Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Blaðsíða 62
fiO
gefa börnunum skammt af þorskalýsi daglega á kostnað viðkom-
andi hreppa. Börn alls 151. Bólgnir hálseitlar 7, stækkaðir kok-
kirtlar 4, hryggskekkja 3, myopia,2, flogaveiki 1, taugaveiklun 1.
Hryggskekkja skólabarna virðist oft koma af því, að börnin séu í
iangan tíma látin gæta ungbarna og batnar venjulega, ef tekið
er fyrir það.
Miðfj. Alls var skoðað 171 barn. Berldapróf var gert á skóla-
börnum á Hvammstanga, og' reyndust 9 berklasmituð að 36. Ekkert
af skólabörnunum reyndist hafa alvarlega sjúkdóma.
Blönduós. Skoðuð 187 skólabörn. Aðeins 1 krakki talinn berkla-
veikur, og' er það þó hæpið, því að stúlka sú hafði hilusbólgu fvrir
nokkrum árum, en hefir verið heilsugóð síðan. Algengasti líkams-
gallinn auk þessa er eins og vant er, sjóngalli í einhverri niynd og
þar næst rachitiskar rifjaskekkjur, ef vel er að gáð. Sjóngallar 27,
rifjaskekkjur 21, scoliosis 7, hypertrophia tonsillarum 5, flatt brjóst
4, blóðskortur 3, diathesis exsudativa 3, hjartagaliar 2, málgallar
2, epilepsia 1, paresis post poliomyelit. 1, kúpubak 1, heyrnardeyfa 1,
eitlaþroti 1, neurasthenia 1, blepharitis 1, eczeina 1, cicatrix post
ambustionem 1. Gallalaus voru 38 börn eða 20,3%. Líkamslýtalaus,
en með nit voru 48 börn eða 25,7%.
Hofsós. Eng'ir sérstakir kvillar. Liís ekki horfin, en minnkar með
liverju ári.
Siglufj. Við skólaslit voru 16 börn með lús eða nit, en í byrjun
skólaársins 41. Hjúkrunarkona starfaði við skólann.
Úlafsfí. 1 barn var með eitlaberkla, en álitið hættulaust. Var samt
stutt í skóla. Fékk fljótlega hita og conjunctivitis ekzematosa og
var sent til Akureyrar. Yfirleitt sýndi Tallquist nú minna haemo-
globin heldur en í fyrra (sumar sólarlítið). 2 börn höfðu 55%, 52
60%, 59 65%, 29 70% og' 4 75%. Eitlaþrota liöfðu 66 börn, hyper-
trophia tonsillar. 17, vegetatio adenoid. 5, scoliosis 12, vestigia
rachitidis 11, psoriosis 1, adenitis axillaris 1, genu valgum 1, torti-
collis 1, strabismus 1, herpes zoster 1, acrocyanosis 1 og balbutio
1 (skoðuð alls 146).
Svarfdæla. Engu barni bönnuð skólavist með öllu, en 2 drengj-
um með spondylitis tbc. secju. (gibbus) var leyft að vera aðeins
nokkurn part úr kennsludeginum á skólabekk. Eitlaþroti 26, kok-
eitlaauki 19, hryggskekkja 5, augnakvillar 5, kryptorchismus 3,
nefkvillar 3, höfuðverkur 2, eczema 2, seborrhoea 2 (skoðuð alls
234).
Akureyar. Barnaskólinn á Akureyri (645 börn). Öll þau börn,
er reyndust ný Mantoux -þ á árinu, voru gegnlýst og rannsökuð
nánar, svo og þau önnur börn, er voru Mantoux -j- og einhver
ástæða þótti til að láta athuga nánar. Alls voru 43 börn gegnlýst
og 5 röntgenmynduð vegna gruns um berkla. Sjóngallar 69, heyrnar-
deyfa 9, hálseitlastækkun (hypertrophia tonsillar.) 41, eitlaþroti 87,
nárakviðslit 6, beinkröm (rachitis tarda) 5, eczema 4, liðagigt 2,
ofsakláði (urticaria) 4, psoriasis 3, Calvé-Perthes 2, hryggskekkja
21, léttari en aldur bendir til 22, blóðleysi 6, kryptorchismus 4,
hormontruflanir 5, offita (adipositas) 3, meltingartruflanir (dys-