Blik - 01.06.1969, Blaðsíða 172
KARL VIGNIK ÞORSTEINSSON
Vinar minnzt
GuSmundur Guðlaugsson, sem
heima átti að Faxastíg hér í bæ nær
hálfan fimmta áratug, var fæddur 12.
júlí 1885 á Bakkarholtsparti í Olfusi.
Þegar ég festi á blað þessi fáu
minningarorð um þennan látna vin
minn, eru Eyjarnar baðaðar í sól, en
degi er tekið að halla. Sólbrekka,
gamla húsið hans, nr. 21 við Faxa-
stíginn, stendur þarna enn, en er nú
nokkru hærra en áður. Innan veggja
þess kynntist ég fyrir fáum árum
öldnum og góðlegum manni, sem
átti mjög erfið ár að baki. MeS sín-
um tveim höndum háði hann eins og
svo fjölmargir menn á hans yngri
árum harða lífsbaráttu til þess að
afla sér og lífsförunaut sínum, Unu
Jónsdóttur, skáldkonu, er hann bjó
með, lífsviðurværis, en Una Jóns-
dóttir lézt 29. febrúar 1960.
Þótt nokkurra tuga aldursmunur
væri á okkur GuSmundi GuSlaugs-
syni, tókst brátt með okkur góð vin-
átta, sem hélzt, þar til GuSmundur
kvaddi þetta líf 2. júlí 1967.
GuSmundur GuSlaugsson var hæg-
látur maður og einlægur trúmaður.
Hjálpsemin við aðra var honum í
blóð borin. MeSan heilsa hans entist
og þrekið hélzt, var hann boðinn og
170
búinn til að rétta hjálparhönd þeim,
er til hans leituðu, ef hann var þess
megnugur á nokkurn hátt. Hann
spurði þá aldrei um launin. Hjálpar-
viljinn og náunganskærleikurinn réði
þar huga og hönd. AnnaS skipti engu
máli.
GuSmundur GuSlaugsson var ekki
margmáll maður, en í viðræðum
okkar kom í ljós ,að hann var trú-
maður og treysti á hjálp hans, sem
sagði: „Komið til mín, allir þér, sem
erfiðið og þunga eru hlaðnir, og ég
mun veita yður hvíld“.
Foreldrar GuSmundar voru hjónin
GuSlaugur Eyjólfsson og Kristín
Jónsdóttir, bóndahjón í Olfusi. Þau
eignuðust 5 börn og var GuSmundur
næst yngstur af þeim. FaSirinn féll
frá, er móðirin gekk með yngsta
barnið. ÞaS eitt gefur okkur hug-
mynd um erfiðleika þessarar fjöl-
skyldu, sem var sárfátæk, er faðir-
inn dó. — KostaS var kapps um að
koma börnunum til vinnu hjá vanda-
lausum svo fljótt, sem þau gátu unn-
ið fyrir sér, þó ekki væri nema að
einhverju leyti. Þannig var GuS-
mundur gerður að fjósamanni á bæ
í Flóanum, þó að ekki væri hann
nema 9 eða 10 ára að aldri. Þar leið
BLIK