Blik - 01.06.1969, Blaðsíða 185
víðs fjarri, taldi hana í alla staði
mikla meinloku og kommúnistiskan
heilaspuna „barnafræðarans".1 Eg
undraðist það ekkert, eins og á stóð
og allt var í pottinn búið.
Þó var þessi „meinloka“ mín ekki
stærsta syndin mín á þessum fundi.
Ég lét nokkur hlýleg orð falla um
samvinnuhreyfinguna og nauðsyn
þess, að sjómenn og verkafólk um
land allt stæði saman, tæki höndum
saman til eflingar verzlunarsamtök-
um almennings í landinu og um leið
til styrktar sínum eigin hagsmunum.
Þá gat ég þess, að ekki mundi það
skaða útgerðarmennina að nota sam-
vinnusamtökin útgerð sinni og at-
vinnurekstri til eflingar, vaxtar og
viðgangs.
Þegar hér var komið ræðu minni,
var tekið til að æpa í fundarsalnum.
Síðan stappaði meiri hluti „þing-
heims“, svo að glumdi í, því að þar
var þá timburgólf. Hávaðinn var óg-
urlegur. Minnisstæðastur er mér þó
gamall, kunnur alskeggur, sem sat á
fremsta bekk í húsinu, rétt við fætur
mér, þar sem ég stóð á gólfinu. Hann
stappaði ákaft og skalf og nötraði nú
meir en venjulega, enda þótt hann
skylfi jafnan mikið sökum einhverr-
ar bilunar, sem átti sér stað í útey,
er hann var þar við fuglaveiðar.
Eg stóð þarna á gólfinu fyrir fram-
an stappendurna, auðvitað ánalegur,
og beið eftir að stappinu linnti og
1 Mætti ég spyrja nú eftir 40 ár: Hvað
hefur orðið uppi á teningnum? Hvað er
Sölusamband frystihúsanna? Hvert er meg-
mhlutverk síldarútvegsnefndar?
brigzlyrðin í minn garð tækju enda,
því að ekkert hafði ég gert þessu
fólki nema láta í ljós fjarstæðukennd-
ar hugsanir af þess sjónarhóli séð,
gagnstæðar uppeldi þess og kenn-
ingum valdhafa bæjarfélagsins, kon-
súlanna og stærstu kaupmannanna í
bænum fyrst og fremst. Oðrum þræði
hafði ég ánægju af þessu fyrirbrigði.
Hugurinn hvarflaði til ótaminna
unglinga, skólanemenda, með lifrar-
dollur milli handanna.
Loks komst kyrrð á aftur í salnum,
og ég fékk að ljúka máli mínu.
Var þá samvinnuhreyfingin þessi
óskaplegi þyrnir í augum þessa fólks?
Það vissi ég ekki fyrr. Þó starfræktu
verkamenn hér Kaupfélagið Dríf-
anda. Og útgerðarmenn ráku hér
tvö kaupfélög sér til hagsbóta, að
þeir töldu: Kaupfélagið Fram og
Kaupfélagið Bjarma. Hvernig stóð
þá á öllum þessum æsingi?
„Klappliðið, maður, klappliðið,
klapplið konsúlanna, maður," sagði
léttur Eyjabúi, fæddur í Litlabæ í
Eyjum, seinna í eyru mér, er við
ræddum þetta fyrirbrigði á fundin-
um. „Og svo stappliðið, maður,stapp-
liðið, þegar þess þarf með.“
Jæja þá, svo að þeir áttu klapplið
líka! Og svo létu þeir það stappa,
þegar það átti við. Bara hringið, og
svo kemur það! Gefið merki, víst
merki, og þá var stappað! Vel upp
alinn og vel taminn lýður! Lfppeldis-
hættir undirpallamenningarinnar í
kaupstaðnum!
Þingmaðurinn tók næst til máls.
Megin uppistöður í ræðu hans voru
BI.IK
183