Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Blaðsíða 90
88
bæjar- og sveitarfélögum, sjúkrasamlögum og ríki, yfirleitt að %
frá hverjum aðila. í skýrslum stöðvanna er þessa getið:
1. Heilsuverndarstöð Reykjavíkur.
Berklavarnir: Alls komu til stöðvarinnar í þessu skyni 3579
sjúklingar, þar af í fyrsta sinn 2412. Af hinum nýju sjúklingum voru
640 karlar, 918 konur og 794 börn, og voru 158 eða 6,7% með virka
1 ungnaberkla. Smitandi voru 38 eða 1,6%. Auk þess fundust greini-
legar berklabreytingar (óvirkar eða sem eftirstöðvar eftir berkla-
veiki) hjá 425 eða 17,7%. Meðal þeirra 1167 sjúklinga, sem komu
á árinu, en stöðinni voru kunnir áður, fundust einkenni um virka
berklaveiki hjá 100 eða 8,6%. Þar af voru smitandi 22 eða 1,9%.
Stór liluti hinna eða um 33% höfðu óvirkar berklabreytingar eða
eftirstöðvar eftir berklaveiki. Auk þess að sinna þeim sjúklingum,
sem nú voru taldir, hefir stöðin starfað að hóprannsóknum. Hafa
þannig verið skoðuð öll skólabörn, sem berldapróf kom út á, auk
þess kennarar og starfsinenn ýmissa stofnana. Alls hafa á þenna
hátt verið rannsakaðir 950 manns. 570 sjúklingar voru röntgen-
myndaðir, 7177 skyggningar framkvæmdar, 12 sjúklingum var visað
í Ijóslækningar og 83 útveguð spítala- eða heilsuhælisvist. Séð var
um sótthreinsun á heimilum 37 smitandi sjúklinga. Gerðar voru
1430 loftbrjóstaðgerðir, 530 hrákaskoðanir og 535 berklaprófanir. Alls
fóru fram 7282 Iæknisskoðanir á stöðinni. Stöðvarhjúkrunarkon-
urnar fóru í 2380 heimsóknir á heimilin. Allar aðg'erðir og eftirlit frá
stöðinni var sjúklingunum að kostnaðarlausu. Heimsóknardagar að
viðstöddum læknum voru 4 sinnum í viku.
U n g b a r n a v e r n d : Ungbarnaverndarhjúkrunarkonan fór í 3191
vitjun á heimilin, stöðin fékk 406 nýjar heimsóknir barna og 2062
endurteknar heimsóknir. 24 mæður leituðu ráða hjá stöðinni og voru
því alls 2492 heimsóknir þangað. 42 barnshafandi konur leituðu til
stöðvarinnar, þar af voru 25 nýjar heimsóknir. 83 börn fengu ljósböð
á árinu. Heimsóknardagar að viðstöddum lækni voru tvisvar í viku,
og einu sinni í mánuði var tekið á móti barnshafandi konum.
Frá stöðinni var lánað: barnavöggur, barnafatnaður, hitamælar og
hrákakönnur. Gefið var lýsi, barnafatnaður og aðrar vörur, sem stöð-
inni bárust til útbýtingar. Allar gjafir til stöðvarinnar voru metnar
til peninga, og voru þær kr. 2500,00 virði.
2. Heilsuverndarstöð Akureyrar.
Heilsuverndarstöð tók hér til starfa 15. júlí 1938. Starfar hún aðal-
lega að berklavörnum. Hefir stöðin sæmilegan húsakost í sjúkra-
húsinu og afnot af röntgentækjum þess. Við stöðina starfa héraðs-
læknirinn, yfirlæknirinn í Kristnesi og 1 hjúkrunarkona. Aðsókn að
stöðinni hefir verið hin bezta og virðist fólk yfirleitt mjög ánægt
með hana. Á þessu hálfa ári hafa 327 manns vitjað stöðvarinnar,
þar af hafa 234 verið af Akureyri, 74 annars staðar úr Eyjafjarðar-
sýslu og 19 úr öðrum sýslum. Framkvæmdar hafa verið 301 skyggn-
ing', 20 röntgenmyndir verið teknar, berklapróf gert á 219, blóðsökk
250 sinnum og hrákar rannsakaðir 45 sinnum. Áf þeim, sem leituðu
til stöðvarinnar, reyndust 49 hafa virka berklaveiki eða 15%. 4 voru
með smitandi lungnaberkla, 37 með virka lungnaberkla, en ekki smit-