Gisp! - 12.03.2005, Page 161

Gisp! - 12.03.2005, Page 161
hreyfingin eins og pönkbylgja inn í bandaríska myndasöguútgáfu. ( Frakklandi var myndasagan aö fullorðnast og öðlast meiri viðurkenningu. Mánaðarritið Pilote hóf göngu sína 1959 og höfðaði til unglinga og eldrí lesenda. Á síðum þess birtist Ástríkur meöa\ annars fyrst. Barbarella eftir Jean-Claude Forest kom út 1964 og var ein fyrsta myndasagan fyrir fullorðna. Þótt Erró verði uppnuminn af öllu því myndefni sem hann kemst í tæri við í New York 1963 ber lítið á myndasögunum í byrjun. Stöku myndbrot læðist inn en aldrei sem stór hluti myndar og reyndar sækir hann til að byrja með meira í persónur úr teiknimynd- um en myndasögum. Það er ekki fyrr en í lok sjöunda áratugarins og byrjun þess áttunda sem myndasagan verður áberandi í verkum hans og notkun Errós á henni fær á sig pólitískari blæ. Kannski helst það í hendurvið breytingarnar sem urðu ífrönsku þjóðfélagi með stúdentauppreisninni sem kennd hefur verið við maí '68. Með syrpunni Torture Manor, Stanton og Jim Bondage, þar sem Erró teflir saman bandarískum „bondage" teikningum ogteikningum úr sovéska tímaritinu Krokodil, kemursvörtteikning myndasög- unnar af fullum krafti inn í málverk Errós þótt ekki sé um eiginlegar myndasögur að ræða. En upp úr 1970 fer að bera meira á hasarblöðunum. Thorvirðist mér fyrst stíga fram á sviðið í Platino árið 1971 og með syrpunni Experiments Formenteratrá 1972 færist fjör í leikinn. Þar eru Superman, Sub-Mariner, Red Skull ogfleiri persónurfarnarað leika stærra hlutverk. Með Myndasöguvíðáttu árið 1972 málar Erró sitt fyrsta stóra málverk sem eingöngu byggir á myndasögunni. Þar sækir hann í dagblaðasögur frá ýmsum tímum, neðanjarðarblöð, hasarblöð og evrópskar myndasögur. Eftir þetta koma myndasögurnarfyrir í heilu syrpunum, 1973 málar hann ögrandi verk í syrpunni For R. Crumb (þar sem hann sækir reyndar einnig í sögur S. Clay Wilson) og 1974-75 teflir hann saman Fernand Léger og myndasögupersónum í syrpunum Léger og Légercomics. ( Made in Japan, Made in India og Made in China frá 1974-76 klippir Erró saman erótískar teikningar og myndasögur. Myndasagan verður sífellt fyrirferðarmeiri í málverkum hans, vatnslitamyndum og grafík. Þótt hann veiði áfram alls staðar þar sem myndir er að finna og hvíli sig rækilega á myndasögunni inn á milli er hún orðin einn af burð- arstólpunum í myndheimi Errós. Eftir því sem árin líöa gerir hann sífellt fleiri myndasöguvíðáttur og önnur flókin og stór málverk þar sem hann vinnur með heil lönd (til dæmis Spænska myndasöguvíðáttan 1981- 82) eða persónur (til dæmis Sonjuvíðáttan 1992). En ríkulegtframboð myndasagna í Bandaríkjunum segir ekki alla söguna. Ekki þarf að liggja lengi yfir verkum Errós til að sjá að teikningin og frásagnarstflIinn sem einkennir þandarísku hasarblaðamyndasöguna höfðar mesttil Errós. „Mér finnst evrópska myndasagan gamaldags og rómantísk, með of miklum texta. ( þeirri bandarísku er framtíðin sterkari þáttur, þar er meira fjör og skemmtun. En ég er ekki jafn hrifinn af því öllu, til dæmis hef .