Gisp! - 12.03.2005, Page 132

Gisp! - 12.03.2005, Page 132
í Búrum (Cages 1998) Dave McKeans hittir lesandinn ólíkar persónur sem eiga það helst sameiginlegt að búa í sömu blokkinni. Það er enginn sérstakur söguþráður, þó vissulega megi finna spotta hér og þar, sagan er samsett úr mörgum litlum sögum fólks, guða og katta, utan og innan blokkarinnar. Sem slík er sagan því ágætis myndlíking eða jafnvel táknmynd fyrir stíi McKeans, sem einmitt einkennist af samsetningu, samspili ólíkra miðla ogtækni, allt frá teikningum og Ijósmyndum til módela og tölvuhönnunar. Sem listamaður er McKean sömuleiðis fjölþættur. Þó hann sé líklega best þekktur sem myndasöguhöfundur og ‘-teiknari’, þá hefur hann einnig getið sér gott orð sem Ijósmyndari, myndlýsir og hönnuður (t.d. geisladiska, tarotspila og skáldsagna), en starfar nú aðallega að kvikmyndagerð auk þess að vera mikill áhugamaður um tónlist. 130 | DAVE McKEAN McKean er menntaður listamaður - myndlýsir og grafískur hönnuður - og fékk áhuga á myndasögugerð á skólaárum sínum. Fljótlega að loknu námi hitti hann myndasöguhöfundinn Neil Gaiman og með þeim tókst samstarf sem hefur getið af sérfjölda áhugaverðra myndasagna og skáldverka. Fyrsta saga þeirra var Violent Casesftá 1987 sem er saga um minningar. Þar rifjar ungur maður upp þegar hann sem barn fór í meðferð hjá lækni Al Capone. Óvænt er drengurinn staddur í öðrum heimi, gangstera og glamúrs, og auðvitað ofbeldis. Þó sagan sé að mestu leyti teiknuð birtist hér og þar sá leikur með tækni og form sem síðar átti eftir að verða einkenni á verkum McKean. Sagan gefur einnig fyrirheit um stíl Gaiman, en höfundarverk hans einkennist einmitt af fimlegu fikti við veruleikann og hugmyndir okkar um hann. Hönnun, myndir og orð spiia saman á áhrifaríkan hátt og því ekki að undra að þeir félagar héldu samstarfinu áfram. Veruleikaflökt verður svo enn meira áberandi í annari sögu þeirra, The Comical Tragedy or Tragical Comedy of Mr. Punch (1994) eða, en sú saga fjallar einnig um minningar. Þar er aftur á ferðinni ungur drengur og upplifun hans á Punch og Judy brúðusýningum, en þær eru yfirleitt fremur ókennilegar og blandast á einkennilegan hátt við minningar hans um ættingja sína, afa, ömmur og frændur. Föndur McKeans með stílbrögð ogtækni er mun meira áberandi í þessari bók en Violent Casesog þjónar sögunni á markvissari hátt. McKean lýsir því hvernig hann ákvað að snúa á viðteknar hugmyndir um Ijósmyndir, en þær hafa löngum þótt halda merki sannleikans á lofti meðal myndmiðla að því leyti sem tækni myndavélarinnar tryggir hlutleysi - myndavélin fangar einungis það sem er fyrir framan hana. McKean hafnar þessu viðhorfi og í Mr. Punch snýr hann útúr þessu á þann hátt að hann teiknar þann hluta sem er raunsæislegur, það er söguna af strák og öfum og ömmum, en notar Ijósmyndir þegar Punch og Judy birtast, en þeirra þáttur í sögunni erfjarri raunsæi. McKean manipúlerar eða hagræðir myndunum á þann hátt að sannleiksgildi þeirra er stórlega dregið í efa, jafnframt því að þetta samspil teikninga og Ijósmynda skapar spennu milli raunsæis og fantasíu. Þetta gerir söguna einstaklega eftirminnilega og það furðulega er að það eru Ijósmyndirnar sem sitja eftir eins og eldglæringar í augnbotnum lesandans. McKean notar svipaða tækni í Cages, að því leyti að sumir hlutar eða sumar sögur - sem oft eru þá minningar eða einskonar (draum)sýnir - birtast í formi Ijósmynda, meðan sagan er að öðru leyti teiknuð. Dæmi um þetta