Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Blaðsíða 86
Konungur staðfest.i skipulagsskrár fyrir eftirtalda sjóði til heil-
brigðisnota:
1. Skipulagsskrá fyrir minningarsjóð O. C. Thorarensen lyfsala
(1. febr.).
2. Skipulagsskrá fyrir minningarsjóð hjónanna Þorgerðar Jónsdólt-
ur og Guðmundar Jónssonar frá Hornstöðum í Dalasýslu (12.
marz).
3. Skipulagsskrá fyrir sængurkonusjóð Þórunnar A. Björnsdóttur,
ljósmóður (25. apríl).
4. Skipulagsskrá fyrir styrktarsjóð handa ekkjum og munaðarleys-
ingjum í Svalbarðsstrandarhreppi (26. apríl).
5. Skipulagsskrá fyrir sjúkrasjóð Mývetninga (18. maí).
6. Skipulagsskrá fyrir styrktarsjóð Gunnars Þorbergssonar Oddson
frá Neshjáleigu handa ekkjum og börnum manna búsettra í
Loðmundarfirði og Sevðisfirði, er í sjó drukkna (31. ágúst).
Til læknaskipunar og heilbrigðismála var eytt á árinu kr. 728157,17
(áætlað hafði verið kr. 669481,00) og til almennrar styrktarstarf-
semi kr. 1618490,66 (áætlað kr. 1592500,00) eða samtals kr. 2346647,83.
Á fjárlögum næsta árs voru sömu liðir áætlaðir kr. 660731,00 -j-
1618800,00 = 2279531,00.
2. Heilbrigðisstarfsmenn.
Tafla I.
Á læknaskipun urðu eftirfarandi breytingar:
Karl Guðmundsson, læknir á Þingeyri, skipaður 31. des. 1937 hér-
aðslæknir i Dalahéraði frá 1. janúar 1938 að telja. Jóhann Þorkels-
son cand. med. & chir. skipaður 3. janúar héraðslæknir í Akureyrar-
héraði frá 1. s. m. Þórður Oddsson stud. med. & chir. settur 31. jan-
uar héraðslæknir í Ögurhéraði frá 1. s. m. Sæbjörn Magnússon, hér-
aðslæknir á Hesteyri, skipaður 17. febr. héraðslæknir í Ólafsvíkur-
Iiéraði frá 1. júní. Valtýr Valtýsson læknir skipaður 24. apríl héraðs-
Iæknir i Hróarstunguhéraði frá 1. maí. Daníel Daníelsson cand. med.
& chir. skipaður 11. maí héraðslæknir í Hesteyrarhéraði frá 1. júní.
Karl. Magnússon, héraðslæknir í Hólmavíknrhéraði, settur 14. maí
til að gegna Reykjarfjarðarhéraði ásamt sínu héraði frá 1. apríl og
aftur 14. des. frá 1. s. m. Ríkarður Kristmundsson ráðinn aðstoðar-
læknir við Kristneshælið frá 1. júní. Baldur Johnsen cand. med.
& chir. settur 25. maí héraðslæknir í Revkjarfjarðarhéraði frá 1.
júlí. Ásbjörn Stefánsson cand. med. & chir. ráðinn 16. júní til að
sinna lækningum á Raufarhöfn um síldveiðitímann. Þorbjörn Þórðar-
son, héraðslæknir í Bíldudalshéraði, leystur frá embætti 14. ágiíst frá
1. sept. Guðinundur Guðfinnsson, héraðslæknir í Fáskrúðsfjarðar-
liéraði, andaðist 30. júlí. Ólafur Thorarensen stud. med. & chir.
settur 16. ágúst héraðslæknir í Fáskrúðsfjarðarhéraði frá 1. s. m.
Ólafur P. Jónsson cand. med. & chir. settur 25. ágúst héraðslæknir
í Bíldudalshéraði frá 1. sept. Sigurður Magnússon yfirlæknir á Vífils-
stöðum leystur frá embætti 24. sept. frá 1. ianúar 1939. Snorri Ólafs-
son cand. med. & chir. settur 30. sept. héraðslæknir í Fáskrúðs-