Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Blaðsíða 40
38
fyrir 2 árum. Af skólabörnum voru alls 26% Moro +. 6 börn eru
í ár í fyrsta sinn skráð Moro +, á aldrinum 11—13 ára og þó flest
(4) 13 ára. Dreifast þessi nýju tilfelli jafnt á 4 skóla héraðsins, og
verður með engu móti rakin smitunaruppspretta — getur vel verið
utan héraðsins. Mjög greinilega skáru nýsmituðu börnin sig úr um
þroska á fyrstu 3 mánuðum skólaársins.
Hesteyrar. Af 110 börnum reyndust 15 Moro +, eða ca. 14%. Af
19 börnum á Sæbóli voru 5 Moro + eða ca. 26%, enda er þar mest
um berkla í héraðinu.
Hólmavíkur. Berklaveiki varð mjög lítið vart á árinu, og er hún
áreiðanlega alltaf í rénun í héraðinu nú á síðari árum. Heftiplásturs-
túberkúlínpróf var gert á öllum börnum í héraðinu á þessu ári á
aldrinum 1—15 ára. Reyndist það ærið verk að fara á hvert heimili í
héraðinu. Skoðun eftir á annaðist héraðslæknir að mestu leyti sjálf-
ur, nema í einum hreppi. Þar fól hann skoðun glöggum manni (póst-
inum) eftir að hafa kennt honum að lesa árangurinn í jákvæðum
tilfellum. Af 437 börnum, sem rannsökuð voru, reyndust 42 eða
ca. 10% jákvæð.
Miðff. Berklasjúklingar með mesta móti í héraðinu í árslok.
Blönduós. Berklaveiki hefir farið minnkandi á árinu enda engar
l'arsóttir gengið, sem draga þann dilk á eftir sér. Berklarannsóknir
voru gerðar hér venju fremur á árinu. Þannig gegnlýstum við Sig-
urður Sigurðsson berklayfirlæknir um 100 manns, er hann var hér
á eftirlitsferð um haustið, en Pirquetpróf gerði ég í sambandi við
skólaskoðunina bæði á Blönduósi og á Skagaströnd, en víðar varð
því ekki ívið komið að sinni. Sýndi það allmiklu meiri berklasmitun
á Skagaströnd en hér á Blönduósi, eða á Skagaströnd 9 börn með
jákvætt próf af 26 alls á 9—13 ára aldri, en á Blönduósi aðeins 4 af
20 á sama aldri. Þarf að taka Skagastrandarkauptún til rækilegri
athugunar í þessu efni.
Ólafsfj. Moropróf var g'ert á öllum skólabörnum, 146 að tölu.
Reyndust 27 +, eða tæp 18,5%. Ef skólastaðir eru athugaðir sér,
kemur í Ijós, að hér í kauptúninu eru 24 + af 113, eða 21,2%. Á
Hofi á Kleifum ekkert + af 14 eins og árið áður, en samanlagt í
sveitinni eru 3 + af 19, eða tæp 16%. Af nýkomnum börnum voru
4 +. 2 hafa átt berklaveika foreldra, 1 hefir haft tuberculosis carpi.
Ókunnugt um herklaveiki í ætt hins fjórða. 8 börn voru + nú i ár,
sem voru í fyrra. Mér er kunnugt um, að 2 af þessum börnum
hafa átt berklaveika foreldra (systur áðurnefndra 2 barna). 1 þeirra
bjó í sama liúsi og kona, sem fannst herklaveik í haust og' var smit-
andi (er nú á Kristneshæli). Mér er ókunnugt um berklaveiki í
skylduliði hinna 5 barnanna.
Svarfdæla. Sumt af þeiin berklasjúklingum héraðsins, sem höfðu
ekki neitt samband við mig, munu hafa farið til eftirlits til heilsu-
hælislæknanna í Kristnesi (gamlir sjúklingar þaðan?), en læknarnir
ckki látið mér í té neinar upplýsingar um sjúklingana að skoðun
lokinni, og er það mjög bagalegt. í júlí og ágúst gerði ég, samkvæmt
beiðni berldayfirlæknis, berklapróf á öllum börnum 1—14 ára í