Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Blaðsíða 23
21
eru þó ekki taldir nema 20 sjúklingar alls. Hún kom með manni
austan af Fljótsdalshéraði, en þangað mun hún hafa borizt frá
færeysku skipi. Hún hagaði sér einkennilega að þvi levti, að aðeins
nijög fáir fengu hana á hverjum bæ, en urðu allmikið veikir og áttu
lengi í henni. Það er eftirtektarvert, að þessi faraldur kom nær ein-
göngu í ofanverðan Bólstaðahlíðarhrepp, en hann varðist inflúenz-
unni, sem gekk hér um héraðið árið á undan.
Olafsfj. í desember byrjaði inflúenzan, og gerði hún eftir áramótin
mikinn usla.
Akureijrar. 1 nóvembermánuði kom hér nokkur infliienza upp í
bænum, og byrjaði hún i Menntaskólanum, án þess að með vissu
verði sagt, hvaðan hún hefir borizt þangað. Veikin var fremur væg
og góðkynja, og er ekki vitað uin neitt dauðsfall af hennar völdum.
Engar sóttvarnarráðstafanir var ástæða til að gera.
Höfðahverfis. Ég hefi ekki talið, að inflúenza hafi komið fyrir á
árinu, jafnvel þótt kvefsóttin í desembermánuði líktist hcnni að
sumu leyti.
Reykdæla. Gekk í ágúst. Margir skráðra voru vegavinnumenn.
Gaus aftur upp í október, aðallega í Laugaskólunum, og munu flestir
skráðra þaðan.
Öxarfj. Talin ganga í Færeyjum síðastliðið vor og barst hingað með
Færeyingi, en breiddist ekki út.
Vopnajj. I desember gekk í héraðinu allnæm kvefsótt, sem haldin
var inflúenza. 1 barn fékk kveflungnabólgu, en annars gerðu fylgi-
kvillar ekki mikið vart við sig.
Norðfj. í júlí—sept. skáru sig nokkur — alls 18 — kvefsóttartil-
felli úr, sein virtust haga sér öðruvísi en önnur um líkt leyti. Sá ég
vitanlega, hve hæpið var að greina þetta í sundur, en gerði það þó,
að því tilskildu, að rekja mætti samband í milli. Ekki skýrði fram-
haldið málið, því að þetta fjaraði lit, og varð munurinn ógreinilegri.
Reijðarfj. Væg og engir áberandi fylgikvillar.
Fúskrúðsfj. Inflúenza gekk hér í 4 mánuði.
Berufj. Barst í héraðið, sennilega austan af fjörðum, seint í maí
og var viðloðandi hingað og þang'að í héraðinu þangað til í nóvem-
ber. Hagaði sér að ýmsu leyti öðruvísi en títt er um infliienzu, og
liefði ég talið hana vera kvefsótt í mánaðaskrám. En þar sein þetta
er óefað sama veiki og nágrannar mínir fyrir snnnan og vestan telja
vera inflúenzu, sé ég ekki ástæðu til að skera mig þar úr. Veiki þessi
tók að visu nokkur hús hér í þorpinu í júní, en sýkti þó víðast ekki
nema 1—2 á heimili, að undanskildu einu, þar sem hún tók alla,
hvern eftir annan, og menn lágn í 2—3 vikur (hjá mér sjálfum).
Suniir lágu í viku eða meira án nokkurra annarra einkenna, en fengu
síðan bronchitis, sem stundum varð slæm. Ekkert bar á fylgikvillum.
Hornafj. Inflúenzu nefndi ég faraldur þann, sem barst inn í hér-
aðið í júlí austan af Djúpavogi. Breiddist hægt út og ekki almennt
og lítið eða ekki út fyrir Nesjarhrepp í júlí og ágúst, en eftir það
virtist hún útdauð. Þó er eins og hún hafi leynzt einhvers staðar,
því að um og eftir áramót fara að stinga sér niður einstök tilfelli,
sein liktust mjög þessum sumarkvilla, en eru þó skráð sem kvefsótt.