Blik - 01.06.1969, Blaðsíða 339
komin voru til ára sinna, hefðu „sál“
eSa persónu, veru, sem var þess vald-
andi, aS sjómennirnir báru sérlega
virSingu fyrir þeim, ekki sízt ef þau
hefSu reynzt happafleytur. í frásögn
þessari skapar trúin á skipsveruna
þeim mál, þau ræSast viS og þau
gráta skilnaSinn. Þau vita feigSina
fyrir og skilnaSarstundina.
I þessu sambandi langar mig til aS
minna á sönnu söguna af Jóni gamla
hónda í Gvendarhúsi, sem átti hlut í
happaskipinu Gideon og réri á því
margar vertíSir meS Hannesi Jóns-
syni formanni á MiShúsum. AldraSi
bóndinn og sjómaSurinn rak olnbog-
ann af vangá í stefni skipsins. Þá
sagSi hann eins og ósjálfrátt: „Fyr-
irgefSu, Gideon minn, ekki ætlaSi ég
aS meiSa þig“.
Arið 1637. Þetta ár fórst áttæring-
ur í Vestmannaeyjum og 14 menn
drukknuSu af honum.
Árið 1647. ÞaS bar viS í marz-
mánuSi þetta ár, aS skip rak á hvolfi
upp aS klöppum nálægt Grindavík.
ViS björgun þess kom í ljós, aS þaS
hafSi kollsiglt, meS því aS siglutré
höfSu veriS reist, stög strengd og
segl þanin. ViS athugun vitnaSist
síSar, aS skipiS var úr Vestmanna-
eyjum. Þetta var áttæringur, og meS
honum fórust 14 menn, sem var hin
venjulega tala skipshafnar þá á átt-
æring.
Arið 1653. Þegar leiS fram á voriS
eSa nær vertíSarlokum 1653, barst
sú frétt um sveitir, aS tvö skip hefSu
farizt í Vestmannaeyjum einhvern
tíma á vertíSinni. AnnaS þeirra var
teinæringur (tíæringur). A þeim
voru venjulega 16—18 menn.
Ætla má, aS þarna hafi farizt 30
—32 menn, þó er þess ekki getiS,
hversu mannmargar skipshafnirnar
voru. Ekki er þess heldur getiS, hvort
skipin voru Eyjaskip eSa skipuS
mönnum úr strandsveitum Suður-
landsins.
Arið 1656. Þetta ár fórst skip í
Vestmannaeyjum. Af því drukknuSu
12 menn, en tveim var bjargað. Eftir
fjölda skipshafnarmanna má álykta,
aS skip þetta hafi verið áttæringur.
Arið 1673. „Skiptapi í Vestmanna-
eyjum, drukknuðu 6 menn“. Þetta er
óbreytt og óaukið orðalag annálsins.
Svo orðknappir eru þeir venjulega
og lausir við alla mærS.
Arið 1678. Þetta ár greina annál-
ar frá sjóslysi viS Landeyjasand. Þá
drukknuðu 14 menn við Sandinn af
tveim skipum þeirra Landeyinga. Af
þessari tölu má draga þá ályktun, aS
tveim skipum hafi borizt á í lending-
unni og hafi helmingur hvorrar skips-
hafnar bjargast. ÞriSju skipshöfninni
úr Landeyj um þetta ár bjargaði ensk
fiskiskúta, er sigldi með Suðurströnd-
inni.
Árið 1681. Þrem árum síðar eða
nánar til tekið 26. marz 1681 átti
sér stað hryllilegt sjóslys við Eyja-
sand. Það kostaði 28 Landeyinga og
Rangvellinga lífið.
Um morguninn var stillt veður og
sjór hægur. Þetta var laugardaginn
fyrir pálmasunnudag. Bændur og
búalið í Landeyjum og á Rangárvöll-
um ýttu úr vör til þess að afla fisk-
BLIK 22
337