Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1967, Blaðsíða 136
1967
— 134 —
að fyrrnefnd nágrannalönd eru með mun hærri tölur í sérdeilda-
skiptum sjúkrahúsum en við (Danmörk með 5.9, Noregur með
5.8 og Svíþjóð með rúmlega 6.4), verður samanburður óhagstæðari
okkur. Sjúkrarúm í sérdeildaskiptum sjúkrahúsum nýtast langtum
betur en í almennum sjúkrahúsum án deildaskiptingar. Á hinum fyrr-
nefndu verður legutíminn að jafnaði styttri, oft miklu styttri. Þegar
þar við bætist, að nýting sjúkrarúma í hinum minni almennu sjúkra-
húsum er mjög misjöfn, um 30—40 sjúkrarúm munu að jafnaði standa
þar auð, verður samanburðurinn enn óhagstæðari. Ennfremur munu
um 300 rúm í þessum sjúkrahúsum oftast vera notuð fyrir ellisjúka,
langlegusjúklinga eða geðveika. Hér á landi er meiri þörf rúma fyrir
ellisjúka og langlegusjúklinga en víðast annars staðar. (Svipað og í
Svíþjóð, Noregi og Danmörku). Ástæðurnar fyrir því eru mjög hár
meðalaldur hér, jafnvel með því hæsta sem þekkist. 1960—65 var hann
hjá körlum 70.8, en konum 76.2. Aðeins í Svíþjóð, Hollandi og Noregi
er hann álíka hár. Aukning í eldri aldursflokkum hefur farið vaxandi
hér, en þessir aldursflokkar þarfnast eðlilega miklu meiri sjúkrahjálpar
í hvívetna en hinir yngri. Þá veldur mikill skortur sjúkrarúma í geð-
veikrastofnunum landsins því, að allir geðsjúklingar, sem hægt er að
vista í almennum sjúkrahúsum, eru vistaðir þar, þó að batahorfur séu
þar miklu lakari. Sjúkraskýlin og önnur ódeildaskipt sjúkrahús eru
að talsverðu leyti notuð sem hjúkrunarheimili og geðveikrahæli. Aðeins
með vistun sængurkvenna, slysa og bráðra sjúkdóma koma minni
sjúkrahúsin í stað hinna sérdeildaskiptu sjúkrahúsa, en þá oftast með
lengri legutíma.
Af öllu þessu er Ijóst, að heildarrúmatala okkar og tölur á Norður-
löndum (Danmörku og Svíþjóð) eru ekki fyllilega sambærilegar.
Framtíðaráætlanir.
örðugt er að gera áætlanir um sjúkrahúsaþörf íslenzku þjóðarinnar
langt fram í tímann. Vegna smæðar þjóðarinnar og talsverðra sveiflna
í afkomu hennar, jafnvel frá ári til árs, hljóta allar áætlanir í þessu
efni að verða óvissar. Þannig má geta þess, að árið 1939 var barnkoma
hér á landi 19,4%0, árið 1957, eða 18 árum síðar, var hún 28,7%0, en árið
1967 var hún komin niður í 22,4%0, og sennilega hefur hún lækkað
síðan. Manndauði fer varla lækkandi úr því sem nú er, og vart hefur
orðið aukins brottflutnings fólks af landinu síðustu árin, sem vonandi
er þó stundarfyrirbæri. Allt hefur þetta áhrif á fólksfjöldann í land-
inu. Er ekki ráðlegt að áætla fólksfjölgunina nema 1.5—1.7% árlega
næsta áratuginn.
Að lokinni byggingu áfanga þess, sem nú er unnið að í Landspítala,
er nauðsynlegt, að þegar í stað verði hafizt handa um byggingu geð-