Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Blaðsíða 110
108
Vestmannaeijja. Ávalt ga;tt sérstakrar varúðar gagnvart veikluð-
um börnum .
Rangár. Nýtt skóla- og samkomuhús úr steinsteypu var reist á
árinu i Þykkvabæ. Er samkomuhúsið langstærsta og vandaðasta hús,
sem enn þá heiir reist verið í sýslunni til slíkra nota. Skólahúsið
er sérstök álma, sem veit á móti suðri, úr aðalhúsinu, vel vandað,
bjart og sólríkt. Er skólastofan ætluð 25 börnum. Húsið hitað upp
með miðstöð.
Eyrarbakka. í Gaulverjarbæjarhreppi er kennt á 3 stöðum, og 2
þeirra eru með öllu óhæfir, en annað betra er ekki að hafa, eins og
nú standa sakir. Ég hefi ritað hreppsnefnd og skólanefnd um þetta
og lagt áherzlu á, að ráða til úrbóta yrði leitað hið bráðasta. Sá
skriður er nú kominn á það mál, að telja má víst, að heimavistar-
skóli verði reistur í Gaulverjabæ á næsta sumri.
Keflavíkur. Nýr myndarlegur skóli er nú reistur í Sandgerði. Eru
þar 2 ágætar kennslustofur ásamt leikfimissal, vinnustofum í kjall-
ara ásamt miðstöðvarofni og W. C. Þessi nýi skóli ásamt hinum
nýja skóla i Höfnum er stór bót frá því, sem var. Nú eru í 2 hrepp-
um enn þá algerlega ófullnægjandi skólar, og skólinn í Keflavík
l'er að verða of lítill.
12. Barnauppeldi.
Læknar láta þessa getið:
Ólafsfj. Eitthvað vantar sjálfsagt á, að barnauppeldi sé í lagi, eink-
anlega á sumrin. Þá vinna allir: börnin, þegar þau fara að geta
eitthvað, karlar og húsma'ður Iíka, bæði úti og inni, og vinna vel og
rösklega. Ganga þá vngri börnin oft sjálfala og eftirlitslaus fram
á nætur.
Öxarfj. Barnauppeldi er vafalaust víða ábóta vant, og margir for-
eldrar, sem ekki láta sér detta í hug' uppeldi, þ. e. a. s. neitt um áhrif
gerða sinna og annarra á börnin.
Berufj. Mér virðist börn hér hafa fullmikið sjálfræði. Lítur jafn-
vel svo út, sein þau ráði vfir foreldrum sínuin, en ekki öfugt. Suinir
bafa komizt svo að orði um sum börn hér, að þau alist upp á útigangi.
Vestmannaeyja. Barnauppeldi agalítið á mörgum stöðum. Börnin
læra enga mannasiði og orðbragð þeirra ljótt innbyrðis. Barnavernd-
arnefnd starfar að uppeldismálum vanræktra og vandræðabarna.
13. Meðferð þurfalinga.
Læknar láta þessa getið:
Skipaskaga. Meðferð þurfalinga er góð, og á árinu var sett á stofn
elliheimili handa kauptúninu. Hreppurinn hefir náð eignarhaldi á
húsi, sem hann síðan setti i stand og bætti, og er þar rúm fyrir
11—12 manns auk herbergis ráðskonu.
Ólafsvíkur. Þurfalingar eru margir í sjávarþorpunum, og er þeim
liðsinnt eftir mætti, en af litlu er að taka, og þvrfti betra að vera.
Iíöfðahverfis. Meðferð þurfalinga góð, eftir því sem ég bezt veit.
Hróarstungu. Meðferð þurfalinga verður að teljast sæmileg.