Blik - 01.06.1969, Blaðsíða 93
síns og mormónasafnaðarins í Utah.
Þórarinn Hafliðason drukknaði í
fiskiróðri vestur af Yestmannaeyj-
um árið 1852. Sóknarprestinum í
Eyj um létti stórlega!
Tvær dætur þeirra hjóna, Hafliða
og Höllu hétu báðar Margrétarnafn-
inu, og voru fimm aldursár á milli
jjeirra. Sú eldri var fædd 1830. Hún
ein kemur hér við sögu.
Þegar leið á sumarið 1851 var
Margrét eldri Hafliðadóttir, heima-
sæta í Berjanesi, tekin að gildna und-
ir svuntustrengnum sínum, svo að
umtal olli í sveitinni. Ýmsir jjóttust
vita með vissu, að Þórarinn Jónsson
á hinum hænum væri valdur að gild-
leika þessum hjá heimasætunni. Ein-
hver orðrómur hafði komizt á kreik
um samdrátt þeirra Þórarins og Mar-
grétar, þótt lágt færi, enda hæg
heimatökin þar í sambýlinu.
Daginn eftir Eligíusarmessu eða 2.
desember (1851) fæddi Margrét
heimasæta efnilegt sveinbarn. Mar-
grét Ijósmóðir Jónsdóttir, húsfreyja
í Steinum, kona Helga bónda Guð-
mundssonar þar, annaðist Ijósmóður-
störfin við fæðinguna, og var hún
síðan eitt af guðfeðginunum við
skírnarathöfnina, eins og venja var
á þeim tímum. Hin guðfeðginin voru
Hafliði bóndi, faðir móðurinnar, og
Sigurður hóndi Gíslason, ömmumað-
ur Þórarins Jónssonar, föður barns-
ins.
Allt virtist með felldu um ástarsam-
band foreldranna ungu, þó að leitt
þætti að fá orðin „fyrsta lausaleiks-
hrot“ skráð í kirkjubókina hjá sókn-
arprestinum, en jjar gerði hann að-
eins skyldu sína samkv. löglegum
boðum og ákvæðum.
Sveinninn ungi í Berjanesi undir
Eyjafjöllum hlaut nafnið Guðmund-
ur, — Guðmundur Þórarinsson, síð-
ar bóndi á Vesturhúsum í Vestmanna-
eyjum um tugi ára.
Brátt eftir fæðingu sveinsins slitn-
aði upp úr ástarsambandi foreldr-
anna. Margrét Hafliðadóttir eldri í
Berjanesi giftist aldrei. Næstu 20 ár-
in var hún vinnukona á ýmsum hæj-
um undir Eyjafjöllum með drenginn
sinn með sér á framfæri sínu.
Árið 1872 fluttist Margrét Haf-
liðadóttir til Vestmannaeyja í hornið
til Guðmundar sonar síns, sem þá var
orðinn bóndi á Vesturhúsum. Kom-
um við að þeim báðum síðar þar í
frásögu þessari.
Með skipi Fjallamanna til Eyja 1.
júlí 1867 fékk að fljóta unglingspilt-
ur frá Steinum undir Eyjafjöllum,
— Guðmundur sonur Margrétar Haf-
liðadóttur vinnukonu þar í hverfinu.
Guðmundur Þórarinsson var ráð-
inn vinnumaður til hjónanna á
Kirkjubæ, Sveins bónda Sveinssonar
og Helgu Þorláksdóttur.
Ýmis erindi þurfti piltur þessi að
reka við verzlanir í Eyjum, meðan
Fjallaskipið stóð þar við þennan dag.
Meðferðis hafði hann t. d. tvö bréf.
Þeim þurfti hann að koma til skila.
Annað þeirra a. m. k. var þess efnis,
að hann þurfti að snúast í að taka
út vörur samkvæmt því og koma þeim
til skips. Það bréf var frá Einari
hreppstjóra Jóhannssyni, bónda í
blik
91