Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1967, Blaðsíða 138
1967
— 136 —
sóknarstofur ýmiss konar, er heyra til kennslu þessara námsgreina,
nauðsynlega tengdar slíkum kennslustofnunum. 1 mörgum góðum
háskólum eru ofangreindar kennslustofnanir, þ. e. rannsókna- og
kennslustofur, oft allt að því jafnrúmfrekar og sjúkradeildirnar
sjálfar.
2. Háskólasjúkrahúsið verður að sjálfsögðu að vera öðrum sjúkra-
húsum landsins til fyrirmyndar í hvívetna um allar rannsóknir og
meðferð sjúkra. Þar verður að reka flestar eða allar sérgreinar, sem
fengizt er við í landinu, þó að sjálfsögðu verði stærstu sérgrein-
arnar einnig stundaðar á öðrum tilvöldum sjúkrahúsum, og getur
þá kennsla læknastúdenta jafnframt farið þar fram, eftir því sem
þörf er fyrir og samningar takast um.
3. Nauðsynlegt er, að við slík sjúkrahús verði sérstök aðstaða ætluð
fyrir vísindastarfsemi. Ekki er þess eingöngu þörf vegna lækna-
kennslunnar sjálfrar, heldur frekar vegna þeirra sérstöku verkefna,
sem liggja meðal hverrar þjóðar og geta þar verið auðveldara rann-
sóknarefni en annars staðar.
Þetta eru aðalverkefnin, en mörg önnur smærri eru ótalin.
KennsluhúsnæSi læknadeildar.
Á Islandi hefur læknakennslan fram að þessu verið á frumstigi, en
þó alltaf í aukningu. Er þó nú svo komið, að vegna fjölgunar stúdenta
hefur hún sprengt af sér allt húsnæði. Fyrir um það bil 10 árum og
ávallt síðan hefur kennslan verið mjög til umræðu innan háskólans.
Einkum hefur verið rætt um byggingu sérstaks læknadeildarhúss, þar
sem öll læknisfræðikennsla fyrsta hluta og miðhluta færi fram. Sérstök
byggingarnefnd læknadeildarinnar var sett á laggirnar árið 1959 og
henni ætlað að gera tillögur um húsnæði deildarinnar. Árið 1965 var
samkvæmt beiðni Menntamálaráðuneytisins bætt einum fulltrúa frá
læknadeild í byggingarnefnd Landspítalans, en sú nefnd hefur starfað
óslitið síðan árið 1952. Var slíkt gert einkum með það fyrir augum að
sameina og koma á fullu samstarfi milli háskólaspítalans, þ. e. Land-
spítalans og allra stofnana hans, og annarra kennslustofnana lækna-
deildarinnar. Hefur starf byggingarnefndar Landspítalans síðan miðazt
við það að koma upp á einni og sömu lóð öllum nauðsynlegum kennslu-
stofnunum fyrir læknadeildina, þ. e. að sameina starfsemi og bygg-
ingar Landspítalans öðrum nauðsynlegum og komandi byggingum
læknadeildar háskólans. Hið fyrr umrædda læknadeildarhús yrði þar
með úr sögunni, en stofnunum, er önnuðust fyrsta hluta og miðhluta-
kennslu í læknadeild yrði dreift um Landspítalalóðina, eftir því sem
hagkvæmast þætti. Með því að húsnæði það, sem læknadeildin hefur nú
til umráða í háskólanum, er með öllu ófullnægjandi, er mjög nauðsyn-
legt, að úr því ástandi verði bætt hið fyrsta.