Blik - 01.06.1969, Blaðsíða 211
Aðeins þetta eina: Ég var öruggur,
var viss, stóð bjargfastur í trúnni á
málstað minn og sigur.
Eg kvaddi þessa blessaða konu án
allra orða. Mér var varnað máls. Það
hefur hún víst fyrirgefið mér, því að
hún sá, hvað mér leið.
Nokkrum dögum síðar fór ég til
Reykjavíkur til þess að kræla mér út
sementsleyfi. Timbur hafði ég yfir-
fljótanlegt frá timburkaupmannin-
um. í Reykjavík gekk ég á milli ráð-
andi áhrifamanna næstu 5 dagana án
alls árangurs. Þeir svöruðu úr og í,
gáfu loðin svör og lítilvæg. Allt vald-
ið var hjá guðfræðiprófessornum,
sögðu þeir.
Við, sem komið höfum í snertingu
við uppeldisstörf, vitum það, að
drengir á gelgjuskeiðinu og eldri
veita æði oft beizkju sinni og hug-
arstríði útrás með strákapörum og
óknyttum. Einhverjar svipaðar
gelgjuskeiðskenndir leituðu nú á
huga minn í beizkju minni og hugar-
stríði, þó að ég væri nær fimmtugu.
Mig langaði til að sprella svolítið,
áður en ég héldi heim, eftir þessa 5
daga píslargöngu.
Jóhann Þ. Jósefsson, þingmaður
kjördæmisins, var nú fjármálaráð-
herra. Ég vissi, að hann hafði á yngri
árum sínum í fæðingarbyggð sinni
leikið minni hlutverk í leikritum,
sem sýnd voru í hinu sérlega og
gamla leikhúsi Eyjamanna, Kumb-
alda, fisk- og saltgeymsluhúsi dönsku
einokunarverzlunarinnar. Ég hafði
líka einu sinni leikið Sigurð bónda
í Hlíð í Manni og konu og tekizt
miður vel, að mér fannst sjálfum. Þó
vildi ég nú reyna annað hlutverk.
Mér var þá um það kunnugt, að
kirkjubækur sögðu mig bróðurson
Kristjáns Þorgrímssonar, hins kunna
og snjalla leikara í Reykjavík á sinni
tíð, þó að ég hafi lengi verið sann-
færður um, að fruman var af öðrum
rótum runnin, var úr annarri skjóðu.
Vissulega hafa oft íslenzkir öldung-
ar veitt prestum sínum drengilega
og nauðsynlega hjálp til þess að
bjarga æru og hjónabandi. En þetta
er allt önnur saga. Aðeins smálegur
útúrdúr. En leika vildi ég samt.
Ég lagði leið mína í fjármálaráðu-
neytið til þess að leika einskonar for-
spil að apaspili því, sem nú var að
hefjast fyrir atbeina prófessorsins
og að undirlagi andspyrnunnar í
Vestmannaeyjum. Þingmaðurinn
sjálfur skyldi nú verða dálítill þátt-
takandi í forspili apaspilsins fyrir
opnum tjöldum.
Á leiðinni í fjármálaráðuneytið
sótti illa á mig málsgreinin, sem
kunn var innan lítils hrings valda-
manna í Eyjum: „Fyrst þið þykizt
hafa efni á að byggja svo alóþarfa
byggingu eins og gagnfræðaskóla-
byggingin er, sé ég enga ástæðu til
að leggja mig fram um fjáröflun
til . .
Ráðherrann var við látinn og sam-
leikurinn hófst. Ég mæltist til þess
með mínum fegurstu og blíðustu orð-
um, að hann sem áhrifaríkur þing-
maður Vestmannaeyja og mikilsmet-
inn ráðherra (ó, mikið er nú lofið
sætt og sefjandi!) beitti sér fyrir
BLIK 14
209