Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Blaðsíða 72
70
og tókst fæðing slysalaust á þann hátt. Takmörkun barneigna fer
heldur í vöxt, þó að hægt fari. Og við ber það, að leitað er eftir
fóstureyðingu, þótt ástæður séu ekki nægar að dómi læknis.
Miðfj. í 14 tilfellum var læknir viðstaddur fæðin gar á árinu. 4
sinnum var aðeins um deyfingu að ræða, 9 sinnum um hríðarleysi
eða langvarandi fæðingu, og vorU gefin hríðaukandi lyf ásamt svæf-
ingu. 1 kona hafði eclampsia. Var það 28 ára gömul primipara. Hafði
hún haft pyelitis snemma á meðgöngutímanum, en síðan verið heilsu-
góð. Fæðing byrjaði seint um kvöld og hafði konan sæmilegar hríð-
ir um nóttina. Klukkan að ganga 6 um morguninn var í ofboði senl
til mín. Hafði konan þá fengið krampakast og var meðvitundarlítil,
er ég' kom stuttu siðar. Ég gaf henni 4 ccm. pernocton í æð og síðan
aether. Við exploratio vaginalis virtist vera komin talsverð opnun
og að líkindum sitjandafæðing, eins og seinna kom í ljós, en fóstrið
lítið gengið niður. Var látið ráðast að gefa konunni lítið eitt af pitui-
tríni, og stuttu síðar var gerður framdráttur. Náðist barnið lifandi.
Konu og barni heilsaðist vel. Stuttu eftir fæðingu var mældur blóð-
þrýstingur hjá konunni og reyndist 170/105.
Rlönduós. Sóttur alls 16 sinnum í tilefni af fæðingu, en í 4 skipti
þar af, eftir að barnið var þegar fætt. Tangarfæðing var eltki nein á
þessu ári, en vendingu og framdrátt gerði ég tvisvar sinnum, í annað
skiptið vegna framhöfuðsstöðu á mjög stórum burði og' daufrar sóttar,
sein eftir mikla örfun legsins snerist þó á endanum upp í tetanus
uteri, meðan ég var að ná barninu, sem var andvana, en í hitt skiptið
vegna þverlegu á síðari tvíbura. Merkilegasta fæðingin var þó hjá
stúlku hér á Blönduósi, sem var aðeins 13 ára og smávaxin eftir
aldri. Grind hennar var allt of þröng' fyrir barnið, sem óg 16 merkur,
svo ég flutti hana á sjúkrahúsið og gerði á henni keisaraskurð með
aðstoð Sigurðar berklayfirlæknis, sem hér var staddur í eftirlits-
l'erð. Fylgjan lá á framhlið legsins, og hefir svo verið við 3 af þeim
4 keisaraskurðum, er ég hefi gert, svo að skera varð gegnum hana og
fylgjubeðinn. Talsverð blæðing var úr leginu, en annars heilsaðist
bæði barni og' móður vel. Mín var tvisvar leitað vegna fósturláts,
en ljósmæður geta engra, enda munu þau ekki koma öll í Ieitirnar.
Takmörkun barneigna er nokkur, en sízt hjá þeiin, sem skyldi, því
að nokkrar vandræðafjölskyldur auka hér kyn sitt, eftir því sem
náttúran frekast leyfir, oddvitanum til ama og öllum góðum mönn-
um til hugarangurs.
Hofsós. Læknis vitjað til 6 sængurkvenna á árinu. Eitt skipti vegna
abortus, sem var að mestu um garð g'enginn, þegar læknir kom. Tví-
vegis vegna sóttleysis, og fengu konurnar injectionir, fyrst með
thymophysíni, sem oftast reynist ágætismeðal, þegar um litla opnun
er að ræða, og síðar með pituitríni. I 3 tilfellum var um að ræða
grindarþrengsli, og var þá byrjað með thymophýsini og pituitrín-
injection, þar til tiltækilegt þótti að koma að töng. í 2 tilfellum fædd-
ust börnin andvana.
Ólafsfí. Mín var 14 sinnum vitjað til sængurkvenna (þar af einu
sinni fósturlát). I eitt skiptið kom ekki til neinnar aðgerðar. Fæð-
ingar gengu yfirleitt vel. Einu sinni notuð töng, öðru sinni gerður