Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1967, Blaðsíða 164
1967
— 162 —
1955. Formaður félags .... um tíma, meðlimur í . . . ., einnig í kirkju-
og karlakór á.....Stofnaði og stjórnaði unglinga- og tómstundaklúbb
á .... 1960—61, og loks í félagi .... um langt skeið og einn af stofn-
endum þess. Einna virkastur í félagsmálum mun hann hafa verið á
árunum 1959—61, og er hann þá í vínbindindi, enda formaður um 2ja
ára skeið í bindindis- og fræðslufélagi ...Hættir að mestu félags-
málastarfsemi fyrir 3—4 árum og hefur síðan einnig minnkandi af-
skipti af stjórnmálum.
Um þátt A. í félagsmálum er það helzt, að honum þótti margt tak-
ast vel, var talinn vinna gott og þakkarvert starf, einkum þegar hann
vann að félagsmálum unglinga, og varð hann vinsæll fyrir. Vínbindindi
sitt brýtur hann svo 1961, þá formaður í bindindisfélagi, og lýkur þar
þeim ferli hans. Um stjórnmálavafstur hans mun hafa verið eins og
gengur, þó þykir hann hafa tranað sér fram um of og hafa þar skipzt
á skin og skúrir. Gerði A. sér t. d. vonir um sæti á framboðslista til
bæjarstjórnarkosninga 1965, en hlaut ekki vegna vantrausts, og er þá
sagður hafa snúið baki við flokksmönnum sínum a. m. k. um tíma.
Konu sinni H. T-dóttur kynntist T. haustið 1951. Eftir eins árs
kynningu verður hún barni aukin, og hefja þau búskap þá og flytja á
heimili foreldra A. í fyrstu, en síðar í eigin hluta húss þess, sem A.
hafði byggt í félagi við föður sinn. Virðist til hjónabandsins að öðru
leyti stofnað af lítilli fyrirhyggju. Hafa þau búið saman síðan, utan
nokkra mánuði 1955, en þá skildu þau um tíma vegna ósamkomulags.
H. er sögð dugnaðar- og myndarkona, og eiga þau A. 3 mannvænleg
börn, stúlku 15 ára og syni 9 og 3ja ára. Sambúð þeirra hjóna mun í
fyrstu hafa gengið árekstralítið, en strax fyrstu árin byrjaði að örla á
erfiðleikum. Þau skilja 1955 í 3—4 mánuði, og fer A. þá til kaupfé-
lagsins á .....Sættast þá, og flutti H. austur þangað, og búa þau
eystra næstu 4 árin. Grunur leikur á framhjáhaldi beggja, og hefði það
þá átt sinn þátt í versnandi samkomulagi þeirra. Áfengisneyzla og fé-
lagsmálavafstur A. verður með árunum aðalþrætuepli þeirra, og árin,
sem hann er í bindindi 1959—1961, virðast afskipti hans af félags-
málum nægja til þess. I stuttu máli eru fyrrnefnd atriði stöðugt og í
vaxandi mæli orsök óánægju og rifrildis. Lengst af reyndu þau að
ræða málin, en það endaði oftast með öðru rifrildi, og loks var svo
komið, að þagað var þunnu hljóði og öll tilraun til lausnar vandanum
látin lönd og leið. Eiginkona A. ber honum þrátt fyrir allt þá sögu, að
hann hafi verið góður heimilisfaðir, mikið uppáhald barna sinna. Hins
vegar segir hún, að gætt hafi vaxandi afskiptaleysis hin síðari árin og
liggi hann nú gjaman fyrir, lesi í bók, virðist þunglyndur, eins og inni-
lokaður og skeyti minna um konu og böm en áður. Fjárhagur og af-
koma hefur verið góð og aldrei undan því að kvarta.
Áfengis neytir A. fyrst 17 ára, hófsamlega fyrstu árin, en talsverð