Blik - 01.06.1969, Blaðsíða 113
esdóttur og Magnúsar GuSmunds-
sonar á brúðkaupsdaginn 23. maí
1903“.
Brúökaupskvæðiö hljóðar þannig:
„Lifið þið bæði lengi og vel,
Ijómi farsældar heiðskírt hvel,
mæði ei nokkur mótgangsslagur,
og mildur verði sérhver dagur,
og einnig berist auðlegð nóg
til ykkar jafnt af grund og sjó.
Það afl, er tengir sál við sál
og sigrar bezt, ef leið er hál,
sem húmi í daga hjarta breytir
og bót við nteinum flestum veitir,
það létti ykkur lífsins þraut
og leiði sanna gæfu á braut.
Þar kærleikssólin helg og há
í hjörtun geisla senda má,
er hlýtt og indælt vor um vetur
hvar vonarblómið þroskast getur,
hún flytji blessun, frið og yl
með fögrum geislum ykkar til.
Ef segja mætti með sanni, að til
væri óskastund, þá væri hægt að full-
yrða, að höfundur ljóðsins hefði
hitt á óskastundina gullvægu, er hann
orti þetta ljóð. Svo nijög minnir
hugsun og óskyrði kvæöisins á þá
reynd, sem var raunveruleikinn ein-
skær í hjóna- og heimilislífinu á
Vesturhúsum alla þeirra hjúskapar-
tíð.
Líkindi eru til þess, að Ólafur
Magnússon í Nýborg hafi ort þetta
brúÖkaupskvæði. Þeir voru lengi
tryggðarvinir, hann og Magnús Guð-
mundsson.
Magnús Guðmundsson var mikill
og traustur félagshyggj umaður.
Rúmlega tvítugur að aldri gekk
hann í Stúkuna Báru nr. 2, sem þá
hafði starfað í 5 ár. Þarna reyndist
hann traustur og trúr heiti sínu og
vammlaus bindindismaður alla ævi
síðan. Bindindisstarfið og bindindið
sjálft var Magnúsi Guðmundssyni
hugsjón. I stúkustarfinu þroskaðist
félagshyggja Magnúsar og skilningur
á gildi samtaka, gildi afls og máttar,
samhygðar og sameiginlegs átaks í
lífsbaráttunni. Síðan áttu Eyjabúar
eftir að njóta félagsanda hans og
félagsþroska og óeigingjarns fram-
takshugar í atvinnulífi byggðarlags-
ins um langt árabil. Þar má með
sanni fullyröa, að stúkustarfsemi
legði grundvöllinn.
Það er vissulega ómaksins vert að
kynnast eilítið þátttöku Magnúsar
Guðmundssonar í hinum ýmsu hags-
munafélögum Eyjabúa, þar sem hann
var virkur starfskraftur.
Jsfélag Vestmannaeyja var stofnaö
1901, eins og mörgum er kunnugt.
Brátt varð Magnús Guðmundsson þar
áhrifaríkur og farsæll aðili. Honum
var það ætíð ljóst, að það markveröa
framtak útgerðarmanna í sveitarfé-
laginu að byggja íshús að amerískri
fyrirmynd, eins og þeir áður höfðu
gert í Mjóafiröi eystra og víðar,
markaði mikilvægt spor í útgeröar-
og framleiðslusögu Vestmannaeyja.
Um leið var fyrirtæki þetta markvert
spor fram á leið til Jiagsældar öllum
almenningi í byggðarlaginu.
Magnús Guðmundsson skildi
manna bezt hugsjónir Gísla J. John-
sens kaupmanns og útgerðarmanns
blik
111