Gisp! - 12.03.2005, Page 135

Gisp! - 12.03.2005, Page 135
en óhugnaður eða ókennileiki, annarleiki og furðuheimar, myrkur og mystík, er einkennandi fyrir stíl McKean sem á stundum sver sig í ætt við hreinar hrollvekjur. Vissulega á hann þar enn margt sammerkt með Gaiman, en margar sagna hans eru einmitt hrollvekjur. Það kemur þó ekki í veg fyrir að þeir félagar geri ævintýri fyrir börn. The Day I Swapped My Dad for Two Goldfish (1998) er saga um dreng sem skiptir á pabba sínum ogtveimurgullfiskum. Vinur stráksins á tvo gullfiska sem drengurinn ágirnist og ákveður að skipta á þeim og föður sínum, sem hvort sem er gerir ekkert annað en að sitja í stól og lesa blaðið. En þegar móðirin kemur heim er hún ekki ánægð með skiptin og sendir strákinn með gullfiskana að fá pabbann aftur heim í hús. Hefst nú mikil þrautaganga, því fyrrum gullfiskaeigandinn skipti á föðurnum fyrir annan hlut ogsá skipti afturogað lokum finnst faðirinn í kanínugirðingu, umkringdur salati og gulrótum, heldur rislágur með blaðið sitt. Sagan er sögð þannig að síðan virkar eins og heill rammi að því leyti að hún hefur öll sama bakgrunn. Inn í eða yfir þennan grunn eru síðan teiknaðir rammar, sem eru yfirleitt stórir, hálfar og heilar síður og þannig hefur bókin yfír sér greinilegt yfirbragð barnabóka, en teiknístíllinn er í beínni andstæðu við þetta og er órólegur og nokkuð hvass. Dökkgulur litur er meginliturinn sem einnig dregur úr barnalegum áhrifum. Á ferð sinni milli vinanna birtast einnig andstæður í stétt og umhverfi, þar sem þau systkinin fara milli húsa þarsem heimilisaðstæður eru greinilega gerólíkar. Þannig bírta teíkningarnar margvíslegar víddír og undirtóna þessarar sakleysislegu sögu. Önnur saga fyrir börn er The Wolves in the Walls (2003) sem segir frá því að stúlkubarn uppgötvar að það eru úlfar í veggjunum heima hjá henni. Allir aðrir hafna slíku, segja að það geti ekki veriö, því það sé þá endirinn á öllu. En auðvitað eru úlfar í veggjunum og eina nóttina ryðjast þeir inn í húsið og bola íbúum þess á brott. Sú stutta finnur ráð við þessu: hún fer meðfjölskyldu sína inn í veggina þar sem úlfarnir höfðu áður krafsað og þegar þau brjótast fram bregður úlfunum svo að þeirflýja í skelfingu. Þessi saga er öll mun æsingslegri en gullfískasagan og býr bæði yfir meiri óhugnaði og meiri húmor. Þetta endurspeglast í myndræna hlutanum, en enn er það stíll McKean sem segir hálfa söguna. Úlfarnir, sem krafsa og baksa í veggjunum, birtast okkur sem krot á veggjunum en persónur og húsmunir eru Ijósmyndir eða skuggamyndir. Þetta gæti gefið til kynna að úlfarnir séu bara ímyndun stúlkunnar en svo er einmitt ekki. Svipuð tækni er notuð og í sögunni af gullfiskunum, dökkir lítir í bland við skuggamyndir, og síðurnar eru lítið brotnar uppí ramma. Þannig tekst McKean að halda sínum ókennilegu einkennum mitt í sögu handa börnum. Ókennileiki er ágætt lýsingarorð yfir Cages, en þar kynnist lesandi ýmsum óútskýranlegum atburðum, sem á einhvern dularfullan hátt tengjast húsum, listum og köttum. Þó bókin sé í óvenju stóru broti - margir hafa bent á að það minnir á listaverkabók - er þó í megíndráttum stuðst við hefðbundin myndasögustíl, að því leyti að sagan er raðmyndasaga, yfirleitt með níu römmum á hverri síðu. Eins og áður sagði gerist sagan að mestu leyti í fjölbýlishúsi og lesendur kynnast íbúum þess, aðallega þó listamannínum sem er nýfluttur inn í von um að nýr staður gefi honum nýjan innblástur. Hann teiknarogteiknar, meðal annars nágrannakonu sína, sem hann tekur síðan upp ástarsamband við, en er sífellt óánægður með afraksturinn. Þannig fjallar sagan öðrum þræði um listsköpun og þá ekki síst átökin í listsköpun, en utan myndlistamannsíns búa í húsinu jasssöngvari og rithöfundur, auk húsmóður sem er afarflínk að búa til uppskriftir. Allt er þetta listafólk á mörkum, jassistinn er einskonar sjáandi, rithöfundurinn í einangrun því bókin hans olli þvílíkum deilum, og húsmóðirin er ekki fyllilega með sjálfri sér síðan eiginmaður hennar hvarf. Vangaveltur um orð og myndir, áhrif og innsæi einkenna söguna, og þessi sköpunartemu eru síðan endurspegluð í vangaveltum um guð og guölega sköpun sem birtist í ýmsum myndum og formum í bókinni. Þannig eru sameiginlegir þræðir sem tengja sögur íbúanna og skapa ákveðna heild innan sögunnar. Cages er mjög metnaðarfullt og mikiö verk, sem, eins og stundum vill vera þegar metnaðurinn er mikill, gengur ekki alveg upp. í heildina séð kemur þetta þó ekki að sök því sagan er áhrifamikil og falleg og það er gaman að fletta (gegnum hana og rekja sig eftir þráðum og klúum. McKean er sjálfur meðvitaður um að vera undiráhrifum frá listamönnum og myndasöguhöfundum. Úrvinnsla hans á þeím áhrifum er þó alltaf sérstök og skilar sér í einstakri sýn sem síðan er farin að hafa mikil áhrif á aðra myndasöguhöfunda og teiknara. McKean er einn af þeim listamönnum sem eiga mikilvægan þátt í því að þenja út markalínur myndasögunnar og nýta formið til óvæntra útspila. Á margan hátt ganga myndlýsingar hans þvert á hugmyndina um myndasögu, en á margan hátt má segja að þær séu einmitt birtingarmynd myndasögunnar sem sjálfstæðs miðils eða tjáníngarforms. Leikur hans meðtækni skaparfrásögn í stökum myndum einsog forsíður Sandman eru dæmi um og nálgun hans á myndlýsingu frásagnarinnar sýnir hvernig myndin er ekki aðeins hliðstæða orðanna, heldur ávallt eitthvað annað, eitthvað umfram, eitthvað sem ekki verður komið í orð. ÚLFHILDUR DAGSDÓTTIR HEIMILDIR: Á þessum slóðum aðdáenda McKean má finna myndefni, greinar og vlðtöl: httpV/www. mckean-art.co.uk/ (skoðað 5. - 20. janúar, 2005) httpV/www.dreamline.nu/ (skoðað 5. - 20. janúar, 2005) DAVE McKEAN 133
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208

x

Gisp!

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gisp!
https://timarit.is/publication/1525

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.