Gisp! - 12.03.2005, Side 102

Gisp! - 12.03.2005, Side 102
| annski er Art Spiegelman orðinn þekktari í dag sem höfundur r myndasögunnar In the Shadow \ of No Towers, en sú olli nokkrum titringi vestanhafs. Hinsvegar er Spiegelman ekki mjög þekktur af ritstjórnarstörfum sínum, þrátt fyrir að þau hafi verið margvísleg og merkileg, en fyrir utan að ritstýra myndasögutíma- ritinu Raw í félagi við konu sína Francoise Mouly þá hefur Spiegelman staðið fyrir myndasöguaðlögun á skáldsögu Paul Auster, City of Glass, en það voru þeir Paul Karasik og David Mazzucchelli (1994) sem tóku verkið að sér með slíkum glæsiárangri að ég trúi ekki öðru en að fleiri fylgi, enda átti þetta að vera upphafið að syrpu. Síðast en ekki síst hafa þau hjónin ritstýrt myndasögusafnritum fyrir börn, eins og til dæmis hinu frábæra safnriti Strange Stories for Strange Kids (2001), en það þarf stundum að minna á að myndasögur eru líka fyrir börn. Þetta ritstjórnarstarf Spiegelmans er mjög mikilvægt, en vill oft gleymast. Enn aðrir þekkja síðan Spiegelman fyrst og fremst fyrir forsíðurnar á The New Yorker sem hann hefur teiknað um árabil. Og þar erum við aftur komin að listinni, "art’. Því þó vissulega megi segja að myndasögur hans og ritstjórnarverkefni halli sér yfir listalínuna, þá eru þau ekki beint með annan fótinn fyrir innan hana, eins ogforsíðurnar hljóta að vera. Þar birtist okkur myndasöguhöfundurinn sem teiknari, listamaður. Ekki lengur þó, því í kjölfar þess sjálfs-uppgjörs sem Spiegelman virðist hafa gengið í gegnum í kjölfar árásanna á New York 11. september 2001 sagði hann upp hjá blaðinu og stefnir nú að því að helga sig myndasögunni á ný. Reyndar hefur Spiegelman, eins og fleiri myndasöguhöfundar, sinnt myndlýsingum nokkuð. Eftirminnileg er útgáfa hans frá 1994 af Ijóði Joseph Moncure March, “The Wild Party” sem birtist upphaflega 1928 og segir söguna af þeim Queenie og Burrs, sem eru bæði skemmtikraftar í klúbbum. Þau lifa hátt og eitt kvöldið í kjölfar mikils rifrildis bjóða þau vinum sínum og samstarfsfólki til gleðskapar. Ljóðið gerist á jazztímanum og er meinhæðin lýsing á hinu Ijúfa lífi þriðja áratugarins, sem þótti nokkuð rokgjarn. Ogjazzinn er ekki aðeins efni Ijóðsins, heldur nær hann yfir stílinn líka, því Ijóðið er ákaflega taktfast, með ríkri hrynjandi og minnir um margt á sönglagatexta. Allt þetta gerir Ijóðið einnig einstaklega myndrænt, að því leyti sem knappar, taktfastar línur rissa upp á svipstundu skýrar og smartar myndir, og Spiegelman nýtir sér þetta til hins ýtrasta. Annarsvegar er myndmálið greinilegur innblástur fyrir myndirnar og hinsvegar hefur teiknarinn einnig vit á því hvenær þessar myndir geta staðið einar. Myndskreyting hans gefur þessu merkilega Ijóði alveg nýtt líf, kveikir í því og brennir í huga lesandans. Spiegelman nær tóni og efni Ijóðsins ótrúlega vel í teikningum sem eru bæði I anda tímabilsins og nútímalegar. Það er athyglisvert að bera kraftmikinn stíl þessara expressionísku teikninga saman við látleysið í þekktustu sögu Spiegelmans. Mauser í raun risi myndasagnanna, myndasagan sem allir hafa heyrt um, bókin sem markar ákveðin kaflaskil í sögu myndasögunnar. Þetta er auðvitað skemmtilega þversagnakennt, svona miðað við titilinn. Maus er mús á þýsku, en mýsnar sem um ræðir eru gyðingar á tímum helfararinnar. Enn býr í þessu þversögn - eins og margir hafa bent á - því helförin er ekki beint það fyrsta sem fólki dettur í hug þegar myndasögur (skrípó, e. comics) er nefnt. Þegar fyrri hluti Maus kom út árið 1986 var myndaskáldsaga tiltölulega óþekkt fyrirbæri - 1978 hafði Will Eisner sent frá sér söguna A Contract With God, og eitthvað fleira hafði birst, en ekkert af því varð viðlíka þekkt og Maus. Síðari hluti sögunnar birtist svo átta árum síðar, 1991 (sagan birtist í köflum í Rawfrá 1980) og þegar bækurnartvær voru íTreepomX jvsr amother WOM> ToR Hornita&n «> i-ose.... i -mousHt i'p iose wivufe oh íói ... I LOS-Í My MIW SOOH APnER.dHP U5ST MY LAST SP6CK Of F»1TH IH rue US A whoí ws cawu- took oyes-i ouess -mis KenLuí is thc lahp o' th' frcé/ SOLOSEOHT CisARetre, niSeREAiiT! endurútgefnar sem ein árið 1992, var farið