Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Blaðsíða 99
97
neyzla í kaupstöðum og þorpum verður almennari með hverju ári.
Berjavinnslu gefa menn og aukinn gaum.
Læknar láta þessa getið:
Ólafsvíkur. Fatnaður er yfirleitt áberandi fátæklegur og vanhirtur,
einkum þó á börnum, sem mörg eru allt of kuldalega klædd. Heimils-
iðnaður er víðast lítill eða enginn, einkum í þorpunum. Matargerð
er fábreytt og ábóta vant, en virðist þó meiri sómi sýndur en fatnað-
inum. Til framfara má telja aukna mjólk í þorpunum og þó aðallega
í Ólafsvík. Heimabrætt þorskalýsi er nokkuð notað. Garðrækt fer
heldur vaxandi, og eru kartöflur nær eingöngu ræktaðar.
Hesteijrar. Viðurværi er g'ott yfirleitt. Hvergi hefi ég rekið mig á
avitaminosis. Fólk gengur sæmilega til fara, en ekki kunna allir að
klæða sig gegn kulda. Einkum er fótabúnaðurinn lélegur. Gúmskór
svipaðir Ieðurskónum gömlu eru ekki hentugir í vetrarferðum yfir
Strandafjöllin. Nokkuð er af heimaunnum fatnaði, einkum nærföt-
iim. Talsvert er um prjónavélar í héraðinu. 1 spunavél, 15 þráða, er
á Hesteyri.
Hólmavíkur. Læknir hefir einkum brýnt fyrir fólki notkun ullar-
nærfata. Þau má vinna svo vel, að viðkvæmasta hörund venjist alveg.
En ullarnærfötin eru fyrsta skilyrði fyrir góðum klæðnaði. Kart-
öflurækt fer mikið í vöxt, enda lifsskilyrði, ef aðflutningur á korn-
vöru kynni að teppast vegna styrjaldar. Héraðslæknir lét byggja
geymsluhús fyrir garðávexti síðastliðið haust úr torfi. Geymdust þeir
ágætlega. Meðalhiti hússins reyndist í vetur ca. 1%° á Celsius.
Blönduós. Fatnaður hefir heldur litlum breytingum tekið, en
matargerð færist óefað í réttari átt, því að ræktun matjurta vex, og
ljölbreytni þeirra verður meiri. Einkum brýni ég fyrir fólki að leggja
meiri áherzlu á ræktun grænkáls, sem hægt er að taka af jörðinni
grænt og gómsætt fram eftir öllum vetri.
Höfðahverfis. Fatnaður svipaður og í öðrum sveitum landsins.
Menn ganga mikið í ullarnærfötum, og ullin, sem til þeirra þarf, er
að miklu leyti unnin heima, spunnin í spunavélum og' prjónuð síðan
í prjónavélum. Hér lifa menn mikið á fiski, dálítið á kjöti og tiltölu-
lega mikið á mjólk. Hér á Grenivík hafa flest allir 1—2 kýr, en svo-
lítið þarf að kaupa að af mjólk. Neyzla jarðepla er töluverð og hefir
farið vaxandi með vaxandi jarðeplarækt,
Reijkdæla. Fatnaður mun hafa breytzt liér eins og annars staðar,
er smekklegur og virðist svara tilgangi sínum. Mataræði liefir breytzt
á undanförnum árum þannig, að bætiefnalaus og' bætiefnarýr kaup-
staðavarningur (hveiti, sykur, sagó, hrís o. s. frv.) hefir að miklu
leyti komið í staðinn fyrir heimaframleidd matvæli. Kaffidrykkja
hefir víða komið í stað mjólkurdrykkju. Stöku bændur, sem eiga til
gamla búreikninga, geta séð, að sykur-, kaffi- og hveitikaup hafa
10—20-faldast. Þess ber að gela, að menn eru fyrir misjafnlega
mörgum árum hættir að mala kornið heima.
Öxarfj. Mjög Htið nýtt um fatnað að segja. Helzt það, að hinn inn-
lendi skófatnaður er í ósvífnu verði og hinn útlendi í skjóli hans dýr.
Matargerð breytist alltaf hægt og' hægt í þá átt, að nýmeti (að mestu
gamalt — niðursoðið -— fryst) vex og' fjölbreytni rétta verður meiri.
13