Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Blaðsíða 55
53
eyri og' fá þar rannsakað í sér blóðið. Síðast í septeinber fór hún
loks þangað. Reyndist hnn hafa anaemia perniciosa, fékk campholon-
sprautur og kom aftur nokkru fyrir jól. Fékk hér áfram campholon-
sprautur vikulega og var á góðum batavegi um nýárið. Sahli þá 90%.
3. Appendicitis.
Blönduós. Er hér sem fyrr merkilega algengur sjúkdómur. Hefi
á árinu skorið burt 21 botnlanga.
Höfðnhverfis. Til 1 botnlangabólgusjúklings var ég sóttur á árinu.
Seyðisfj. Síðustu árin hafa komið fyrir fleiri og fleiri appendicitis-
tilfelli, sem flest hafa verið sannprófuð með uppskurði.
Norðfj. Var tíður kvilli, og hefi ég' skrásett 14 sjúklinga. Voru
nokkrir þeirra opereraðir.
Reyðarfj. 4 tilfelli.
Mýrdals. 3 tilfelli.
Vestmannaeyja. Undir þessum sjúkdómi er ekkert eigandi, og er
hnífsaðgerð í byrjun kasts bezta ráðið við honum.
Grimsnes. Mjög algeng hér.
Keflavíkur. Skráðir 4 sjúklingar.
4. Avitaminosis.
Borgarfj. Rachitis: 3 tilfelli, væg'.
Ögur. Rachitis: Vitjað tvisvar vegna þessa sjúkdóms. Allþung
tilfelli. Víða sér merki vægari tilfella.
Höfðahverfis. Scorbutus: 1 sjúkling hafði ég', sem var með
snert al' skyrbjúg. G;if ég honum viðeigandi bætiefni, og varð hann
brátt alheill eftir að liann fór að nota þau.
Reykdæla.1) Mb. cordis, sem talinn er dauðaorsölc 3 manna, ætla
ég, að standi í sambandi við B 1-vítamínskort. Algengast er,
að ég' setji sjúkdómana í samband við vitamínskort og hafi diagnós-
urnar með þeim nöfnum, t. d. B1 hypovitaminosis til (sic!) beri-beri,
en læt það koma sem skilgreiningu, hvort sjúkdómurinn lýsir sér
sem: polyneuritis, mononeuritis (ischias, lumbago o. s. frv.), morbus
cordis, oedema crurum, asthenia, insomnia, handadofi og jafnvel
fleira. Það, sem staðfestir trú mína, er, að þetta læknast í nærri öllum
tilfellum, þar sem ég hefi sett það í samband við Bl-skort, með Bl-
gjöfum og mataræðisráðleggingum. Handadofi og þróttleysi er ákaf-
lega útbreitt, sérstaldega hjá konum. Oft koma þær og biðja um blóð-
mælingar. Sahli reyndist oftast vera milli 60—80%, en blóðmeðul
duga ekki. Aftur á móti hressast þær fullkomlega við Bl-vitamíngjöf,
þó að þær fái engin blóðaukandi lyf. C-vítaminskortur lýsir sér oft
með mæði, sérstaklega við snögga áreynslu, gastralgi og blæðinguin
úr tannholdi. Sönnunarmerki gingivitis, breytingar í húð, sérstaklega
á útlimum, mjög aukinn hjartsláttur við snögga áreynslu, C-vítamin-
próf á þvagi (dichlorphenolindophenol). Síðast en ekki sízt sannast
C-skorturinn með bata við C-vítamíngjafir og reglum um mataræði.
C-vítaminskortur mun vera afar útbreiddur, en yfirleitt á lágu stig'i.
Oft uppgötvast hann í sambandi við aðrar skoðanir, t. d. skólaskoð-
1) Þessi fræði eru prentuð liér sem sýnishorn pess, liversu sumir ungir læknar
hafa drukkið sig ölvaða í vítaminkenningum síðustu tíma og stöðva sig illa á
hálkunni,