Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1967, Blaðsíða 93
— 91
1967
öryggisástæðum. Úr málmiðnaðinum hafa verið teknir til rannsóknar
menn, sem vinna við raf- og logsuðu og höfðu kvartað um mikið slen
og þreytu að loknum vinnudegi. Ekki var að finna hjá þeim ákveðna
sjúkdóma, er starf þeirra gæfi tilefni til. Nokkrir málarar, dúklagn-
ingamenn og menn, sem unnið hafa við cellulose-úðun á húsgagnaverk-
stæðum og bifreiðaverkstæðum, hafa verið rannsakaðir vegna þess, að
borið hafði á húðútbrotum á nokkrum þeirra. Á þessu ári var haldið
áfram hávaðamælingum á ýmsum vinnustöðum og heyrnarmælingar
gerðar á starfsfólki, sem vinnur í hávaða.
F. Fötlun.
Töflur XV, XVI.
1. Fávitar. 2. Daufdumbir. 3. Málhaltir. 4. Heyrnariausir. 5. Blindir.
Fávitar eru taldir 556, daufdumbir 83, málhaltir 33 (vantar úr
Reykjavík), heyraarlausir 224 og blindir 251. 1 Heymleysingjaskól-
anum í Reykjavík voru 28 nemendur skólaárið 1967—1968.
G. Ýmsir sjúkdómar.
Hér verður aðeins birt skýrsla um augnlækningaferðalög og augn-
sjúkdóma, er augnlæknar fundu á ferðum sínum.
Augnlækningaferðir.
Samkvæmt lögum nr. 12 25. janúar 1934 ferðuðust 4 augnlæknar um
landið á vegum heilbrigðisstjórnarinnar: Kristján Sveinsson, augn-
læknir í Reykjavík, um Vesturland, Helgi Skúlason, augnlæknir á Ak-
ureyri, um Norðurland, Bergsveinn ólafsson, augnlæknir í Reykjavík,
um Austfirði og Hörður Þorleifsson, augnlæknir í Reykjavík, um Suður-
land.
Hér fara á eftir skýrslur þeirra um ferðirnar:
U kristján Sveinsson.
Nýir glákusjúklingar voru 6, og 61 áður þekktir glákusjúklingar
^umu til eftirlits. Til cataractasjúklinga tel ég þá, sem hafa undir 14 úr
eðlilegri sjón.
Vegna auðveldari samgangna ferðast nú fólk utan af landi miklu
meira til Reykjavíkur en áður var, en samt notfærir það sér mikið
þessi ferðalög, ekki sízt gamalmenni og börn, en eins og áður tel ég