Gisp! - 12.03.2005, Síða 163

Gisp! - 12.03.2005, Síða 163
sem þeir tilheyra. Til skamms tíma var allt efni í myndasöguheftum Bandaríkjamanna unnið sam- kvæmtsvokölluðum „work-for-hire“ samningi. í sem fæstum orðum þýddi það að útgáfan átti alltaf allan rétt varðandi blöðin og persónurnar sem þar birtust. Höfundarnir fengu greitt fyrir hverja síðu og einhverjar krónur við endurbirtingu en gátu að öðru leyti ekki gert neinar kröfur og máttu jafnvel kallast góðir að fá frumteikningarnar sínar til baka. Amerísku ofurhetjublöðin eru í eðli sínu endalausar sápur sem halda áfram óháð því hvaða höfundar haida um taumana. Þótt áhugamenn og fræðingar geri sér grein fyrir mikilvægi einstakra handritshöfunda og teiknara skipta þeir hinn almenna lesanda ekki alltaf miklu máli. Persónurnar eru höfundinum yfirsterkari. Þessi staða höfundarins hjá bandarísku hasarblaða- útgáfunum hefur að nokkru leyti breyst en engu að síður má með talsverðri einföldun segja að mynd- heimur hasarblaðanna komist nær því að vera almenningseign en margt annað innan myndasög- unnar. Jafnvel persónuleg verk Jacks Kirbys frá hátindi ferils hans; Fourth World-sögurnar hjá DC Comics 1970-73, hverfa íframleiðslufjöldann. Þegar þar við bætist að Kirby getur af sér ógrynni teiknara sem apa eftir honum og er nánast uppálagt að gera það lýtur einstaklingurinn Kirby í lægra haldi fyrir persónum sínum. Hvað Crumb og Wilson varðar á allt annað við. Þótt sögur þeirra hafi birst í ólíkum blöðum og bókum spretta þeir upp úr skýrt afmörkuðum farvegi hins persónulega og ekkert verka þeirra hefði getað orðið til án þeirra. Það hleypur enginn teiknari í skarðið fyrir þá ef veikindi herja á einn daginn. Jafnvel þótt teikningar þeirra renni ágætlega saman f verki eftir Erró. Kannski er galdurinn í verkum Errós sá að þrátt fyrir ólíkt myndefni tekst honum að fella það saman þannig að okkur finnist sami teiknarinn standa á bak við þetta allt? Eru öll hasarblöðin kannski teiknuð af einum manni og ef ekki einum og sama manninum þá að minnsta kosti klónuðum útgáfum þessa manns? SAGAN SEM HUGMYND Er það ekki einfaldlega ósögð sagan í teikningunum sem vekur áhuga Errós, sagan sem verður til við samsetningu óskyldra mynda, sagan sem hann er að segja sjálfum sér meðan hann klippir, límir og síðan málar? Sagan sem hugmynd um heiminn sem við lifum í? Ef við fylgjum þeim kenningum sem segja að myndasagan sé að stórum hluta það sem gerist á milli rammanna má líta á mörg verka Errós sem einskonar myndasögu þar sem áhorfandinn fyllir í eyðurnará milli ólíkra myndhluta. Hinn hefð-bundni myndasöguhöfundur vonast til að lesandinn fylli þannig upp í að sagan komist til skila meðan Erró er ekki að segja eina sérstaka sögu. Ef við kippum hinum frásagnarlega söguþræði út úr mynda-sögunni hvað stendur þá eftir? Myndlist? Ljóð? Heimspeki? Hvað gerist þegar lítil mynd í blaði er stækkuð og hengd upp á vegg? Aðdáendur Tinna kannast við prentverk af ýmsu tagi þar sem stakur rammi úr tiltekinni sögu hefur verið tekinn og stækk-aður gríðarlega svo komið er verk sem fer vel á vegg. Skyndilega hefur einni mynd úr myndröð verið gefið sjálfstætt líf og myndrænum áhrifamætti hennar breytt. Erró viðar að sér byggingarefni í myndirnar eftir ýmsum leiðum. Á vinnustofunni er stafli af hasar- blöðum sem kunningi færði honum og bíður úrvinn- slu. Þegar honum finnst hann hafa nóg í höndunum byrjar hann að klippa. „Klippi- og límferlið er frjálsasti og skemmtilegasti hluti vinnunnar, einskonar hálf-draumur þar sem ég klippi og klippi næstum ómeðvitað, stundum 60- 70 myndbúta á dag. Ég veit aldrei hversu lengi ég endist, stundum fæ ég skyndilega nóg og verð að komast frá þessu, út undir bert loft, því þetta er ófyrirsjáanlegra ferli en sjálf málunin. Þartekur handverkið við. Ég klippi og lími hvert sem égfer, hef alltaf eitthvað með mértil Taílands, Formenteru, Marokkó eða annað sem ég fer. Ég nota mikið Ijósritunarþjónustu við hliðina á vinnustofunni þar sem ég læt stækka beint úr blöðunum myndir sem ég vil geta haft stærri í samklippunum. Þegar ég er búinn að klippa og líma saman stóra mynd læt ég oft taka litljósrit eftir henni sem ég nota síðan sem vinnumynd svo ég eigi auðveldara með að brjóta hana saman og nota í myndvarpanum. Þegar kemur að því að mála myndina teygi ég og breyti vinnu- myndinni eftir þörfum í myndvarpanum." MYNDASÖGUHÖFUNDURINN ERRÓ? Erró lyftir brúnum þegarégýja að myndasöguhöfund- inum f honum, sennilega frekar vegna þess að hann lítur ekki á sig sem slíkan en að honum sé misboðið. Oftar en einu sinni