Fjarðarfréttir - 01.03.1985, Page 28

Fjarðarfréttir - 01.03.1985, Page 28
28 FJAROARFRÉTTIR 1» Jón Cunnarsson sýnir í Háholti um páskana Jón Gunnarsson, listmálari, opnar sína 17. einkasýningu í Háholti 30. mars n.k. Sýningin mun standa í hálfan mánuð og verður opin frá 14-22 daglega. Sýningin verður fjölbreytt, bæði olíu- og vatnslita- myndir. An efa verður margt um mann- inn í Háholti um páskana, enda enginn svikinn af verkum Jóns Gunnarssonar. Rafveitan í nýtt húsnæði? Rafveitunefnd hefur nýlega samþykkt að fara fram á heimild bæjarstjórnar til þess að hefja undirbúning að húsbyggingu fyrir starfsemina. í greinargerð með tillögunni kemur fram að Rafveitan hefur verið í núverandi húsnæði allt frá árinu 1947 og þá þegar verið litið á það sem bráðabirgðahúsnæði. Allt umfang Rafveitunnar hefur aukist mjög vegna stækkunar byggðar- innar og fjölgunar bæjarbúa. Núverandi húsnæði uppfyllir ekki almennar heilbrigðiskröfu varðandi atvinnuhúsnæði m.a. hvað lofthæð og vinnuaðstöðu starfsfólks snertir. í hinu nýja hús- næði er gert ráð fyrir skrifstofu og aðstöðu fyrir starfsfólk, verkstæði, efnisgeymslu og geymslu fyrir bifreiðar og vinnuvélar. Yrði þá öll starfsemi Rafveitunnar á einum stað en ekki dreifð eins og nú er raunin. Reiknað er með að hús- næðið verði byggt í áföngum. Raf- veitunefndin bendir á að heppilegir staðir geti verið svæði við Flata- hraun eða svæði norðaustur af kirkjugarðinum, sem afmarkast af Kaldárselsvegi og Reykjanesbraut. Sjóvinnunámskeið 1952 Fjarðarfréttum barst þessi skemmtilega mynd í hendur. Hún var tekin 1952 af þátttakendum í sjó- vinnunámskeiði hér í Hafnarfirði. Gaman væri ef einhver lesenda gæti sent blaðinu nöfn piltanna. Ford Fiesta er vandaður og rúmgóður bíll með nýtískulegt útlit. Hann er framdrifinn og býður upp á góða aksturseiginleika. Góð þjónusta og lítill rekstrarkostnaður hafa haldið Ford Fiesta í hærra endursöluverði en þekkist um sambærilega bíla hér á landi. Nú bjóðum við hinn sívinsæla Ford Fiesta á verði sem erfitt er að líta framhjá. Aðeins kr. 289.000.- Umbodid í Hafnarfirði Sýningarbíll á staðnum. Bílaverkstœði Guðvarðar Elíassonar Drangahrauni 2, ® 52310 og 51550

x

Fjarðarfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.