Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Blaðsíða 43
41
húsum og fengið góðan bata, og verður það til þess, að hinir, sem
fara þurfa, sýna minni tregðu við að fara á sjúkrahús en áður.
Fáskrúðsfj. Berklaveiki stöðugt í rénun. Berklapróf var gert á 145
skólabörnum, Moropróf á börnum, sem voru 12 ára eða vngri, en
Ihrquetpróf á hinum. Reyndust 12 börn eða 8,3%.
Berujj. Berklapróf var nú í fyrsta sinn gert á öllum skólabörn-
um, 101 alls, og auk þess á börnum og unglingum, sem til náðist
í sveitunum, 41 að tölu. En sökum víðáttu héraðsins og erfiðleika
á að skoða eftir á, var foreldrum og kennurum falið að athuga
árangur prófsins. Eftir svörum að dæma eru um 8% af skólabörn-
um Moro -j- og af börnum og unglingum utan skólaaldurs 7,3%,
en þau eru öll utan Djúpavogs. I barnaskólanum á Djúpavogi revnd-
ust 3 +, 44 h-. Hefi ég framkvæmt berklapróf hér við skólann siðan
ég kom hingað 1935. En þá voru 37% +, 1936 21%, 1937 15% og
1938 6%. bessi 37%, sem árið 1935 voru Pirquet +, voru flest að
byrja skólavist, og eru nú flest farin úr skóla, og þau, sem nii
reyndust +, eru 12 og 13 ára. Þetta bendir til þess, að hér hafi ekki
verið smitberar allmörg undanfarin ár. Árið 1932 veiktist hér af
lungnaberklum unglingur, sem siðan hefir verið oftast á Vífilsstöð-
um. Flest barna þeirra, sem hafa verið + þessi ár, eru skyldmenni
hans og 2 systkini. í sveitunum hefir verið mjög lítið um berkla-
veiki í allmörg ár, að undanskilinni Berufjarðarströnd, en þar var
líka útkoma berklaprófsins önnur. Á berklabæjunum þar voru 7
börn skólaskyld i haust, og af þeim voru 3 +, en 4 -í-. 1 af þessum
fjórum veiktist skömmu síðar af hilustub. og varð þá auðvitað +.
Af óskólaskyldum börnum og unglingum á sama svæði, sem voru
7 samtals, reyndust 3 +, en 4 -í-. Til berklaprófs var notuð Moro-
aðferð.
Hornnfj. Pirquet- og Moropróf gerð á öllum skólabörnum, og
hafði ekkert pósitívt bætzt við síðan síðast. Berklayfirlæknirinn kom
i sumar með Súðinni og hafði meðferðis röntgentæki til gegnlýs-
ing'ar. Hafði ég smalað um 20 manns, er ég helzt taldi geta verið
grunsamlega. En svo slysalega tókst til, að við gegnlýsingu á 4. eða
5. manni bilaði tækið, svo að ekki var meira að gert að sinni.
Síðu. Ég gerði berklapróf á börnum með plástursaðferðinni, en lét
kennarana athuga útkomuna. Varð hún yfirleitt -h, aðeins 3 börn
+. En þar sem ég gat ekki athugað það sjálfur, hefi ég ekki sett það
á skýrsluna — ég treysti ekki öllum, sem lesa áttu úr, svo vel.
Vestmannaeijjn. Tala skrásettra var f. á. 76, nú í árslok 57. Okkur
læknum hér kom saman um að afskrá þennan fjölda lir berkla-
veikisbókinni, þar sem okkur var kunnugt uin, að margt af þessu fólki
hefir verið hraust og vinnufært um nokkur undanfarin ár.
Eyrarbakka. Eg gat þess i síðustu ársskýrslu, að í ársbyrjun síð-
astliðins árs (1938) hefðu allmargir unglingar veikzt og legið með
sótthita, sem þegar þótti grunsamlegt um, að berklar væru undir-
rótin að. Þetta sannaðist til fulls við röntgenmyndatöku, sem fram-
kvæmd var í Landsspítalanum 25. marz 1938. Myndaðir voru 19
sjúklingar, allir á aldrinum 7—14 ára nema einn fullorðinn karl-
maður 34 ára. Meiri og minni einkenni um virka brjóstholsberkla
6