Blik - 01.06.1969, Blaðsíða 21
keypti hann frá Finnlandi. HúsiS var
tvílyft með lágu risi og bar svo mjög
af öllum öðrum íbúðarhúsum í þorp-
inu að það var ýmist kallað Húsið
í daglegu tali fólksins eða Vertshús-
ið. Var þá Jóhann Jörgen titlaður
veitingamaður.
Leifar þessa stóra íbúðarhúss,
Frydendals, er verzlunarhúsið Bjarmi
eign Helga kaupmanns Benediktsson-
ar. Bjarmi stendur nokkrum hús-
breiddum sunnar en Frydendalur
stóð, var færður, þegar Miðstrætið
var að fullu mótað, og hefur svo ver-
ið breytt æðimikið frá uppruna sín-
um.
Fjölskyldan í Frydendal
(Sjá bls. 20)
Hjónin í Frydendal, frú Anna Sig-
ríður Arnadóttir frá Oddstöðum og
Jóhann Jörgen Johnsen frá Vilborg-
arstöðum og synir þeirra fjórir. Sá
fimmti, Arni Hálfdán, var ekki fædd-
ur, er þessi mynd var tekin. Synirnir
a myndinni eru þessir:
1. Gísli J. Johnsen, f. 10. marz
1381.
2. Kristinn Lárus Johnsen, f. 31.
des. 1884.
3. Sigfús Maríus Johnsen, f. 28.
marz 1886.
4. Guðni Hjörtur Johnsen, f. 15.
júní 1888.
Mynd þessi af fjölskyldunniíFryd-
endal mun tekin veturinn 1893. Þá
gekk frúin með yngsta barnið. Hún
missti Jóhann mann sinn um vorið
á lokadaginn (11. maí) og fæddi
Arna Hálfdán 13. október um haust-
ið. Ein með 5 börn á framfæri. Þá
voru engar tryggingar til hér á landi.
Aðeins brunatryggingar hjá erlend-
um tryggingarfélögum. Engin opin-
her barnsmeölög áttu sér heldur stað
hér á landi þá eða „tollur“, sem
nefndur er heldur óviðurkvæmilegu
nafni.
Ómagastyrkur úr sveitarsjóöi var
þá eina úrræðið þeim, sem ekki
reyndust sjálfum sér nógir í lífsbar-
áttunni. Frúin í Frydendal hafði
aldrei hug til að gera börnin sín og
sjálfa sig að „sveitarómögum“, segja
sig til sveitar. Tefla skyldi á þrek og
þor, vit og strit, búhyggni og búskap,
þótt „fyrirvinnan“ væri fallin frá.
Eftir fráfall eiginmannsins hélt
frúin í Frydendal áfram búrekstrin-
um með miklum umsvifum. Hún
hafði ínytjar einnar kirkjubæjajarð-
arinnar (bænhússjörðina). Þar afl-
aði hún heyja hvert sumar. Hún rak
útgerð og bætti svo verzlunarrekstri
við athafnir sínar undir aldamótin,
er Gísli sonur hennar stálpaðist, efld-
ist að aldri og árum, viti og þroska.
Fyrst í stað var sú verzlun aðeins
umboðsverzlun fyrir fyrirtæki í
Reykjavík. En er Gísli J. Johnsen,
eða Gísli Jóhannsson í Frydendal,
eins og hann hét þá í daglegu tali
Eyjabúa, nálgaðist tvítugsaldurinn,
blik
19