að föndra við Pulitzer-verðlaunin. Annað sem skiptir miklu máli fyrir útbreiðslu bókarinnar er að hún var fyrsta myndasagan sem hægtvarað kaupa í almennum bókaverslunum og markaði tímamót að því leyti. Skyndilega blasti myndasaga við hinum almenna lesanda, sem aldrei hefur komið inn í myndasögu- verslun. En Wat/serekki bara myndaskáldsaga, hún er líka myndasjálfsævisaga, eða eitthvað sem stendur þarna mitt á milli. Enn var það nokkuð sem þótti óvenjulegt - þó ævisöguleg skrif hefðu verið stunduð innan neðanjarðarmynda-sögunnar, voru þau ekki almennt þekkt utan þröngs hóps. Þessi leikur með skilin á milli skáldverks og æviskrifa er mjög áhugavert sem bókmenntaform og með því að yfirfæra þann leik í form myndasögunnar skapast enn fleiri tækifæri til margradda úrvinnslu. I stuttu máli sagt segir Maus frá því að sonur hjóna sem lifðu helförina af er að reyna að segja sögu þeirra og í leiðinni að skilja föður sinn og auðvitað sjálfan sig betur. Þannig er sagan alltaf tvöföld ævisaga, saga Artie, sonarins, og saga Vladek og Önju, foreldranna. Þriðja sagan er svo sagan um söguna, sagan af því hvernig Artie er að berjast við að skrifa og teikna þessa myndasögu, færa hana í form, ná á henni einhverju taki. Sem slík er Maus því án efa ‘artí’, að því leyti að sem bókmenntaverk er sagan vel unnin og átakamikil (þetta er þó ekki einí mælikvarðínn á hvað er ‘artí') og auðvelt að setja hana á stall með fagurbókmenntum af myndlausu tagi, enda hefur hún notið hylli bókmenntafræðinga. Lftum nánar á Maus. DÝRABÆR Margir hafa líkt Maus við Animal Farm Georges Orwells, og bent á að í báðum tilvikum er verið að tákngera og manngera dýr; dýrin eru notuð sem táknmyndir fyrir mennska eiginleika. Vissulega er heilmikið til í slíkum samanburði, en þó má ekki gleyma að Maus er myndasaga og því verður einnig að skoða hana í því samhengi. Þar verður fyrir allt annar dýragarður, en innan myndasögunnar er löng hefð fyrir talandi persónugerfðum dýrum. Málið er bara að þau eru almennt kómísk og krúttleg, ‘funny animals’ er klassísktegund bandarískra myndasagna og eru einskonar frumherjar í sögu myndasögunnar westan hafs. Þess má geta að fyrsta atlaga Spiegelmans að Maus, smásagan “Maus” birtist einmitt í myndasögublaði sem hét Funny Animals, 1972. Sögu með kómískum og krúttlegum dýrum f stað persóna fylgir því ákveðinn farangur sem erfitt er, ogjafnvel vafasamt, að líta framhjá við lesturinn. í Maus eru gyðingarnir, eins og áður sagði, mýs (nasistar kölluðu gyðinga meindýr (e. vermin), minnir Spiegelman á). Þjóðverjar eru kettir, Pólverjar svín, og Bandaríkjamenn hundar (og Frakkarfroskar). Litlu þríhyrndu músarandlitin kalla umsvifalaust á samúð lesandans, meðan breið kattarandlit nasistanna eru grimmileg - leikur kattar að mús er nokkuð sem enginn lesandi bókarinnar kemst hjá að hugsa til. En eins og lan Johnston bendir á í sérlega áhugaverðum fyrirlestrum um Maus (http-J/www. maia. bc. ca/~johnstoi/introser/maus. htm) er ekkert einfalt við þessa flokkun fólks í dýrslegar táknmyndir, og þar kemur hin áðurnefnda gríma við sögu. Því þótt Spiegelman sé búinn að flokka þjóðir á svona sniðugan hátt í dýrategundir þá er hann mjög meðvitaður um að slík flokkun er alltaf vafasöm, enda auðvitað endurspeglun á flokkunarkerfi nasista. Johnston vill því meina að sagan fjalli öðrum þræði um flokkun og takmarkanir flokkana, og að þetta komi sérlega vel fram í myndmálinu. Að þessu leyti er Maus því ólík Dýrabæ, en þar er flokkunarkerfið í föstum skorðum og án þeirra efasemda sem Spiegelman vinnur inn í söguna. ‘Fyndnudýra’ samhengið skapar síðan annarskonar vídd í Maus, en það eykur óneitanlega á slagkraft sögunnar að sjá fyrirbæri sem almennt eru álitin kómísk, krúttleg og barnsleg, notuð á allt annan og mun óhugnanlegri hátt. Þetta myndar mjög mikla spennu innan sögunnar og býður uppá mun flóknara samband við hana, en ef persónurnar hefðu verið 100 j ART SPIEGELMANN
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208

x

Gisp!

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gisp!
https://timarit.is/publication/1525

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.