Gisp! - 12.03.2005, Side 107
verkum myndlistamanna sem vinna með hana í list
sinni. Hún bendir á að myndasagan býr yfir sterkum
táknheimi sem bæði endurspeglar samfélagið og
kommenterar á það, auk þess sem hún höfðar til
breiðari hóps en myndlistin og býður því uppá þann
möguleika að opna listinni aðgang að fjöldanum.
Það verður að segja að báðir aðilar hafa nokkuð til
síns máls, vissulega er röksemdafærsla Sabins
réttmæt, en á hinn bóginn má líka benda á að
kannski gerir hann of miklar kröfurtil myndlistar-
manna sem eru þegar allt kemur til alls að skapa
myndlist undir ýmiskonar áhrifum, en ekkert endiiega
aðfjalla um myndasöguna sem form. Ekki má heldur
gleyma því að myndasöguhöfundar vísa oft og iðulega
í myndlistá einhvern hátt, án heimildaskrár. Einnig
verður að skoða þessa umræðu í samhengi við hið
almennt komplexeraða samband sem ríkt hefur á
milli myndlistar og myndasögunnar. Margir
myndasöguhöfundar hafna myndlistarmenntun (oft
sinni eigin), og eru ekki hrifnir af því að vera kallaðir
listamenn, og hefur það bæði með sögu myndasög-
unnar að gera og stöðu hennar innan myndlista-
heimsins.
Þetta kemur þó ekki í veg fyrir að oft er það
þekkingarleysi sem Sabin vísartil áberandi og jafnvel
pínlegt, og að það væri gaman að sjá markvissari
og flottari tök myndlistarfólks á myndasögunni sem
myndlistarmiðli, því nóg hefur hún uppá að bjóða.
SKUGGALEGT VERK
Dæmi um það sem myndasagan hefur uppá að
bjóða birtist einmitt í nýjasta verki Arts Spiegelmans,
eða réttara sagt, myndasögu hans númertvö. (Það
kemur mörgum á óvart að uppgötva að þessi þekkti
og áhrifamikli höfundur hefur ekki skrifað nema
tvær heilar myndasögur. Allavega kom það mér á
óvart.) Þetta er In the Shadow of No Towers og
fjallar um það hvernig Spiegelman tókst á við lífið
í kjölfar 11. september 2001. Sagan er því
sjálfsævisöguleg líkt og Maus, og vísar reyndar mjög
til hennarað því leyti sem Spiegelman veltir fyrir sér
hvort þessi lífsreynsla sé einskonar útgáfa af upplifun
föður hans í seinrii heimsstyrjöldinni. Líkt og í Maus
er nálgunin á æviskrifin sérstök. Maus lítur út eins
og hefðbundin bók, en No Towers bókin er stór,
um það bil A3, harðspjalda með aðeins 10
síðum/opnum eftir Spiegelman, svo er viðauki með
endurprentunum á eldgömlum myndasögum frá
upphafsárunum. I ofanálag er bókin lesin á hlið og
stækkar umfangið því enn við lestur. Það er hreinlega
full vinna að hafa þetta verk í höndunum og síðan
bætist við frásagnarmáti Spiegelmans sem er nú
orðinn allt annar en í Maus - sem var þrátt fyrir allt
frásögn, með þræði ogframhaldi. Þetta verk sver
sig mun meira í ætt við eldri og styttri verk Spiegel-
mans, tilraunir með formið eru áberandi og rammar
og raðir iðulega í formi turna, og þá helst tveggja.
Hér er líka áhugavert að skoða áhrif þessara klassísku
brautryðjenda myndasögunnar á Spiegelmann, og
lesanda verður Ijóst að það er ekki aðeins neðan-
jarðarmyndasagan sem hefur mótað stíl höfundar.
