Blik - 01.06.1969, Blaðsíða 54
hér á landi og stutt á veg komin er-
lendis. Fyrir það liðu þeir allir meira
og minna, þessir lömuðu menn og
örkumla. Félagar Jóns Sigurðssonar,
sem misst höfðu „aðeins“ annan fót-
inn, gátu þó hökt fram á hækjum,
eins og Ringsted, en honum sjálfum
voru allar slíkar bjargir bannaðar,
fannst honum. Hann bar það ekki
við að nota hækjur, gjörsamlega
fótavana eins og hann var.
Til skamms tíma voru þeir Aust-
firðingar lífs með þjóðinni, sem
mundu Jón S. Sigurðsson á Seyðis-
firði, eftir að hann gréri líkamlegra
sára sinna eftir slysið mikla. En and-
legu sárin gréru aldrei með þessum
manni, -— já, urðu því sárari sem
fram leið hjá hinum harðgerða dugn-
aðarmanni, sem alltaf hafði alið með
sér hinar björtustu framtíðarvonir,
framsækinn og ötuJL eins og hann
var af guði gerður með ólgandi at-
hafnaþrá.
Fyrstu tvö árin eftir slysið og
græðslu sáranna, dvaldist Jón S. Sig-
urðsson á heimili Ringsteds, fyrrver-
andi formanns síns í svaðilförinni
miklu. Ringsted fór um á hækjum
sínum. Hann var giftur maður og
búandi og fékk brátt atvinnusnapir
við sitt hæfi.
En hvað um Jón S. Sigurðsson,
efnalega afkomu hans og fram-
færslu?
Engin voru þá sjúkrasamlög hér á
landi, engar slysabætur, engir sjóð-
ir til styrktar örkumla fólki.
Orðið „sveitarómagi“ var Jóni S.
Sigurðssyni eitur í heinum. Hvernig
52
gat hann hugsað sér að verða sveit-
arómagi, verða þurfalingur sveitar
sinnar, ef til vill það sem hann átti
eftir ólifað — ef til vill langa ævi,
því að fílhraustur var hann líkam-
lega að öllu öðru leyti.
Atakanlegt þótti fólki að sjá
þennan hrausta mann, sem verið
hafði karlmennið mikla, fara hökt-
andi á hnjánum troðnar götur milli
húsanna á Fjarðaröldunni, bröltandi
á fj órum með skinnvafninga um hnén
þeim til hlífðar.
Fyrst framan af eftir að Jón S.
Sigurðsson gréri sára sinna, vafði
hann skinnrenningum um hnéskel og
legg til þess að draga úr sársaukan-
um, er hann reyndi að hreyfa sig.
Menn ræddu um það sín á milli,
hvort ekki mundi kleift að smíða
honum einskonar stígvél til að ganga
á, svo að sárindin yrðu ekki eins til-
finnanleg.
Nokkur skóverkstæði voru þá á
Austfjörðum, þar sem jöfnum hönd-
um voru smíðaðir skór og gert við
skó, og margir skósmiðir voru þar
vel færir í grein sinni, en enginn
þeirra gaf þess kost lengi vel að smíða
„stígvél“ handa Jóni fótlausa, eins
og hann var jafnan nefndur, eftir að
hann missti fæturna. Einnig skráir
presturinn þannig nafniö hans í bæk-
ur kirkjunnar. Það viðurnefni dró
vissulega ekki úr andlega sársaukan-
um.
Um eða eftir 1890 settist að í Vest-
dal í Seyöisfirði ungur Landeyingur,
Pétur Sigurðsson frá Kúhól í Land-
eyjum. Hann var lærður skósmiður
BLIK