og oftar en tvisvar talar hann um aðdáun sína á góðum teiknurum og setur þá greini- lega á sama stall og sjálfan sig. „Enki Bilal er góður teiknari en ég get ekki notað hann í verkin mín. Þegar ég horfi á myndirnar hans sé ég bara stórgóðar teikningar. Ég er hrifinn af Solé og Willem er vinur minn. Kona Jacques Tardis lék í mynd eftir mig á sjöunda áratugnum en að öðru leyti er ég ekki í neinu sambandi við myndasögu- höfunda. Hér heldur fólk sig mest í þröngum hópum, málarar með málurum, rithöfundar með rithöfundum o.s.frv. en ég reyni alltaf að umgangast sem flesta. Ég hef 3-4 sinnum athugað möguleikann á að sýna verkin mín við hlið frumteikninga bandarískra og franskra myndasöguhöfunda í París en það hefur aldrei tekist, fyrst og fremst vegna andstöðu gallerí- ánna. Það er skrýtið, ég skil ekki hvers vegna. t gegnum tíðina hafa ýmsir teiknarar viljað hitta mig en ekkert orðið af því." „Ég les aldrei sögurnar, hef engan tíma. Ég hef ekki áhuga á söguþræðinum eða textanum. En ég hef gaman af kvikmyndum byggðum á myndasögum. Myndin um Tank Girler góð og eins var ég hrifinn af Conan.“ Stundum er nánast eins og Erró bregði sér í búning myndasöguhöfunda hvað varðar myndbyggingu og frásagnartækni verka sinna. Mjög snemma á ferlinum er hann farinn að raða saman myndum svo formið minnir á rammafrásögn myndasögunnar. Eftir því sem árin líöa þróast myndfrásögn amerísku hasar- blaðanna í átttil flóknari framsetningar, myndbandið og tölvugrafíkin eru farin að hafa sín áhrif, og þessa sérstað í verkum Errós. Myndhöfundurinn Erró notar ytra form myndasögunnar til að segja margþættar sögur - eða öllu heldur skapa sögukennt ástand - og brjóta upp tímann í málverkinu. ( mörgum klippimynda sinna, sérstaklega þeirra sem hann vinnur upp úr hasarblöðum síðustu 10-15 ára, lætur hann nægja að klippa einn ramma eða hluta úr ramma í burtu og fella inn annan myndbút. Það getur veriö erfitt að sjá hvort eitthvað hafi verið átt við síðuna. ( málverkunum koma talblöðrur víða fyrir, stundum til að koma á framfæri texta sem skiptir máli fyrir skilning á verkinu en stundum sem hreint form. Textarnir í talblöðrunum eru á ólíkum tungu- málum og fylgja í flestum tilvikum landfræðilegum uppruna prentgripsins. Þannig getur það farið Thor the Mighty prýðilega að öskra vígorð s(n gegn ófreskjum hins illa á spænsku. En í öðrum tilvikum velur Erró nýjan texta inn í talblöðruna. FRUMMYND - EFTIRMYND Erró er hrifinn af hinni prentuðu mynd. Hún máir burt höfund frummyndarinnar og lýtur lögmálum fjöldaframleiðslunnar. En þegar málverkinu er lokið stendur áhorfandinn frammi fyrir hinu handgerða. Allar vangaveltur um frummynd og eftirmynd verða síðan enn flóknari þegar í Ijós kemur að Erró er farinn að vitna í sjálfan sig. Erró er hipp-hopparinn sem samplar það sem honum sýnist. Breytingin sem á sér stað í ferlinu frá fremur illa prentuðum myndunum til málaðra verkanna er meiri en gæti virst við fyrstu sýn. Yfirleitt þykknar útlínan og jafnast, sérstaklega eftir að Erró fór að nota tússpenna meira. Honum tekst að fella saman ólík stílbrögð mismunandi teiknara þegar það á við en í öðrum tilvikum leyfir hann upprunalegu línuteikningunni að halda sér. Litasamsetningu, myndbyggingu, skugga og skerpu lagar Erró að þörfum heildarverksins en tekur alltaf mið af prentgripnum. Flatir litir og fáar línur henta honum. Þegar minnst er á Dimma draumavíðáttu (1992) sýpur Erró hveljur. „Þetta var alltof mikil vinna, allar þessar línur.“ Málverkið er unnið upp úr svart-hvítu Conan-blaði (Savage Tales eða Savage Sword ofConan) þar sem teiknarinn notar mikið línur til að byggja upp skugga og skapa dýpt. En ég er ekki kominn hingað ( Latínuhverfið til að kanna þessi má ofanl í kjölinn, í besta falli opna ég nokkrar dyr, varpa inn öngli og athuga hvort eitthváð af viti hafi tekið á. Aflaklóin sem teymir mig áfram veit að það eru margir óveiddir fiskar í sjónum en nú vill hún halda heim og gera að aflanum sem þegarer kominn í hús. í myndasögubúðinni skoðum viö nýjustu hasarblöðin. Erró er búinn að velja Justice League of America: Secret Origins sem er máluö saga eftir Alex Ross í stóru broti en það bíða of margir eftir afgreiðslu, hann má ekki vera að þessu og segist ætla að koma seinna. Hann má engan tíma missa. Hans bíða of margar ómálaðar myndir. BJARNI HINRIKSSON ERRÓ | 161
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208

x

Gisp!

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gisp!
https://timarit.is/publication/1525

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.