Gisp! - 12.03.2005, Page 169

Gisp! - 12.03.2005, Page 169
ROBERTCRUMB Robert Crumb er eina ofurstjarna neðanjarðar- myndasögugeirans. Hann hefur samið kynstrin öll af sögum og teikningum sem fjalla um allt milli himins og jarðar; frá einfeldingslegum dægursögum til öfgakenndra stúdía á eigin kynferðislegum frávikum. Á ferlinum hefur hann leitast við að grandskoða eigin sálardjúp og lagt allt á borðið fyrir lesendur sína. Þrátt fyrir að stór hluti þessa sjálfsævisögulega efnis sýni hann í mjög svo neikvæðu Ijósi hefur þessi viðleitni til hreinskilni skilað honum mikilli hylli. Crumb er erkitípa myndasögunördsins. Grannholda og álkulegur með gleraugu á stórgerðu nefinu. Frá unga aldri sökkti hann sér í myndasögur. Það er áhugavert í Ijósi þess sem síðar varð, að sem ungur drengur leitaði hann í húmorískar og léttvægar myndasögur frekar en þær sem snéru að spennu og hamagangi. Að eigin sögn þótti honum hinar síðarnefndu of háskalegar og jafnvel syndsamlegar til að hann treysti sér til að lesa þær. Eftir því sem unglingsárin ágerðust fann Crumb til stöðugt vaxandi bræði í garð jafnaldra sinna í skólanum. Hann lagði óttablandna fæð á alphadrengina sem níddust á honum við hvert tækifæri og nutu fyrir vikið takmarkalausrar aðdáunar hins kynsins. Hann var bældur og óframfærinn og átti engan séns í stelpurnar f skólanum. Kynferðislega útrás sína fékk hann með því að teikna eigin fantasíur sem hafði í för með sér djúpstæða sektarkennd. Þetta tímabil lagði grunninn að uppáhalds yrkisefni Crumbs; samskiptum hans við konur. Hann teiknaði sleitulaust og fyllti hverja skissubókina af annari með þráhyggjukenndri einbeitingu. Áhugi Crumbs á jaðarkúltúr hippamenningarinnar vaknaði snemma. Þarfann hann sínum innbyrgðu frústrasjónum samhljóm í samfélagi við aðra sem voru á svipaðri bylgjulengd. I þessum hópi fór hann að neyta LSD og þar var hún þá komin, skáldgyðjan sem hann hafði beðið. Um tíma leið hann um í sýruvímu, ególaus og afskiptur. Sögurnar sem hann skapaði í þessu ástandi voru blanda súrrealískrar lífssýnar og barnslegs skopskyns. Persónur og aðstæður voru afbakanir á hans nánasta umhverfi séð með augum listamanns í annarlegu ástandi. Hvatakennt bull og hástemmd tilgangsleit héldust í hendur. Með sífellt öruggari hætti fetaði hann stigu þar sem hugmyndaflugið eitt sá um að að marka leiðina. Crumb hóf útgáfu myndasögublaðsins ZAP Comix 1967 og í kjölfarið litu margar af hans þekktustu sögupersónum dagsins Ijós; þar má nefna Mr Snoid, Mr Natural, Fritz the Cat og „Keep on truckin” kallana. Þrátt fyrir hömluleysið sem Crumb leyfði sér að tjá á pappírnum voru enn verk sem áttu eftir að koma umheiminum í opna skjöldu. Crumb hitti annan leitandi listamann, S Clay Wilson, skömmu eftir útkomu fyrsta tölublaðs ZAP. Wilson benti Crumb á það væri alger þvæla að reyna að fela nokkurn hlut fyrir lesendum. Þeir gætu sjálfir ákveðið hvað þeir læsu og hvað ekki. Crumb tók þessi orð til sín og hóf að teikna sögur sem snérust í sífellt ríkari mæli um kynferðislegarfantasíur hans. Þessum hugrenningum hafði hann haldið fyrir sjálfan sigfrá unga aldri en í kjölfar þessarar hugljómunar brustu allar flóðgáttir. Stereótýpiskar, sterkbyggðar konur í stuttum pilsum með kúlulaga afturenda, gríðarlega kálfa og breið læri voru það sem kynheimur Crumbs snérist um. Á ferli sínum hefur Crumb síendurtekið opinberað sína dýpstu þrár í garð þessara óraunverulegu kvenna. Þannig hefur honum tekist að niðurlægja og misþyrma kvenlíkamanum á allan mögulegan og oft ómögulegan hátt. Þær eru óhagganleg og tilfinningasljó nautnatól á meðan Crumb lýsir sjálfum séralltaf sem pervisnu sníkjudýri, iðandi af þrá og greddu. Sjálfsskoðun Crumbs var og er iðulega mjög gagnrýnin. Hann flettir sig klæðum í bókstaflegum skilningi í myndasögum sínum og leitar djúpt inn á viðtil að koma reglu á ólgandi tilfinningalíf sitt. Hann leitast við að losa sig undan þeim höftum sem hann sjálfur og samfélagið hafa lagt á hann á lífsleiðinni. Hann lítur í eigin barm og sér húmorinn og tragedíunna í sjálfum sér, hvort tveggja jafn mikilvægt. Hvað sem hverjum kann að þykja um umfjöllunarefni Crumbs þá dylstengum sem virðir fyrir sér teikningar hans að þar er snillingur á ferð. Æfingin leynir sér ekki. Myndir hans bera með sér einhvern organískan keim, eins og þær séu framlenging af líkama teiknarans. Hvort sem litið er til fígúratívari verka hans eða þeirra sjálflægari, skín húmorinn í teikningunum í gegn. Þetta tvennt gerir Crumb aðgengilegri en marga af samtímamönnum hans innan neðanjarðargeirans sem ekki bjuggu yfir samskonar myndrænni frásagnargetu. S CLAY WILSON S Clay Wilson útskrifaðist úr listaháskóla með allt á hornum sér. Honum var sérstaklega í nöp við yfirvaldið og ekki skánaði það þegar hann var skikkaður í herinn. Þar fékk hann þjálfun sem sjúkraliði og kennslumyndir um skuröaðgerðir, aflimanir og umbúnað á sárum áttu eftir að reynast honum dýrmætur heimildabrunnur þegar hann hóf að teikna myndasögur. I kjölfarið fór hann svo á rúntinn á mótorhjólinu sínu og lifði hálfgerðu flökkulífi. Eins og áður sagði hittust Wilson og Crumb þegar ferill þess síðarnefnda var að komast á flug. Auk þess að meðtaka orð Wilsons um hömluleysi í frásagnagerð, heillaðist Crumb af teikningum hans. Þar var að finna í einni mynd þéttofnar ofbeldisorgíur sem litu út eins og hluti lengri sögu, sögu sem segja mætti í myndasöguformi. Öllu ægði saman á l'M fi TOLtRfiNT PERSDN...ITÍ A FREE CDONTRy...lF THÉV wfiNT to usreN to obnoxkxjs ft>p music.rrs thm Risht, but THer foRoe it on you...yoo crnt esoipe from ine sh it ; irs ButRywfcre/ in FtsmuRfiNrs, foR iNSTflNce... TSS- nnn&hhh P-^THIS > MUSIC lí SOKT OF IRRJtfiTING, HOH 80B? S MBQB&LKS Ö7S® Wffl » Mi i »»M wwMimm NEÐANJARÐARMYNDASAGAN 167
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208

x

Gisp!

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gisp!
https://timarit.is/publication/1525

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.