er'draumsýn’ listamannsins fyrstu nóttina sem hann gistir í blokkinni, en þar birtist okkur húsið í nærmynd, slegið vinnupöllum, en eftir því sem við fjarlægjumst sjáum við að útlínur vinnupallanna eru of hallandi til að geta verið hentugar og að lokum kemur í Ijós að yfir húsinu standa tvær undarlegar verur, langir fingur þeirra mynda útlínur ‘vinnupallanna’ um húsið. Verurnareru sjálfsagt einskonarguðir, hendur þeirra mögulega verndandi. Undir lok bókarinnar sér djassleikarinn og Ijóðskáldið sýn, þar sem ung móðir segir dóttur sinni sögu af konungi sem þráði að byggja ógurlega háan turn fullan af fallegum hlutum, sem minnismerki um afrek mannfólksins. Turninn minnir að sjálfsögðu á söguna um Babel, enda Ijóst að hér er á ferðinni stef við hana. Mæðgurnar birtast í Ijósmyndum, en sagan af konunginum er teiknuð, í nokkuð öðrum og örari stíl en þeim sem er ríkjandi í allri bókinni. Mögulega tengjast þessar tvær byggingar, blokkin sem einskonar uppspretta sköpunar og sagna af margvíslegu tagi, og turninn sem safn eða minnismerki slíkrarsköpunar: báðar bjóða uppá sýn inní aðra heima. Óljósir þræðir af þessu tagi einkenna Cages þarsem táknmyndir kallast á, án þess að ganga nokkurntíma fyllilega upp, en höfundur leggur mikla áherslu á að halda verkinu opnu fyrir lestri og túlkunum. Þetta samspil sagna svo og sögur innan sagna einkenna verk Gaiman og því Ijóst að McKean er undir miklum áhrifum frá honum, jafnframt því að taka á þessari frásagnartækni á sinn sérstaka hátt. Á stundum verður strúktúrinn of losaralegur, en oft skapast þarna sterkt samspil margvíslegra brota. Dave McKean lítur á sig sem listamann fyrst og fremst, listamann sem meðal annars gerir myndasögur. Hann er mjög krítfskur á myndasöguheiminn og hefur lítinn áhuga á þeim verkum sem feta meginlínuna eins og bandarískum ofurhetjusögum. Hinsvegar er erfitt fyrir myndasöguhöfunda og teiknara að komast alveg hjá samskiptum við hasarhetjur. Árið 1989 kom út sagan Arkham Asylum: Serious House on Serious Earth, skrifuð af Grant Morrison og teiknuð af McKean. Sagan er gott dæmi um þá endurskoðun sem myndasagan, og þá sérstaklega ofurhetjusagan, fór í gegnum á síðari hluta níunda áratugarins. Þarna voru breskir höfundar áberandi, svo áberandi reyndar að stundum ertalað um bresku bylgjuna þegar vísað er til þessa umbrotaskeiðs myndasögunnar. Batman passaði sérlega vel inn í þessa endurskoðun eða endurnýjun ofurhetjuímyndarinnar og hafði þegar verið viðfang tveggja þekktra sagna þessarar bylgju, The Dark Knight Returns (1987) eftir Frank Miller og The KillingJoke (1988) eftir Alan Moore og Brian Bollard. Báðar þóttu þær marka tímamót. Það gerði Arkham Asylum einnig, þó McKean sé sjálfur ekki fyllilega sáttur við þetta verk sitt og álítur að Batman - sem er þegar allt kemur til alls, bara amerísk ofurhetja - hafi ekki getað staðið undir þeirri flóknu sálfræðilegu fléttu sem þeir Morrison spunnu ( kringum hann. McKean ber þó samstarfinu við Morrison vel söguna, en hann mun hafa tekið breytingartillögum myndhöfundarins vel, sem þarf ekki að koma aðdáendum á óvart. í stuttu máli sagt breytir McKean Batman í skugga, sem minnir á stundum meira á dýr en mann og er öllu skuggalegri en þær óvættir og höfuðfjendur sem hetjan þarf að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208

x

Gisp!

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gisp!
https://timarit.is/publication/1525

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.