Blik - 01.06.1969, Blaðsíða 146
svo, þar til veður færu að stillast
eða fram í aprílmánuð.
Veiðarnar hefjast
Línan ryður sér til rúms. Sultar-
vofan flýr loks frá dyrum Eyjabúa.
Laugardagurinn 10. apríl 1897 er
einn allra merkasti dagur í sögu
Vestmannaeyja. Fiskur á óðrum
hvorum krók til jafnaðar.
Vertíðina 1897 hófum við róðra 4.
marz. Janúar og febrúar voru þá með
fádæmum stormasamir.
Þessa vertíð notuðum við handfæri
til 10. apríl, og alltaf hékk lóðin ónot-
uð inni í húsi.
Dagana 7. og 8. apríl leituðum við
víða fisks, en fengum aðeins einn í
hlut. — Ordeyða. Við fengum þá ekki
svo mikið sem beitu á lóðina.
Þann 9. apríl réri smáfleyta inn á
Fiúðir og hlóð þar, — aðallega af
þorski. Eg keypti öll hrognin úr afl-
anum, en þau nægðu ekki á helming
lóðarinnar, svo að ég fékk mér keilu
og smáfisk í viðbót. Þannig tókst okk-
ur að egna þessa 1600 króka, sem við
vildum róa með.
Arla morguns hinn 10. apríl byrj-
uðum við að beita línuna. Kl. 10 f. h.
sama dag lögðum við frá landi í
fyrsta línuróðurinn.
Blíðuveður var um láð og lög, og
við byrjuðum að leggja nokkuð langt
austur af Réttarklakk. Þar lögðum
við alla lóðina beint í austur.
Þegar við höfðum lokið við að
leggja, tók að vinda af austri. Svo
að við héldum okkur við ytra enda-
bólið og fórum ekki á milli, eins og
það var kallað á Austfjörðum.
Þegar línan hafði legið í einn tíma,
fórum við að draga.
Endafærið eða stjórinn virtist fast
í hrauni, og svo illa, að við slitum
bólfærið eftir lítinn tíma. Við rérum
nú í næsta ból. Á milli bóla voru tvö
bjóð eða 400 önglar. Það bólfæri
reyndist einnig fast í hrauni. Þá leið
mér ekki vel, -—- og var mér satt að
segja ekki farið að lítast á blikuna.
Byrjunin var ekki sigurvænleg.
Allt í einu losnaði færið. Auð-
fundið var, að stjórinn var með. Þeg-
ar stjórinn kom upp að borðinu,
reyndust aðeins fyrir þrír krókar af
austur-álmu línunnar við stjórann.
þar með var ^4 af lóðinni tapaður.
En vesturhluti lóðarinnar var heill,
og við grilltum 10 úti þegar stjórinn
kom upp, ekki háfa, heldur stóra og
fallega þorska. Þegar við höfðum
innbyrt þá, sáust enn margir. Við
drógum nú línuna viðstöðulaust til
enda.
Á þessa 1200 öngla fengum við
21 þorsk í hlut og 2 ýsur. Skipt var
í 24 hluti. Með 400 krókana, sem við
misstum, höfðum við lent austur í
hið stórgerða hraun, sem er norður af
Dýpri-Mannklakknum.
Það var kominn austan stormur,
þegar við vorum búnir að draga. Vel
lá á strákunum, þegar við höfðum
seglbúið og Ingólfur öslaði heim á
leið með þennan góða afla. Byrjunin
spáði góðu og strákarnir sungu og
gerðu að gamni sínu.
Nú fengum við nóg af hrognum í
144
BLIK