Blik - 01.06.1969, Blaðsíða 26
vatnsþétt. I koffortunum voru geynul
vísindatæki, bækur og ritgerðir Dokt-
ors Helga Péturssonar.
Strax fyrsta kvöldið bað Doktor-
inn föður minn um tjaldstæði á tún-
inu í námunda við bæinn, og var
það auðsótt mál. Síðan gekk hinn
hálærði maður um nágrennið út frá
bænum og fann sér loks stað, sem
hann var ánægður með. Hann reisti
tjald sitt á sléttum fleti í svokölluð-
um Svírabrókum. Það var á þeim
stað í túninu, sem lengst var frá bæn-
um. Þarna var svo kyrrlátt, að ekk-
ert truflaði einveruna nema mildur
niður frá Ljósá, sem rann fáa faðma
frá tjaldstaðnum.
Doktor Helgi þjáðist mjög af
svefnleysi. Einkum átti bann erfitt
með að festa svefn á kvöldin.
Ogmundur mæltist til þess við for-
eldra mína, að við systkinin hefðum
hljótt um okkur, svo að enginn háv-
aði bærist að tjaldinu á kvöldin. For-
eldrar mínir grennsluðust eftir því
bjá fylgdarmanninum, af bverju
svefnleysið kynni að stafa. Hann
hafði ekki hugmynd um það; Dokt-
or Helgi hafði aldrei minnzt á það
við hann.
Túnasláttur hófst venjulega í 14.
viku sumars, og svo var einnig að
þessu sinni. Þá var gott veður og
ágæt heyskapartíð. Grasið var þurrt
í rót, og sláttumennirnir fóru snemma
til vinnu sinnar eða um 6-leytið á
morgnana, sem sé áður en nætur-
döggin þornaði af grasinu. Þá urðu
þeir varir við Doktar Helga. Hann
var þá þegar kominn á fætur.
Þegar veður var gott og sólríkt,
fór hann í bað í Ljósá. Hún er köld
og svöl bergvatnsá, sprottin upp í
Syðstu-Merkurfjalli, dágóða bæjar-
leið frá tjaldstaðnum. Þetta þótti bera
vott um harðfengi hans gagnvart
sjálfum sér, en hann var íþróttamað-
ur á yngri árum sínum, eða svo var
okkur tjáð. Venjulega fór hann til
að drekka morgunkaffið,þegar engja-
fólkið var komið til vinnu sinnar.
Eftir það fór hann í stutta ferð um
nágrennið í rannsóknarskyni.
Morgunverður var snæddur eftir
klukkan 10. Að því búnu var lagt af
stað í jökul- eða jarðfræðileiðangur-
inn.
Ogmundur fylgdarmaður bar far-
angurinn í vatnsþéttri tösku úr grófu
hvítu boldangi. Hún var létt og fyr-
irferðarlítil. Hann bar hana á ann-
arri öxlinni í bak og fyrir. I henni
voru aðeins ritföng og vísindatæki.
Móðir mín bauð þeim að hafa
með sér dálítið nesti í ferðalagið, en
það afþökkuðu þeir. En súkkulaði
höfðu þeir með sér, — annað ekki.
Þeir komu venjulega heim aftur
urn 5-leytið. Þó var það dálítið upp
og niður eftir hentugleikum þeirra.
Þegar þeir komu aftur heim í Ey-
vindarholt, snæddu þeir aðalmáltíð
dagsins, heitan mat. Að því búnu
settist Doktor Helgi við skriftir. Það
var í þeirri stofunni, sem meir var
ætluð gestum og þeir félagar höfðu
út af fyrir sig. Doktorinn vann þá
úr verkefnum dagsins, að því er ætl-
að var. Síðan var hann heima við
fram að kvöldverði. En að honum
24
BLIK