Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1967, Blaðsíða 89
— 87 —
1967
Stykkishólms. Um mánaðamót febrúar og marz fannst berklabólga
í báðum lungum hjá pilti, en berklasmit hafði komið upp á heimili
hans haustið 1966. Drengurinn var sendur á Vífilsstaði. Ekki fannst
smit hjá honum. Vegna þessa tilfellis var enn á ný framkvæmd berkla-
rannsókn í þorpinu, heimilisfólk sjúklingsins skoðað enn á ný og auk
þess vinnufélagar hans, alls 29 manns, en ekkert nýsmit fannst.
Við skólaskoðun í haust voru fjórir nemendur jákvæðir við berkla-
próf í fyrsta sinn. Voru það tveir drengir frá sama heimili, 7 og 8 ára,
og tveir drengir, 15 og 16 ára, hvor frá sínu heimili. I sambandi við
þessi nýsmit var enn á ný framkvæmd berklaskoðun í þorpinu, berkla-
próf sett á fjölskyldur hinna smituðu og þá, sem nánastan samgang
höfðu við þau heimili, alls 35 manns. Röntgenmyndir voru teknar af
lungum þeirra, sem jákvæðir reyndust, en engin skýring fékkst á
þessum nýsmitunum. Systkini hinna nýsmituðu reyndust neikvæð, svo
og foreldrar. Sennilegast virðist, að nýsmit þessi hafi átt sér stað í
sambandi við berklafaraldur þann, sem kom hér upp á árinu 1966, eða
frá pilti þeim, sem getið er um hér að framan, þótt ekki væri hægt að
benda á náinn samgang þar á milli.
Aldursskipting hinna berklaprófuðu var sem hér segir:
Karlar Konur
Jákv. Neikv. Jákv. Neikv.
0—10 ára — 3 2
10—20 — 1 2 - -
20—30 — 1 — - -
30—40 — - 7 4
40—50 — 1 3 _
50—60 — 1 - 1 2
60—70 — 1 1 -
Samtals 5 16 1 8
Akureyrar. 3 tilfelli af smitandi lungnaberklum innanhéraðs.
Þórshafnar. Það mun hafa verið í sept. byrjun, sem virkir berklar
fundust í ungum manni á Þórshöfn. Gerð var víðtæk berklaprófun og
síðar allsherjarskoðun á Þórshöfn og í nágrenni, og fundust þá allmörg
ný tilfelli. Smitberinn fannst þegar í upphafi leitar. Við skólaskoðun
2 mán. síðar fannst svo eitt nýtt tilfelli. Reyna átti að endurtaka
berklaprófun á skólabömum, en varð ekki við komið sökum sam-
gönguerfiðleika.
3. ígulmygla (actinomycosis).
1958 1959 1960 1961 1962 1963 1964 1965 1966 1967
19 2 1
11 11 A ^ A tt tt tt tt
Jt Jt tt tt 11 11 11 tt tt tt
Sjúkl.
Dánir