Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Blaðsíða 33
31
Læknar láta þessa getið:
Síðu. Varð var við hlaupabólu á 2 bæjum.
Vestmannaeyja. Gerði vart við sig á skólabörnum, sem þegar var
bönnuð skólavist, og sömuleiðis börnum af sömu heimilum.
Eyrarbakka. Sjúklingar allir í Ölfusinu, flestir í Hveragerði. Smitið
barst beint úr Reykjavík.
Auk framangreindra sótta geta læknar um þessar farsóttir:
Angina Plaut-Vineent: í Rvík eru taldir á mánaðarskrám um 12
sjúklingar með þenna sjúkdóm: í janúar 1, febrúar 1, maí 2, júní 1,
september 2, október 1, nóvember 3 og desember 1. Eftir aldri og
kvni:10—15 ára: 1; 15—20 ára: k. 4; 20—30 ára: m 4; 30—40 ára:
m. 1, k. 2.
Febris herpetica: í sama héraði er getið um 3 sjúklinga með þenna
sjúkdóm, alla í júnímánuði, 2 börn eða unglinga 5—10 ára og 10—15
ára og 1 karlmenn 40—60 ára.
Tetanus neonatorum: í Bíldudals er talið á mánaðarskrá 1 barn
á fyrsta ári með þenna sjúkdóm.
Otitis media epidemica: I Hólmavíkurhéraði eru 6 sjúklingar taldir
á mánaðarskrá. í janúar 2 (1 m. 20—30 ára og 1 k. 15—20 ára),
september 2 börn 1—5 ára og 'í október 2 börn á sama aldri. Héraðs-
læknir lætur þess getið, að eins og undanfarin ár hafi þessa kvilla
orðið vart sem sjálfstæðs sjúkdóms með hita og langvarandi graftar-
útferð, venjulega úr báðum eyrum.
Encephalitis acuta: I Akureyrarhéraði 1. I sama héraði
Septicaemia: 1 in. 40—60 ára.
Soor: I Reykdælahéraði 2 börn í júní 1—5 ára.
Erythema exsudativum multiforme: í Norðfjarðarhéraði 1 sjúklingur
í október (k. 30—40 ára).
Febris ephemera: í Eyrarbakkahéraði 1 sjúkl., k. 15—20 ára, í júlí.
Psittacosis: Er landlæknir hafði haft fregnir af því, að sjúkdómur
þessi hefði gert vart við sig í Færeyjuin og verið rakinn þar til smitunar
frá fýlungum, ritaði hann hinn 30. nóvember 1937 héraðslæknunnm
í Vík í Mýrdal og Vestmannaeyjum, þeim tveimur byggðum hér á
landi, þar sem fýlungatekja er mest stunduð, og vakti athygli þeirra
á málinu, spurði þá, hvort verið gæti, að sjúkdómurinn hefði þegar
stungið sér niður í héruðum þeim, og lagði fyrir þá að vera á verði á
næsta veiðitíma og síðan eftirleiðis. I skýrslum sínum svara báðir
héraðslæknarnir þessu erindi, en í næstu Heilbrigðisskýrslum mun
segja meira af þessum sjúkdómi.
Læknar láta þessa getið:
Mýrdals. Ég liefi leitað mér upplýsinga hjá Víkurbændum og öðr-
um fróðum mönnum, og ber öllum saman um, að aldrei hafi komið
hér illkynjuð lungnabólga, sem hægt væri að setja í samband við fýl-
ungaveiði. Fýlunginn er tekinn hér um miðjan ágúst, sigið eftir
honum í björgin. Fuglinn er reyttur og annaðhvort étinn nýr eða
saltaður. Samkvæmt upplýsingum Jóns Halldórssonar hefir veiðin
minnkað stórlega á seinni árum. Árið 1886 voru veiddir á báðum
Víkurbæjum um 5000 fýlar, en árið 1938 aðeins 800. Nokkuð er um