Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Blaðsíða 108
106
Þingeijrar. Þrifnaður og umgengni í skólunuin virðist í góðu lagi.
Lýsisgjafir fara fram allan námstímann.
Hóls. Ekki hefir stækkun á barnaskólanum komizt til framkvæmda,
og ekki hefir heldur orðið úr kaupum á Ijóslækningatækjum.
Ögur. Skólaskoðun fór fram tvisvar á skólaárinu í öllum skólum
liéraðsins. Fylgzt var með framförum barnanna yfir skólatímann
í samráði við kennara. Sérstök skólahús eru hvergi i héraðinu nema
í Reykjanesi — annars staðar er kennt í samkomuhúsum héraðanna
eða í stofum í íbúðarhúsum. í Reykjanesinu hafa Nauteyrarhreppur
og' Reykjarfjarðarhreppur sameinazt um skóla og heimavist.
Hesteyrar. Húsakynni skólanna eru vægast sagt léleg og' kreppa
mjög að allri fræðslu barnanna, líkamlega sem andlega. t vetur verð-
ur komið upp vatnssalerni í Hesteyrarskólanum.
Blönduós. Skólaeftirlit er ekki svo gott sem skyldi, og er orsökin
fyrst og fremst sú, að oft eru skölastaðirnir ekki ákveðnir, fyrr cn
eftir að skólaskoðun er lokið.
Ólafsfj. Skólaskoðun fór fram hér í kauptúninu í miðjum sept-
ember. í sveitinni var kennt á 3 stöðum. Hafa verið vandræði með
húsrúm fyrir farskólann hingað til, en nú mun eig'a að reisa hluta
af heimavistarskóla á næsta sumri, svo að þar á kennsla að geta
farið fram á vetri komanda. En mjög' finnst mér valið á skólastaðnum
hafa mistekizt. Hann mun eiga að vera léleg kotjörð í miðri sveit,
en völ var á heitum stað á góðri jörð, sem sé á Reykjum, sem að
vísu er næstfremsta jörð í sveitinni, en fjarlægð frá kauptiininu ekki
meiri en ca. 15 km. A þeim stað eru heitar laugar og hin eina sjálf-
gerða sundlaug frá náttúrunnar hendi, sem ég hefi séð, grasi gróin
dæld á að gizka nokkrir tugir metra á lengd og 5—8 metrar á breidd,
og þarf ekki nema stiflu til þess, að laugin sé nothæf. Lýsisgjöf var
hætt skólaárið 1938—39. Bar eitthvað á, að börnum yrði bumhult
við inngjöfina. Héraðslæknir hefir athugað um meðalhæð og þyngd
barna eftir aldri í barnaskóla Ólafsfjarðar. Meðalhæðarauki í 7 mánuði
frá 15. sept. 1938 til 15. apríl 1939 2,9 cm, meðalþyngdarauki sömu
barna 2,6 kg; meðalhæðarauki í 1 ár frá 15. sept. 1937 til 15. sept. 1938
5,6 cm, meðalþyngdarauki söm'u barna 2,4 kg. Börnin tóku vöxtinn
út jafnt allt árið, en þyngdaraukinn kom allur á skólaárið, og meira
að segja virtist hvert barn tapa að meðaltali 0,2 kg, ef rétt er reiknað.
Að vísu eru börnin fá, sem reiknað er með eða um 100 og saman-
hurðurinn í rúmt ár. En ef sama kæmi í Ijós að staðaldri, mætti
skýra þetta fyrirbrigði með eftirtöldum atriðum: Börnin hér byrja
i'lest ung á vinnu, aðallega við línustörf (stokka upp o. s. frv.) og
mæta sennilega missvefni, einkum bin eldri, matmálstímar eru óreglu-
iegir o. s. frv. Vertíðin er sem kunnugt er sumarvertíð. Skólabörn
hér hafa að vísu mjög mikinn eril á vetrum einnig, því að þegar
snjór er og sæmilega viðrar, er hvert einasta barn á skíðum meiri
hluta dags utan skólatíma. Gæti ég því ímyndað mér, að eftirfarandi
atriði ætti meiri þátt i áðurnefndu fyrirbrigði, en það er, að yfir-
leitt má ætla, að fæði sé almennt betra yfir veturinn. Síðari hluta
sumars fara peningar að koma inn fyrir afurðir, og að haustinu
birgja menn sig upp með kjöt og aðrar sláturafurðir og fleira.