Blik - 01.06.1969, Blaðsíða 27
loknum settist hann aS í tjaldinu.
Þetta endurtók sig flesta daga að und-
anteknum einum degi. Þá var mjög
slæmt veður. Þann dag sat hann við
skriftir í stofunni.
Ogmundur var leiðsögumaður vís-
indamannsins í rannsóknarferðunum.
Hann var þá stundum dálítið þreytu-
legur, þegar þeir komu aftur til baka.
Hann var ekki eins léttur í spori eins
og ferðafélagi hans, sem ekki virtist
taka nærri sér að ganga svo langa
og brattgengna leið. Þetta var líka
um hásumarið og hlýtt í veðri.
Eitt sinn spurði faðir minn Doktor
Helga, hvers vegna hann tæki alltaf
Ögmund með sér í björtu og ein-
sýnu veðri. Hann fékk ágæta skýr-
ingu á því: Doktorinn kvaðst geta
misstigið sig eða slasast á annan hátt,
og hvernig væri hann þá staddur
einn uppi í óbyggðum og enginn vissi
nákvæmlega, hvar hann væri að
finna. Auk þess gæti skyndilega skoll-
ið yfir myrk þoka fyrirvaralaust, án
þess að hann sjálfur veitti því at-
hygli með hugann við störf sín, þá
væri hreint ekki víst, að hann rataði
á réttu leiðina heim. Þetta fannst föð-
ur mínum snjöll ályktun.
Auðsjáanlega bar Ógmundur mikla
virðingu fyrir Doktor Helga og taldi
hann merkan vísindamann og jarð-
fræðing og langt á undan samtíð
sinni, — líka á ýmsum öðrum svið-
um. Hann lýsti Doktornum sem al-
veg óvenjulega ómannblendnum
manni; ekki væri hann stoltur, eins
og ýmsir álitu, heldur væri þetta með-
fædd skapgerð hans.
Það kom í ljós á ýmsa lund, og
einnig það, að fátt í hinu daglega lífi
okkar fór fram hjá honum.
Doktor Helgi hafði mj ög lítið sam-
an við heimilisfólkið að sælda. Hann
talaði einna helzt við föður minn.
Töluverður viðburður þótti það á
heimilinu, ef hann ávarpaði þar aðra
en föður minn eða móður mína.
Þetta var um sláttinn, og fólkið
borðaði á öðrum matmálstíma en
gestirnir. Og á kvöldin var hann far-
inn í tjaldið á túninu, þegar engja-
fólkið kom heim.
Móðir mín fékk aðstoð við heim-
ilisstörfin, eftir að sláttur hófst. Tvær
unglingsstúlkur unnu heima við
fram eftir deginum, en sinn daginn
hvor. Rétt þótti að skipta vinnunni
þannig milli þeirra.
Guðríður Þórcddsdóttir var elzt
okkar systkinanna. Hún var einka-
dóttir móður minnar af fyrra hjóna-
bandi hennar og talin með fullorðna
fólkinu.
Ég segi hér rétt til gamans frá at-
viki, sem þó er í raun og veru ekki í
frásögu færandi, en lýsir á sinn hátt
Doktor Helga Péturssyni.
Þannig hagaði til í bænum, að löng
göng lágu milli stofunnar og búrsins,
og allur matur var geymdur í búrinu
og tilreiddur þar. Það var því eril-
samt og seinlegt verk að leggja á
gestaborðið í stofunni. En það var
m. a. eitt af störfum stúlknanna að
aðstoða móður mína við það verk.
okkar að bera fram matinn, þegar
Að þessu sinni var Guðríður systir
Doktor Helgi segir alúðlega: „Mikið
BLIK
25