Fjarðarfréttir - 01.03.1985, Qupperneq 16

Fjarðarfréttir - 01.03.1985, Qupperneq 16
16 FJARÐARFRETTIR veglegt afmælismót Hraunbúa HRAUNBÚAR Hraunbúar minntust 60 ára afmælis skátastarfs í Hafnarfirði með veg- legum hætti. Á afmælisdaginn var farin blysför frá Hraunbyrgi og í Víði- staðakirkju þar sem sr. Sigurður H. Guðmundsson annaðist helgistund. Þaðan var síðan haldið í Hjálparsveitarhúsið og haldin kvöldvaka. Sunnu- daginn 24. febrúar var síðan boðið til veislu í félagsálmu íþróttahússins við Strandgötu, Var þar mikið fjölmenni, ræður haldnar og félaginu færðar veglegar gjafir í tilefni afmælisins. Hörður Zophaníasson rakti sögu Hraunbúa og minntist merkra áfanga í starfinu. Tókst afmælisfagnaður þessi hið besta undir stjórn Ólafs Proppé sem annaðist veislustjórn. Frá vinstri (fremri röð): Einar Guðmundsson, Guðjón Sigurjónsson, Vil- bergur Júlíusson. (Aftari röð): Gunnar Bjarnason, Hreiðar Sigurjónsson, Albert Kristins- son, Hörður Zophaníasson og Sigurður Baldvinsson, núverandi félags- foringi Hraunbúa. Hinir 7 hafa allir verið félagsforingjar Hraunbúa. Hjálparsveit skáta átti marga fulltrúa á staðnum. Hér eru Svavar Geirsson og Ingibjörg Kristinsdóttir, kona hans ásamt Jóni Ólafssyni gjaldkera hjálparsveitarinnar. Frá vinstri: Árni Grétar Finnsson, forseti bæjarstjórnar, Ólafur Proppé, formaður Hjálparsveitar skáta í Hafnarfirði, Ágúst Þorsteinsson, skáta- höfðingi íslands, Ásta Magnúsdóttir, formaður Sct. Georgsgildisins í Hafnarfirði, Sigurður Baldvinsson, félagsforingi Hraunbúa, og Hörður Zophaníasson, bæjarfulltrúi, sem orti Ijóð í tilefni dagsins og var það sungið í hófinu. Fremst má sjá Gunnar Bjarnason, fyrrverandi félagsforingja Hraunbúa, Láru Janusdóttur, Guðlaug Þórðarson og Ragnheiði Sigurbjartsdóttur. c> Lilja Ólafsdóttir, Fríða Ragnarsdóttir og Guðmunda M. Svavarsdóttir voru lengi starfandi saman í skátahreifingunni og halda reyndar enn hópinn. Að baki þeirra er Vilbergur Júlíusson fyrrum félagforingi Hraunbúa. Hreiðar Sigurjónsson, fyrrverandi félagsforingi Hraunbúa, Guðrún Magnúsdóttir og Þórunn Sigurðardóttir.

x

Fjarðarfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.