Blik - 01.06.1969, Blaðsíða 49
skrílinn, síldurinn, liann stendur
som prjónur, nár hann döyr“. Mörg
fleiri málblóm bárust um byggðir og
bæi þar í fjörðunum á þessum upp-
gangs- og gullauðgitímum fyrir at-
beina erlendra „síldarspekúlanta“.
Þessi brýning Akureyrarblaðsins
settist að í sinni Jóns S. Sigurðsson-
ar. Nú var hann afráðinn að demba
sér inn í athafnalífið, auðgast að áln-
um og eflast að völdum, dugmikill
og framsækinn eins og hann var,
mannvænlegur og metorðagjarn, en
menntunarsnauður ungur maður tæp-
lega 24 ára.
Margt fer öðruvísi en ætlað er og
enginn veit örlög sín fyrir.
Þegar Jón S. Sigurðsson frá Gests-
húsum flutti til Seyðisfjarðar, steig
hann örlagasporið mikla og afdrifa-
ríka. Afleiðingar þess fylgdu honurn
síðan alla ævi, vörpuðu skugga á
líf hans og alla tilveru.
Fyrst í stað réðst Jón til hjónanna
Jónasar Þorvarðar Stefánssonar og
Margrétar Stefánsdóttur, sem ráku
dálitla útgerð frá Fjarðaröldu í
Seyðisfirði. Sunnlenzkir sjómenn
réru á báti þeirra.
Sumarið 1880 leið í sæld og synd-
um neins og gengur hjá mannanna
börnum, enda þótt Gunna litla frá
Bakkagerði væri ekki enn komin í
spilið. Hún kom þar síðar eða í fyll-
ingu tímans. Hún dvaldist enn hjá
fósturforeldrum sínum norður á
Sævarenda í Loðmundarfirði og
fermdist einmitt þetta vor.
En nógar voru þær samt, sem sótt-
ust eftir vinfengi við hinn glæsilega
mann og dugnaðar sjómann, Sunn-
lendinginn frá Gestshúsum í Bessa-
staðasókn. Ekki meira um það hér.
Sannleikurinn um það má gleymast
og hverfa með horfnum tíðum og
tímum.
En dansleikir voru þá ekki ótíðir
á Fjarðaröldunni á síldveiðitíman-
um, er Norðmennirnir þöndu „nikk-
urnar“ sínar, og margir ungir menn
og miðaldra, innlendir sem erlend-
ir, dömluðu þar á ný og gömul
„mið“.
Á einum þessum dansleik lét prests-
frúin nýja sjá sig með annarri mekt-
arfrú í sókninni. Þá var séra Jón
Bjarnason nýlega fluttur á Fjarðar-
ölduna, þar sem hann bjó, meðan
hann var prestur Seyðfirðinga, og
síðar norður á Vestdalseyrinni.
Utlendu „síldarspekúlantarnir“
voru í sjöunda himni að fá svo tigna
gesti á dansleiki sína. Eftir að madd-
ama Lára hafði verið þar, sagðist
einum svo frá: „Maddamurinn, sá
var nú fínn, allur saman úr silki“.
Þannig töluðu þeir íslenzkuna. Þessi
frásögn lifði áratugum saman á Aust-
fjörðum og barst þaðan upp um
sveitir og héruð.
Slys og sorgir breyta viðhorfum
og lífsblæ. Ljósið daprast, — slokkn-
ar. Hugsjón hverfur. Hugardeyfð
drottnar. Von breytist í vonleysi og
vizka dvín. —
Nú leið á haustið 1880 og örlaga-
nóttin mikla nálgaðist.
Seinustu mánudagsnóttina í nóv-
ember ýttu 4 sunnlenzkir sjómenn úr
47
buk