Blik - 01.06.1969, Blaðsíða 103
skildu eftir dýpri og varanlegri áhrif
en flest annað, sem hann heyrði rætt
um á hinu friðsæla og mennilega
bernsku- og æskuheimili sínu, Vest-
urhúsaheimilinu.
Þegar barnaskóli hreppsins hafði
verið starfræktur í tvö ár, varð Magn-
úr Guðmundsson „skólaskyldur“,
það er að segja: Hann hafði þá ald-
ur (1882) til að setjast þar á skóla-
bekkinn, ef efni væru til að greiða
skólagjaldið. Þar réðu hneigðir hans
sjálfs til náms og svo efnahagur for-
eldranna. I þessum barnaskóla í
„Nöjsomhed“ námu aðeins þau börn,
sem foreldrarnir höfðu efni á að
greiða skólagjaldið fyrir. Skóla-
skylda var þá sem sé engin í landinu.
Sökum hinnar almennu fátæktar
urðu þá mörg börn í Eyjum að fara
á mis við alla skólafræðslu, vera án
allrar skólagöngu. Heima hjá sér
lærðu þau flest lestur, og sum nutu
kennslu í skrift og reikningi.
Hjónin á Vesturhúsum, Guðrún og
Guðmundur, höfðu vissulega næg
efni til þess að kosta Magnús son
sinn í skólann, og það gjörðu þau
líka. Hann hóf þar nám haustið 1882.
Það var þriðja starfsár hins fasta
barnaskóla í Vestmannaeyjum. Börn-
in voru alls 23 á aldrinum 9—17 ára
og öll í einum og sama bekknum,
sömu deildinni.
Sumir skólabræður Magnúsar
Guðmundssonar frá þessum fyrsta
vetri hans í barnaskóla og þrem næstu
urðu nafnkunnir menn í sögu byggð-
arlagsins eins og hann. Má þar nefna
Jes A. Gíslason í Hlíðarhúsi og Frið-
rik bróður hans; Guðjón Eyjólfsson
síðar bónda á Kirkjubæ; Guðlaug
Jóhann Jónsson, síðar bónda og út-
gerðarmann í Gerði; Jón Pétursson
bónda og snillingssmið í Þórlaugar-
gerði; Jón Jónsson, síðar kenndur
við Brautarholt í Eyjum (Landagötu
3); Kristján Ingimundarson frá Gjá-
bakka, síðar kenndur við Klöpp við
Strandveg, formaður mikill á opnum
skipum og sérlega farsæll maður í
skipstjórnarstarfi sínu; Vigfús Jóns-
son frá Túni, síðar kenndur við Holt
við Ásaveg, síðar farsæll útgerðar-
maður í byggð sinni og sjómaður.
Annað jjrestsefni en Jes A. Gíslason
var þar einnig í bekk með Magnúsi
Guðmundssyni, Jón Þorsteinsson hér-
aðslæknis Jónssonar í Landlyst. Síð-
ast en ekki sízt skal svo geta skóla-
systur Magnúsar, Jóhönnu Lárusdótt-
ur frá Búastöðum, dóttur Lárusar
hreppstjóra og bónda Jónssonar þar
og konu hans, Kristínar Gísladóttur.
Barnaskóli Vestmannaeyja var þá
starfandi aðeins 5 mánuði ársins eða
fram að vertíðarönnunum mestu.
Megin síðari hluta dagsins, eftir að
vertíð hófst og barnaskólanum ekki
slitið, og svo alla aðra daga vertíðar-
innar, þegar gaf á sjó, var Magnús
litli á Vesturhúsum snuðrandi niður
í Sandi eða Læknum þar sem skipin
voru sett á land, aflanum skipt og
hann dreginn úr Sandi til aðgerðar.
Það verk inntu af hendi eiginkonur
tómthúsmanna, sem flestir voru há-
setar, og vinnukonur bændanna, sem
flestir voru jafnframt útgerðarmenn-
irnir.
BLik
101