fáið ekki að steypa salinn.
Þið fáið 50 smálestir af sementi til
þess að húða innan skólahúsið, en
ekki til þess að steypa upp salinn.“
Ég dró í efa, að þetta gæti verið rétt,
þar sem sementsleyfið var svo ríf-
legt (satt að segja sá ég ekki í fljótu
bragði, hvernig við gátum klínt 50
smálestum af semenú á innveggi
skólahússins það ár eða nokkru
sinni).
Þá voru teknar fram leyfaskrár.
— Jú, rétt, við máttum vinna úr 50
smálestum af sementi og festa 200
þúsundir króna í húsinu, en ekki
steypa salinn. Eg efaðist samt um, að
þetta gæti verið svona. (Mér fannst
valdbeiting þessi minna á það, þegar
konungsvaldið danska meinaði Eyja-
hændum að gera út til fiskjar og
skipaði þeirn í þess stað í skiprúmin
á konungsbátunum. Þeir fengu ekki
einu sinni að ráða, á hvaða skipi
þeir réru).
Þá var kallað á Helga Eyjólfsson,
arkitekt. Hann kvað það rétt vera, að
ekki mætti steypa salinn. Ég full-
yr‘i, að það þýddi stöðvun á bygg-
ingarframkvæmdunum, þar sem við
létum ekki þakið á húsið, fyrr en sal-
urinn væri steyptur upp. Leit þá
arkitektinn á teikningu af húsinu og
taldi ekkert til fyrirstöðu að loka því,
þótt salurinn biði.
„Á nú að fara að byrja á nýjum
228
BUK