Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Blaðsíða 14
12
Þessa visnun í viðkomumætti innsveitarstofnsins verður varla hægt
að skoða öðruvísi en sem úrkynjunarmerki. Á þessu ári átti sér
ekki stað nema ein einasta fæðing í þessu prestakalli — að vísu tví-
burafæðing. Það skiptir mjög í tvö horn, þegar faxúð er austur yfir
Blöndu, yfir í Bólstaðahlíðarhreppinn, því að þar er ár eftir ár hæst
fæðing'artala af öllum sveitum héraðsins, enda er þar margt af ungu
fólki og miðaldra, mannvænlegu og frjósömu. Samt sem áður hefir
og' fólki fækkað þar nokkuð sökum burtflutnings, en sá burtflutn-
ingur mun hafa orðið nær eingöngu af Laxárdalnum. Á 6 árum hefir
fólki í sveitum Austur-Húnavatnssýslu fækkað urn 224, en fjölgað
í kauptúunum um 115. Mannfækkunin í Auðkúluprestakalli er þar
af 56.
Ólafsfí. Nokkrar fjölskyldur hafa flutzt bixrtu til Akureyrar og
Sigluf jarðar.
Svarfdæla. Fólksfjöldi stóð nærri í stað í héraðinu — fjölgaði
dálítið á Dalvík, en fækkaði í sveitunum.
Akureyrar. Þrátt fyrir allt atvinnuleysið heldur fólkið áfram að
streyma til bæjanna.
Höfðahverfis. Fólkinu í héraðinu hefir fækkað. 2 vztxx bæirnir á
Látraströnd hafa lagzt í eyði.
Reyðarfj. Fólki fækkar hér árlega sem eðlilegt er. Þeir flytjast í
burt, sexn komast það. Fæðingum fæklcar, því að menn hafa ekki ráð
á að eig'nast börn.
Síðu. Héraðsbxium fækkar stöðugt, og stafar það einkum af því,
að menix flytja burtu, aðallega til Reykjavíkur, en svo er líka barn-
koman lítil.
III. Sóttarfar og sjúkdómar.
Heilsufar á árinu var almennt með langbezta móti, enda mann-
ciauði minni en nokkurn tíma áður. Nokkur undantekning mun jxó
hafa verið um sumar byg'gðir á Austurlandi, þar sem inflúenza náði
sér nú niðri, en Austfirðir höfðu varizt henni árið áður.
Læknar láta þessa getið:
Hafnarfj. Farsóttir lítið gert vart við sig.
Skipaskaga. Heilsufar yfirleitt gott á árinu.
fíorgarfj. Heilsufar yfirleitt gott.
fíorgarnes. Heilbrigði mátti heita góð — engin veruleg landfarsótt.
Dala. Yfirleitt gott heilsufar allt árið, og kvað lítið að farsóttum.
Regkhóla. Heilsufar gott á árinu. Á farsóttum bar litið og voru
þær vægar.
Flategjar. Heilsufar almennt heldur gott.
Þingeyrar. Heilsufar gott á árinu.
Flateyrar. Engar meiri háttar farsóttir hafa g'engið á árinu og'
heilbrigði verið í góðu meðallagi.
Hóls. Heilsufar í betra lagi.
Ögur. Heilbrigði með bezta móti.