Blik - 01.06.1969, Blaðsíða 123
aS sjá, t. d. þegar sjómennirnir voru
að seila fiskinn úr skipunum. Stund-
um unnu 12 sjómenn við aS seila úr
einu skipi. En hvaS þeir óSu djúpt
viS skipin, alveg upp í mitti! Og svo,
hvernig þeir bökuSu skipin viS setn-
ingu! Sjá allt kvenfólkiS um allar
klappir og stíga viS aS draga fiskinn
„úr Sandi“ upp aS króm. Hver þeirra
dró tvo fiska í hvorri hendi á þar til
gerSum krókum. — Já, þarna var
líf og fjör og gaman aS vera, -— já,
ólíkt skemmtilegra en aS vera heima
undir strangri stjórn, —- stundum
„fyrir rétti“, þegar eitthvaS var aS-
hafzt, sem eldra fólkinu líkaSi ekki.
„Gengið með skipum"
Svo kemur að því, að þessum þrótl-
mikla unglingi halda engin heimilis-
b 'ónd. Hann sœkir ákaft sjóinn. A 13.
árinu fœr hann leyfi foreldra sinna
til að snuðra eftir skiprúmimeð fœris-
stújinn sinn á svalkaldri vetrarver-
tíðinni. Skinnklœðin fóru lionum
illa, því að þau voru alltof stór. Hver
lagði í það að sauma hœfilega stór
skinnklœði á ungling? Það var alltof
mikil vinrut, því að þau entust svo
stutt vegna þess að unglingurinn óx
brátt upp úr þeim. Þannig varð það
verk að nokkru unnið fyrir gýg. Þess
vegna varð hann að notast við skinn-
klœði af fullvöxnum sjómanni. En
hvað um það? Unglingurinn fann
vissulega til sín, þegar hann gekk til
skips eins og jullgildur háseti, þó að
hann vœri aðeins hálfdrœttingur,
fengi aðeins helming þess, sem hann
dró á fœrismyndina, og sakkan var
Magnús Guðmundsson.
aðeins af hálfri stœrð og þyngd við
þœr, sem liinir fullgildu notuðu.
Þannig liSu árin til vertíSarinn-
ar 1884. Þá var ég kominn á 13. ár-
iS og var látinn „ganga meS skipum“,
— þ. e.: biSja þennan eSa hinn aS
lofa mér aS róa. Þessa vertíS fór ég
17 sinnum á sjó og fékk í hálfdrættiS
86 þorska og 18 ýsur.
Fyrsti fiskurinn, sem ég dró, var
stór þorskur. Hann var kallaSur
„maríufiskur“, og var hann víst alltaf
gefinn einhverjum bágstöddum.
Þennan fisk minn var ég látinn gefa
aldraSri einsetukonu. BaS hún guS
aS vera meS mér og sagSist vona, aS
ég yrSi gæfumaSur á sjónum.
Einn morgun þessa vertíS baS ég
alla þá formenn, er ég náSi til, aS
lofa mér aS róa, en enginn kvaSst
geta þaS. Rölti ég þá heim grátandi
blik
121