Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1967, Blaðsíða 137
— 135 —
1967
sjúkdómadeildar við Landspítalann, er rúmi um 100 sjúklinga, enn-
fremur stækkun fæðinga- og kvensjúkdómadeildar. Þá er stækkun
geislarannsókna- og geislameðferðardeildar aðkallandi. Einnig er mjög
nauðsynlegt að hefjast helzt þegar í stað handa um byggingar þær,
sem komið verður upp í félagi við læknadeild, svo sem ýmsar rann-
sóknarstofnanir og kennslustofur, þar sem horfið hefur verið frá
byggingu sérstaks læknadeildarhúss, ef tillögur bygginganefndarinnar
um stækkun lóðarinnar ná fram að ganga. Nokkrum sérdeildum þarf
auk þess enn að koma upp, sem vegna læknakennslunnar er æskilegt,
uð séu sem nánast tengdar Landspítalanum. Er því nauðsynlegt að
vinna sem eindregnast að stækkun Landspítalalóðarinnar, svo að hún
rúmi til viðbótar framtíðarbyggingar eigi minni en fyrir um 300 sjúkra-
rúm auk kennslu- og rannsóknastofnana, enda væri þá stofnunin í
heild orðin heppileg rekstrareining (um 700 sjúkrarúm).
Sé miðað við, að fólksfjölgun í landinu verði næstu ár um 3000—4000
uianns á ári, er nauðsynlegt, að komið verði upp um 40—50 sjúkra-
vúmum í landinu árlega. Er æskilegt, að sem flest þeirra verði í sér-
deildaskiptum sjúkrahúsum. Er þetta aðeins viðhaldssjúkrarúmatala,
þegar sjúkrarúmaþörfinni hefur áður verið fullnægt. Má ætla, að hin
fyrirhugaða byggingaráætlun Landspítala og Borgarspítala auk þriggja
til fjögurra sj úkrahúsastækkana úti á landi (Akureyri, Húsavík, Vest-
Wannaeyjar og Selfoss) endist fram á 9. áratuginn.
Um hlutverk og stærÖ Landspítalans sem háskólaspítala.
Mörgum þeirra, sem um sjúkrahúsmálefni ræða og rita, virðist ekki
vera ljóst, hvert hlutverk Landspítalans er. I flestum ríkjum Norður-
álfu er skipulag sjúkramála þannig, að það er talið hlutverk bæjar-
°g sveitarfélaga að annast sjúkrahúsakost landsmanna að langmestu
ieyti. Af því leiðir, að ríkissjúkrahúsin hafa aðeins lítinn hluta alls
sjúkrarúmafjöldans. Svo er þetta t. d. á öllum Norðurlöndum.
Hlutverk háskólasjúkrahúsa er í aðalatriðum eftirfarandi:
1- Að veita stúdentum, er nema læknisfræði, nauðsynlega fræðslu í
námsgrein þeirra, svo og öðru heilbrigðisstarfsliði. Þess vegna eru
háskólasjúkrahúsin látin ná til sem flestra sérgreina í læknisfræði
og helzt allra, ef kostur er á. Þess vegna eru þau yfirleitt stærri
en bæjar- eða borgarsjúkrahúsin, venjul. 500—1000 sjúkrarúm,
eftir því hvað heppilegt er talið vegna rekstrar. Mjög oft og jafn-
vel oftast er í sambandi við þessi háskólasjúkrahús fjöldi annarra
stofnana, sem frekar varða sjálfa læknakennsluna en sjúkrahúsið.
Þannig eru kennslugreinar fyrsta hluta og miðhluta læknanámsins
oftast nátengdar háskólasjúkrahúsunum, en þar eru kenndar náms-
greinar svo sem efnafræði, eðlisfræði, líffærafræði, lífefnafræði,
Hfeðlisfræði, lyfjafræði, meinafræði, sýklafræði o. fl., og eru rann-