Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1938, Blaðsíða 61
59
Borgarfj. Tannskemmdir mjög miklar og aldrei meiri en nú. Heilsu-
i'ar barnanna annars gott.
Borgarnes. I haust skoðaði ég' öll börn á skólaaldri, og virtust þau
sæmilega hraust. Mikið ber þó enn á tannskemmdum og eitlaþrota,
einkum stækkun tungukirtla (hypertrophia tonsillarum).
Ólafsvíkur. Greinilegur eitlaþroti á 35, með áberandi blóðleysi 3,
hypertroph. tonsillar. 11, sjónveila 6, heyrnardeyfa 2, blepharitis 3,
psoriasis 1, trichophytia 1 (skoðuð alls 244).
Dala. Tala skólabarna 120. Ábóta vant um sjón 8 og hevrn 2. Eitla-
þroti 1, eitlingaauki 7, blepharitis 17, hryggskekkja 2, pectus carinat.
1 og psoriasis 2.
Flateyjar. Aðalkvillar lús og tannskemmdir. Á flestum skólastöðum
verður eitthvað vart við smávegis vanmet, svo sem kokeitlaauka,
smávegis eitlaþrota á hálsi (oftast frá skemmdum, vanhirtum tönn-
um), óverulega hrygg'skekkju. Verst er lúsin og tannskemmdirnar.
Patrcksfj. Eitlaþroti 81, eitlingaauki 34, kokeitlingaauki 14, anaemia
2, herpes tons. 1, verrucae man. 17, adenitis colli 5, impetigo 1, urti-
caria 1, blepharo-conjunctivitis 1, munnöndnn 1, alopesia areata 1
(skoðuð alls 241).
Flategrar. Anaemia 24, adenitis colli 14, hypertrophia tonsillar. 13,
vegetatio adenoid. 3, eczema scrophulos. 2, blepharitis 1, sjónskekkj-
ur 6, otitis media 1, heyrnardeyfa og heyrnarleysi á öðru eyra eftir
otitis media 2, scoliosis 5, pes planus 2, psoriasis 1, verrucosis 1,
herpes faciei 2, pharyngitis clironic. 3, parulis 6, naevus pilos. 1,
sequele ambustionis dorsi 1, vulnus contus. faciei 1, ungvis incarnat.
1 (skoðuð alls 173).
Ógur. Engir alvarleg'ir kvillar fundust, og engu barni var vísað
frá vegna veikinda. Mest kveður að tannskemmdum, sem eru þó
mjög mismunandi mikið útbreiddar í hinum ýmsu skólum. Mest
her á þeirn í barnaskólanum í Súðavík, 80% barnanna með meira
eða minna skernmdar tennur, þá í Seyðisfirði 70%, 65% í Ögur-
hreppi og' Snæfjallahreppi, en minnst 58% í barnaskólanum í Reykja-
nesi. Kvilli þessi fer með öðruin orðum minnkandi eftir því sem
fjær dregur sjávarplássunum, sem undanfarin fiskileysisár munu
hafa átt við mjög þröngan kost að búa. Mjög mikið ber á nit og'
iús nema í Reykjanesskólanum, enda er þar heimavist. Lítið um
lcirtlaveiki, og elcki varð ég var við áberandi blóðleysi. 1 stúlka
með agenesis m. pect. maj. sin. 2 stúlkur með sequele poliomyelitidis
ant. ac. (1935). Önnur stúlkan, 13 ára, með lamaðan hrygg og
þar af leiðandi byrjandi festingu á stærðar scoliosis og minni háttiir
kypholordosis. Ca. hálft afl í fótunum. Gengur með stuðningi. Hin
stúlkan, 11 ára, hefir nærri því algera lömum á neðri útlimum
og er ekið í hjólastól (skoðuð alls 123).
Hesteyrar. 110 börn voru skoðuð á öltum skólastöðunum, 8 tals-
ins. Heilsufar barnanna gott yfirleitt, þegar frá eru dreg'nir al-
gengustu kvillar, svo sem tannskemmdir, lús og þess háttar. Þó
voru nokkur barnanna, 15—20 talsins, fölleit, veikuleg og með tals-
vert bólgna eitla.
Hólmavíkur. Skólabörn yfirleitt hraust. Víðast hvar hefi ég látið