Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1967, Blaðsíða 100
1967
— 98 —
Vopnafj. Nýtt og vandað skólahús tekið í notkun. Ráðin skóla-
hj úkrunai’kona. Fór hún í skólana af og til til eftirlits.
Austur-Egilsstaða. Tekinn var í notkun nýr heimavistarskóli fyrir
börn og unglinga að Hallormsstað, og standa að honum tveir hreppar úr
Austurhéraðinu og tveir úr Norður-Egilsstaðahéraði. Er þetta hið
fegursta hús og virðist vandað að öllum frágangi.
IX. Heilbrigðislöggjöf.
Á árinu voru sett þessi lög, er til heilbrigðislöggjafar geta talizt (þar
með taldar auglýsingar birtar í A-deild Stjórnartíðinda):
1. Lög nr. 8 4. marz, um breyting á lögum nr. 58 1966, um vernd
barna og ungmenna.
2. Lög nr. 13 28. marz, um breyting á læknaskipunarlögum, nr. 43
12. maí 1965.
3. Lög nr. 30 29. apríl, um breyting á lögum um almannavarnir,
nr. 94 29. des. 1962.
4. Lög nr. 39 29. apríl, um breyting á lögum nr. 23 1. febr. 1952,
um öryggisráðstafanir á vinnustöðum.
5. Lög nr. 53 22. apríl, um fávitastofnanir.
6. Lög nr. 83 29. desember, um biæyting á lögum nr. 40 30. apríl
1963, um almannatryggingar.
Þessar reglugerðir og samþykktir varðandi heilbrigðismál voru
gefnar út af ríkisstjórninni (birtar í B-deild Stjórnartíðinda):
1. Reglur nr. 4 11. janúar, um útgáfu öryggisskírteina um smíði
vöruflutningaskipa.
2. Samþykkt nr. 8 18. janúar, fyrir Vatnsveitu Mjóafjarðar.
3. Reglugerð nr. 9 19. janúar, um holræsi á Þórshöfn.
4. Reglugerð nr. 10 19. janúar, fyrir Vatnsveitu Þórshafnar.
5. Samþykkt nr. 20 8. febrúar, fyrir Vatnsveitufélag Stóru-Mástungu.
6. Reglugerð nr. 21 10. febrúar, um vemd barna og ungmenna í Búð-
ardalskauptúni.
7. Reglugerð nr. 33 11. marz, um viðauka við reglugerð nr. 51 15. maí
1964, um gerð og búnað ökutækja o. fl.
8. Reglugerð nr. 35 18. febrúar, um varnir gegn smitandi hringskyrfi
á nautgripum og öðrum húsdýrum af völdum sveppa (dermato-
mycosis).
9. Auglýsing nr. 41 26. apríl, um viðauka og breytingar nr. 1 á Lyfja-
verðskrá II frá 10. ágúst 1966.
10. Reglugerð nr. 45 10. marz, um breytingu á reglugerð nr. 242 14.
nóvember 1966, um lyf og læknisáhöld í íslenzkum skipum.
11. Samþykkt nr. 46 11. marz, fyrir Vatnsveitufélag Borgarhafnar í
Borgarhafnarhreppi, Austur-Skaftafellssýslu.