ég aldrei kunnað við Spiderman því þar er of mikið talað og ekki nógu mikil átök. Bandarísku blöðin eru verr teiknuð í dag en þau voru. Tinna hef ég notað stöku sinnum en hann hentar mér ekki, fjölbreytileikinn í teikningunni er ekki nægur og býður ekki uppá nógu myndræna útfærslu. Þegarégvann með frönsku myndasögurnar í Frönsku myndasögu- víðáttanni setti ég þær allar í kassa, það var erfið mynd. Annars hugsa ég þetta ekki meðvitað þegar ég kaupi blöð, ef mér líst vel á eina mynd kaupi ég blaðið." ERRÓ, KIRBY OG CRUMB Þegar spjallað er við Erró virðist í fyrstu sem hann eigi sér ekki sérstaka uppáhaldshöfunda í mynda- sögunum. Flann talar ekki um höfunda eða persónur aðfyrra bragði, ruglar jafnvel saman persónum og þetta virðist ekki vera sjálfstætt efni í huga hans. En þegar ég geng á hann eða gríp dæmi fyrir framan okkur kemur ýmislegt upp á yfirborðið. Hann leggur mest upp úr því að hafa nóg efni. Þar hljóta banda- rísku myndasögurnar að hafa vinninginn, með fjöl- breytilegum sjónarhornum, kraftmikilli myndbyggingu og hreyfingu, fyrir utan magnið sem til er. Að auki er augljóst hvað ofurhetjurnar skapa miklar andstæður þegar þær eru klipptar saman við annað, „rólegra" efni. Ofurhetjan (eða öllu heldur hasarblaða- hetjan) er óróleg og ólgandi hreyfing í átt til óljósrar framtíðar; fjöldaframleiddur, síendurtekinn draumur; ópersónulegttákn fyrir tilfinningar mannsins. En um leið persóna í heimi Errós. Hann kannast við Kirby en virðist ekki hugsa sérstaklega um hann, ekki eins og hann gerir t.d. varðandi Robert Crumb. Sjálfur hafði hann frumkvæði að því að hitta Crumb árið 2002 í Sauve, Suður-Frakklandi. Það var borgar- stjórinn í Sévignan, André Gélis, sem kom á þeim fundi. Sá hafði áöur skipulagt sýningu með Crumb og Fahlström. „Crumb var eins og guð, eins og Bítlarnir, það fór allt af stað með honum (í bandarísku neðanjarðar- sögunum) og maður var svo heppinn að upplifa það. Þegar ég heimsótti hann var það í mínum augum merkilegra en að hitta páfann. Konan hans er einnig góður teiknari og dóttir þeirra sömuleiðis. Crumb þekkti mig ekki eða mín verk en ég gaf honum sýningarskrá og hann fór strax að grandskoða hverja einustu rnynd." Aðdáun Errós á Crumb kemur ekki í veg fyrir að hann skelli nokkrum persónum úr sögum S. Clay Wilson inn í Crumbvíðáttuna 1992. Þegar heiti mynda Errós vlsa beint í myndasögurnar eru það persónurnar sem eru í sviðsljósinu, ekki höfundarnir, sbr. Undrakonan (Wonder Woman) 1992, Hávarðar andar-víðátta (Howard the duck scape) 1980, Thor's Saga og Tank Girl's Saga, svo eitthvað sé nefnt. Nánast einu höfundarnir sem fá viðurkenningu af þessu tagi eru Robert Crumb (fyrrnefnd Crumbvíð- átta) og S. Clay Wilson (S. Clay Wilson-víðátta 1992). En þegar grannt er skoðað eru þessar nafngiftir mjög eðlilegar og tengjast nánast ekkert afstöðu Errós til einstakra höfunda. Miklu frekar mætti segja að Erró endurspegli stöðu höfundanna í útgáfusamfélaginu ERRÓ | 159
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208

x

Gisp!

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gisp!
https://timarit.is/publication/1525

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.