Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Blaðsíða 44
42
sáust hjá öllum hinum mynduðu, nema 1 stúlku 11 ára, enda hafði
hún ekki legið, en verið rannsökuð aðeins af því, að bræður hennar
báðir, yngri en hún, höfðu veikzt verulega. Eins og við mátti bú-
ast, sló felmtri á fólkið út af þessu ástandi, og um stundarsakir
gleymdist því, að berklaveikin hafði árum saman, eða jafnvel ára-
tugum saman, verið allaðsúgsmikil í þessu þorpi. Enginn smitandi
berklasjúklingur var til í þorpinu, svo að vitað væri, og hvaðan gátu
þá öll þessi ósköp stafað? Að sjálfsögðu tók ég að svipast um eftir
uppsprettu sýkinnar. Mér varð fyrst fyrir að líta til þeirra þorpsbúa,
sem vitað var um, að verið höfðu berklaveikir og' höfðu dvalið í
liælum eða sjúkrahúsum sem slíkir. I>ar var um að ræða 3 stúlkur og
1 unglingspilt. Engin stúlknanna hafði nokkru sinni verið talin smit-
andi, enda voru þær allar taldar albata nú. Pilturinn hafði, að þvi
er ég bezt veit, verið talinn hafa tb. al. loc. (tibia), og var algróinn,
þegar hann kom af Landsspítalanum. Hann hafði alltaf verið talinn
hraustur í lungum, og sjúkdómurinn í fætinum hafði elcki tekið
sig upp. Frá þessu fólki var því einskis ills að vænta. Næst varð
mér að minnast þess, að hér í plássinu eru eins og' víðar brjóstþungir
menn með mikinn „purulent" uppgang, sem þeir auðvitað hafa enga
varúð með, heldur þeyta frá sér, hvar sem þeir eru staddir og svo
að segja á hvað, sem fyrir er. Það var nú að vísu svo, að enginn
þessara manna hafði nána umgengni eða mök við þá, sem sýkzt höfðu,
en eigi að síður var það þó ekki með öllu óhugsandi, að þeir kynnu
að geta verið smitvaldar, ef þeir reyndust „bacillerir" á annað borð.
í þriðja og síðasta, en ef til vill ekki í sízta lagi, mátti vel hugsa sér,
að urn innanskólasmit gæti verið að ræða, jafnvel þótt skólaskoðun
um haustið hefði ekki leitt neitt grunsamlegt í ijós. Nú var hafizt
handa um fullnaðarrannsókn á hinum sýktu og um eftirgrennslanir
á uppruna sýkingarinnar, eftir því sem föng voru á. Fyrst var stofnað
til röntgenmyndatöku af þeim, sem sýkzt höfðu, með þeim árangri,
er að framan greinir. Sú rannsókn gaf ágætar upplýsingar um ástand
sjúklinganna, en veitti auðvitað engar bendingar um það, hvar smit-
valdsins væri að leita. Ivennslukonan, sem áður var um getið, var
einnig mynduð, en ekkert grunsainlegt var að sjá. Næst sneri ég
mér að því að gera berklapróf á börnum og unglingum. Var það
framkvæmt í 4 hreppum, Eyrarbakka-, Stokkseyrar-, Sandvíkur- og
Ölfushreppum, dagana 4. 5.—21. 5. Á Eyrarbakka voru prófuð öll
börn og unglingar á aldrinum 1—16 ára (inclusive). Og í hinum 3
hreppunuin öll börn og unglingar á aldrinum 1—15 ára (inclus.).
Síðastliðið haust voru svo berklaprófuð börn í öllum öðrum hrepp-
um héraðsins jafnframt skólaskoðuninni, en þá varð því ekki við
komið að prófa börn utan skólaskyldualdurs, því að ógerningur
var að færa ungbörn sainan á einn stað í sveit hverri, þegar komið
var haust og allra veðra von. Það gerði og óhægara um vik, að slík
samfærsla hefði orðið að ske tvisvar sinnum, því að enginn kenn-
aranna hafði nokkru sinni séð „positíva“ útkomu, svo að þeim varð
ekki treyst til þess að skoða árangurinn, en hann var í öll skiptin
skoðaður eftir 72 klst. Er ég' hal'ði lokið berklaprófunum í þeim