Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Blaðsíða 102
100
búið. Mjólkurbú Ölfusinga er lagt niður að öðru leyti en því, að þar
er nú seyddur mysuostur.
Grímsnes. Mjólkurmeðferð er víðast hvar góð og hefir farið batn-
andi, síðan mjólkurbúin komu til sögunnar. Ókostur við mjólkurbúin
er það, að flestir bændur freistast til þess að láta alla mjólkina í
búin, svo að nota verður smjörlíki eingöngu á heimilunum. Búin
senda hverjum framleiðanda heim osta og skyr í hlutfalli við mjólkur-
magn hans, og er það höfuðkostur, því að annars mundu þessar
vörur ekki vera notaðar á heimilunum að neinu ráði.
Keflavíkur. Mjólkurframleiðsla er töluverð og nokkuð af henni
flutt til Reykjavílcur. Kröfur eru gerðar um þrifnað og þeim fylgt
eftir ástæðum víðast vel.
7. Áfengisnautn. Kaffi og tóbak.
Lítið er kvartað undan áfengisnautn utan kaupstaðanna nema sem
smánarbletti á almennum skemmtunum og' öðrum samkomum. Þá
vekur það athygli, hve konur neyta meira áfengis og tóbaks en
áður tíðkaðist.
Læknar láta þessa getið:
Hafnarfj. Lítið drukkið af bæjarmönnum.
Borgarnes. Áfengisnautn virðist freinur minnka, og heimabrugg
heyrist ekki nefnt. Kaffi- -og tóbaksnautn of mikil sem fyrr.
Ólafsvíkur. Tóbak er notað í óhófi, kaffi er mikið drukkið, en
áfengisnautn lítil.
Dala. Áfengisnautn litil og fer sennilega minnkandi. Hins vegar
er kaffi og tóbak mikið um hönd haft.
Reykhóla. Áfengisnotkun lítil. Heimabrugg ekkert.
Ögur. Drykkjuskapur virðist mér mjög lítill í héraðinu. Kaffi er
mikið notað, en af tóbaki nær eingöngu neftóbak.
Hesteyrar. Áfengisnautn aðeins í hófi. Kaffi- og tóbaksnautn eins
og gengur.
Miðjj Áfengisnautn er fremur lítil, að því er ég' held, og tóbaks-
nautn heldur minnkandi.
Blönduós. Áfengisnautn mun vera svipuð og verið hefir og gætir
hennar helzt á skemmtunum, því að sumir ungir menn hér hafa þann
sið að drekka sig fulla á samkomum og vaða þar uppi með óróa.
Stúlkurnar ungu virðast kunna þessu merkilega vel, enda eru þær
sumar hverjar engir eftirbátar piltanna, er til tóbaksnautnar kemur,
en ekki ber á þvi, að þær hafi vín um hönd. Yfirleitt er hér
dansfíkn mikil á sumrin, svo að haldin eru eitt eða fleiri böll
um hverja helgi, og er eins og hundi sé boðin heil kaka, ef eitt-
hvað á að hafa til skemmtunar með dansinum. Aftur á móti er lagt
svo mikið upp úr jazzmúsikinni, að hljómtrúðar eru fengnir með
ærnum kostnaði alla leið frá Akureyri eða Borgarnesi, þegar mikið
þykir við þurfa.
Sauðárkróks. Drykkjuósiðir og tóbaksnautn hefir vaxið talsvert hin
siðari árin og þá helzt meðal unga fólksins. Danssamkomur eru
gróðrarstíur og útbreiðslufundir fyrir þessa ósiði.