Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1967, Blaðsíða 63
I. Árferði og almenn afkoma.
Tíðarfar var lengst af óhagstætt. Loftvægi var 1,2 mb undir meðal-
lagi. Hiti var 1,2° undir meðallagi. Kaldast var með ströndum fram
norðanlands og í innsveitum á Norðausturlandi, hiti 1,5°—1,7° undir
meðallagi. Við suðurströndina og sunnanverðan Faxaflóa var mildast,
V20—1° kaldara en í meðalári, en annars staðar á landinu var hiti
1°—11/2° undir meðallagi. Árssveifla hitans var minnst um 10° á
annesjum austanlands. Við vesturströndina var hún 13°—15°, en við
norður- og austurströndina 12°—14°. 1 innsveitum var hún víðast
15°—16°, en mest tæp 18° í hásveitum á Norðausturlandi. Marz var kald-
asti mánuður ársins, en ágúst víða hlýjastur. Sjávarhiti var 0,2°
undir meðallagi samkvæmt mælingum á þremur stöðvum vestanlands,
en 1,3° undir því á tveimur stöðvum austanlands. Úrkoma var 98% af
meðalúrkomu á landinu öllu. Ársúrkoman var mest á Kvískerjum
2986 mm, en minnst á Grímsstöðum 358 mm. Sólskin mældist 1518 klst.
í Reykjavík, og er það 369 klst. umfram meðallag áranna 1901—1930.
Veturinn (desember 1966—marz 1967) var óhagstæður. Hiti var 1,1°
undir meðallagi. Úrkoma var 4% innan við meðallag.
Voriö (apríl—maí) var óhagstætt. Hiti var 1,7° undir meðallagi.
Kaldast var á Norðurlandi, 2°—3° undir meðallagi. Annars staðar á
landinu var yfirleitt 1°—1V20 kaldara en í meðalári. Úrkoma var 7%
innan við meðallag.
Sumarið (júní—september) var hagstætt nema í júní, og norðan-
lands var júlí einnig óhagstæður. Hitinn var 0,7° undir meðallagi. Kald-
ast var við norðurströndina. Úrkoma var 2% innan við meðallag á
öllu landinu.
Haustið (október—nóvember) var kalt, en ekki óhagstætt framan af.
Hiti var 2,0° undir meðallagi. Úrkoma var 77%A)
Árið 1967 varð óhagstætt þjóðarbúskapnum, og varð áframhald á
hinni óhagstæðu þróun, sem hófst síðari hluta árs 1966. 1 nóvember
1967 var gengi íslenzku krónunnar breytt, þannig að verðgildi erlends
gjaldeyris í ísl. kr. hækkaði yfirleitt um 32,6%. Þorskaflinn minnkaði
um 1,7% frá fyrra ári og síldar- og loðnuaflinn um 37,6%. Samsetning
aflans varð hagstæðari, þannig að heildaraflaverðmætið á föstu verð-
lagi minnkaði um 19,4%, enda þótt heildaraflinn minnkaði um 27,7%.
x) Tekið upp úr Veðráttan, ársyfirliti sömdu á Veðurstofu íslands.