Blik - 01.06.1969, Blaðsíða 349
X. Bjarnahraunssandur
og slysið þar 1920
Nokkru eftir slysið mikla og mann-
skaðann 9. marz 1573 virðist útgerð
leggjast með öllu niður frá Hálsa-
höfn. Talið er víst, að útvegur Norð-
lendinga hafi með öllu lagzt þá niður
í Suðursveit.
En byggðamenn, Suðursveitungar,
héldu áfram að sækja sjóinn og afla
matfanga á vetrarvertíðum, þegar
fiskur gekk svo að segja upp í land-
steinana þar austur með ströndinni.
Þó virðist svo, að þeir hafi hætt að
nota Hálsahöfn um þessar mundir og
tekið að lenda nokkru vestar við
sandinn,þar sem heitirBjarnahrauns-
sandur. Kippkorn austan við lend-
inguna er grjótholt, sem heitir
Bjarnahraun, líklega kennt við
Bjarna formann, sem bjargaðist und-
an rauðkembingnum 9. marz 1573.
Bjarnahraunssandur er sem næst í
hásuður frá Kálfafellsstað.
Við Bjarnahraunssand mun hafa
reynzt minna útgrynni en við Hálsa-
ósinn. Vissa er fyrir því, að Suður-
sveitungar stunduðu sjó frá Bjarna-
hraunssandi alla tíma frá síðari hluta
16. aldar fram undir miðbik þessarar
aldar eða til ársins 1940, eða um 370
ára bil. Þar hafði oft borizt mikill
afli á land eftir aðstæðum og oft tví-
og þríróið, þegar fiskur var nægur
og veður og sjór hömluðu ekki út-
ræði. Aflinn var þorskur næstum
einvörðungu, og var hann ýmist salt-
aður á seinni tímum eða hertur, þeg-
ar aðgerð lauk heima á bæjunum,
en aflinn var allur fluttur heim á
baki „þarfasta þjónsins". Það mun
um langt skeið hafa verið venja, að
einn maður var hafður í landi til
þess að gæta hesta allra hinna, svo
að þeir væru vísir, er skipshafnirnar
lentu. Væri aflinn meiri en svo, að
hann yrði fluttur heim á þeim hest-
um, sem tiltækilegir voru þar við
lendinguna, var umframaflinn sóttur
í vör daginn eftir. Víst er um það,
að útræði Suðursveitunga frá Bjarna-
hraunssandi var þeim mikil búbót
og hélt oft sultarvofunni frá bæjar-
dyrum þeirra, — nauðsynlegur bú-
hnykkur hvert ár. Ella er vafasamt,
að byggð hefði haldizt þar um slóðir.
Svo gildur þáttur var útvegur þeirra
í lífi og starfi sökum matfangabirgð-
anna, sem þeim safnaðist á vertíðum,
og hindraði sult í búi þeirra, þegar
á vetur leið.
Oftast hófst vertíð Suðursveitunga
með góu, og var svo haldið út fram
á vormánuði eftir því sem fiskur gekk
og veður og sjólag leyfði.
Ekki varð það heiglum hent að
stunda sjóinn frá Bjarnahraunssandi
fremur en öðrum hafnlausum sand-
vörum Suðurstrandarinnar. Ætti það
að takast slysalaust, þurfti glöggsýna
formenn á veður og sjó. Á svip-
stundu gat hleypt upp sjó, svo að ó-
lendandi yrði við Sandinn eða lífs-
háski að reyna það. Hvert varð þá
flúið? Hvar var lífhöfnin þeirra Suð-
ursveitunganna? Hvergi. Hér var
engin höfn í nánd, sem flúið varð
til, ef á brysti, eins og t. d. Vest-
mannaeyjahöfn Landeyingum og
Fjallamönnum.
BLIK
347