í No Towers er ekki beint verið að segja sögu, heldur
birtast okkur brot af hinu og öðru, vangaveltur og
hugleiðingar, minningarog umfjöllun um uppáhalds
lesefnið, myndasögur. Því ‘sagan’ er öðrum þræði
saga myndasögunnar, saga fyrstu ára hennar og
helsta mótunarskeiðs, en Spiegelman lýsir þvf bæði
innan og utan bókarinnar hvernig myndasagan
leitaði á hann í því andlega róti sem hann upplifði
á þessum tíma. I viðtölum segir hann að þegar hann
hljóp af stað með konu sinni að leita barna þeirra,
sem bæði sækja skóla ekki langtfrá turnunum, rétt
hjá þar sem fjölskyldan býr, hafi hann hugsað með
sér: Af hverju er ég búinn að eyða svona miklum
tíma í að gera ekki myndasögur? (Ástæðan var sú
að Maus tók 13 ár í vinnslu og hann var búinn á því
eftir það.)
Spiegelman notar myndmálið og formið til hins
ýtrasta til að setja saman þessa bók og hikar ekki
við að vera pólitískt ágengur í anda
neðanjarðarmyndasögunnar. Afleiðingin var sú að
hann átti erfitt með að koma myndasögunni á
framfæri í Bandaríkjunum, en sú gagnrýni sem hann
útbýtti til stjórnvalda og hryðjuverkamanna jöfnum
höndum féll ekki í góðan jarðveg. Hans eigið blað,
The New Yorker, neitaði að birta myndasöguna og
í kjölfar þess sagði hann upp störfum þar. Á endanum
fékkst sagan birt í vikublaði gyðinga, The Forward,
sem gefið er út í New York. Hinsvegar var sögunni
tekið fagnandi í Evrópu, og birtist þar til dæmis í
þýska blaðinu DieZeitog í breska tímaritinu London
Review of Books. Og árið 2004 var sagan svo gefin
út á einni bók.
Þó Ijóst megi vera að sem myndasöguhöfundur sé
Art Spiegelman ekki beint afkastamikill, þá er óhætt
að (treka að þessi tvö meginverk hans eru bæði
áhrifarík - á margs konar hátt - og kraftmikil. Maus
er þegar orðin sígild og þó In the Shadow of No
Towers eigi varla eftir að ná til eins breiðs hóps á sú
saga eftir að standa sem minnismerki um hin
margvíslegu átök höfundarins við formið.
ÚLFHILDUR DAGSDÓTTIR
Heimildir:
Scott McCloud, Understanding Comics, NewYork,
Paradox 1999 (1993).
Sigmund Freud, “Hið óhugnanlega”, í Listir og
listamenn: ritgerðir, Sigurjón Björnsson þýddi, ritaði
inngang og skýringar, Reykjavík, Hið íslenska
bókmenntafélag 2004
Heimasíða A. Waller Hastings, prófessors í ensku
við Northern State University, Aberdeen, South
Dakota, skoðað 20.1.2005
Umfjöllun um In the Shadow of No Towersá
heimasíðu breska dagblaðsins Guardian:, skoðað
20.1.2005
Fréttasíðan NPR: ogskoðuð 20.1.2005
Sameiginlegn síða nokkurra bóksölusíðna, skoðuð
20.1.2005
Fréttasíða: skoðuð 20.1.2005
Síða hjá útgefanda Spiegelmans, hér eru nokkrir
gagnlegir línkar: skoðuð 20.1.2005
Hollensk myndasögusíða, hér er fullt af gagnlegum
línkum: skoðuð 20.1.2005
Heimasíða lan Johnston, við Malaspina University-
College, Nanaimo, British Columbia, Canada: skoðuð
20.1.2005
I ms.st tHe sky isfallináith,y
their eyes a.n<l tell ,t's on|J
ro -Trau matic Stress DisorJ
evesy- j
THiMG'í 1
CHWtótP'
ÞOOMED! Doomed to dra£ this demnfil
albatross around my neck, ani compuí-
sirely retell the calamities of September
II*'1 to anyone who'll still listen!
ART SPIEGELMANN 1 05